31 ágúst 2006

ágústþunglyndi

búin að vera að væla yfir því að sumarið sé búið
Andrés er byrjaður í skólanum og allt komið á fullt, en ég var alveg til í eina afslappaða viku í viðbót
hélt einhvern veginn að svona væri lífið í Danmörku
eftir klikkun síðustu... 10? ára, þá þurfti ég svo sannarlega á svona afslöppun að halda

einhvern veginn ekki tilbúin til að hella mér í hasarinn aftur
bíð eftir því að orkan hellist yfir mig
en enn hefur ekkert gerst

erum búin að semja um að í hvert skipti sem Andrés þarf að læra hérna heima þá spili ég undir á píanó eða gítar

og talandi um !

ÞAÐ ER SLITINN STRENGUR Í FENDERNUM MÍNUM !!!!!! háa EEEEEEE af öllum !!!

buuuuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

á morgun er 1. sept
þetta hlýtur að skána þá

á morgun ætla ég að:


  • skrifa undir samning um skrifstofu handa mér sem er mitt á milli konsins míns og miðbæjarins og alveg oní Söerne

  • kaupa ammælisgjöf handa storesös (sem átti ammæli á föstudaginn síðasta)

  • kaupa ammælisgjöf handa mömmu (sem átti ammæli fyrir alveg 3 vikum)

  • fara með hjólið mitt í stillingu

  • kaupa nýjan E streng í Fenderinn

  • kaupa millistykki fyrir shock-mountinn fyrir mike-inn minn

  • borga síðustu skuldina mína



svo er pabbi 60 eftir bara 2 vikur og það verður svaka veisla handa honum á afmælisdaginn minn, og við verðum öll saman aftur, öll 13 og bráðum 14 manna nánasta fjölskyldan mín :D

en í dag er ennþá ágúst, ennþá hálf-leiðinlegt veður og ég er ennþá slöpp og down og orkulaus

af góðum fréttum að þá er ég að hlusta á svo mikið af frábærri tónlist núna, eftir að hafa fengið loksins að vita með hvaða hljómsveit hin og þessi lög sem ég hef alltaf fílað, eru. það er að sjálfsögðu í gegnum rockstar þættina, sem þið eruð öll að fylgjast með líka.

djö... eru Íslendingar annars klikk að skekkja svona kosninguna! hversu stór hluti þeirra sem kusu hetjuna okkar í nótt myndi t.d. kaupa SuavePorn plötuna ef hann yrði söngvari???

ekki þar fyrir, ég hefði líklega grenjað ef hann hefði farið heim...

jæja, best að grafa dýpra eftir orku og vinna soldið

bleah

:D

15 ágúst 2006

innrás

í blogginu hér að neðan vitnaði ég í wikipedia, sem er fyrir margt frábær síða, en líður auðvitað fyrir það í sumum málaflokkum að vera amerísk...
er sumsé farin að efast um heimildirnar, sérstaklega eftir það sem ég frétti í dag (reyndar mest frá múslimskum vinum mínum)

ég tengist Líbanon auðvitað ekkert svakalega, en samt sem áður meira en margir Íslendingar.

ég veit t.d. hvað þar er fallegt, því ég horfði stundum yfir Líbönsku þorpin hinum megin við landamærin fyrir 10 árum þegar ég var í Ísrael í 2 mánuði. ég bjó alveg við landamærin að Líbanon.

ég þekki líka fólk beggja megin landamæranna, en það er sko alveg á hreinu hver er að brjóta á hverjum.

hér er líka ágætis vísbending um hvers vegna

þetta var sumsé allt planað fyrir löngu til að afvopna Hezbollah, svo BNA geti ráðist á Íran án þess að hafa áhyggjur af hefndaraðgerðum gagnvart Ísrael. Allavega samkvæmt þessu.

AF HVERJU er Ísland ekki búið að fordæma þessa INNRÁS?
ég var að velta þessu fyrir mér áðan. svo velti ég fyrir mér hver væri Utanríkisráðherra Íslands og fattaði að ég væri búin að gleyma því, enda hef ég ekki mikið verið á Fróni síðan stjórnin breyttist síðast. svo ég spurði Svabba. og nú veit ég það. og nú veit ég líka af hverju Ísland segir ekki múkk.

það var einu sinni gerður samningur
til að binda enda á stríð
í honum fólst einfaldlega að ekkert land mætti ráðast á annað land.
þessi samningur gildir greinilega bara um suma...

maður að nafni Galloway hefur betra minni en margir hvað þetta varðar og liggur ekki á sínum skoðunum hér

ég ætla reyndar ekki að halda því fram að Hezbollah séu einhverjir sakleysingjar, en hvað vitum við ? og hvar kemst maður í hlutlausar fréttir? kannski helst á BBC?

ef einhver lætur sér detta í hug að fylgjast með CNN, þá eru þeir þekktir fyrir, ekki bara að ritskoða fréttir, heldur að klippa saman fréttamyndir og breyta myndum í Photoshop. sumsé hluti af áróðursmaskínu Gogga og co.

Ísland! Halló? Standiði á fætur! Segið eitthvað! Hvað þarf mikið að gerast áður en þið hættið að styðja þetta ógeðslega stríðsbrölt???

13 ágúst 2006

LBN

uh

ef Spænskir hryðjuverkamenn læddust inní Frakkland, dræpu nokkra hermenn og rændu nokkrum öðrum, myndu Frakkar hefja loftárásir á samgöngukerfi Spánverja, sprengja Katalóníu í tætlur og ráðast svo inní landið?

tja
nei
líklega myndu þeir frekar eiga samstarf við Spænsk stjórnvöld um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum og frelsa gíslana.

og ef þú ert hryðjuverkasamtök sem vilt ná pólitískum yfirvöldum í landi sem gerir sífelt meira til að hrekja þig á brott, hvað er það sniðugasta sem þú getur gert? jú, einmitt að fá sprengiglöðu nágrannana fyrir Sunnan til að byrja að sprengja landið í tætlur og drepa sem flesta saklausa borgara. þá snýst allt í einu allur almenningur, sama hverrar trúar, á sveif með þér, og voila: þú stjórnar landinu!

Ísraelsstjórn gekk beint í gildru Hezbollah, þvílíkir andskotans fávitar.
Líbanon var eitt vestrænasta nágrannaríkið þeirra, með mikla uppbyggingu, verslun og fjármálamarkað. Þeir voru að reyna að losa sig við áhrif Sýrlands og Hezbollah, og Hezbollah brást svona við. Þeir eru víst búnir að vera að reyna að starta þessu stríði síðan í Nóvember. Meira um sögu Líbanon hér.

en hvað veit ég, kannski gengu Ísraelsmenn ekkert í neina gildru. kannski eru þeir bara að reyna að hjálpa Bush og co. að finna afsökun til að ráðast á Sýrland...

og það eru tvö ár eftir af þessu helvíti
man einhver hvernig heimurinn var áður en fíflið varð forseti?

11 ágúst 2006

kröfulisti

sumir virðast vera hissa á að ég hafi fundið mér æðislegan og myndarlegan kærasta. eins og ég hafi verið einhleyp í 7 ár af því að enginn vildi mig...

neinei, líklega gerðu flestir sér grein fyrir að ég hafði alltof miklar kröfur, enda setningar eins og "af hverju finnurðu ekki bara einhvern og verður ólétt?" algengari eftir því sem á leið. eða "ást er erfið!"... erfið og erfið, ekki sami hluturinn. af hverju að standa í veseni þegar manni líður bara voða vel út af fyrir sig?

en bara svona vegna þess að ég viðurkenndi bara brot af þessum langa kröfulista fyrir fólki áður (nema auddað koninu), þá er hann hér í einhvers konar mikilvægisröð:


  • þorir að vera hann sjálfur og er sama hvað öðrum finnst

  • ber virðingu fyrir öðru fólki (þmt. konum og börnum og gömlu fóli) og líka náttúrunni, dýrum og dauðum hlutum

  • góður við aðra

  • er jákvæður gagnvart tilverunni

  • tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega (með húmor)

  • skemmtilegur

  • heiðarlegur

  • góður vinur og traustur klettur

  • mátulega klár (en ekki svo það jaðri við geðveiki)

  • tilfinningagreindari en ég

  • ástfanginn af mér upp fyrir haus

  • fattar mig oftast

  • gerir mig hamingjusama

  • dópar ekki

  • reykir ekki

  • drekkur ekki of mikið

  • er ekki sama (labbar ekki framhjá fólki í vanda án þess að hjálpa)

  • er ekki extreme í einu né neinu (trú, pólitík osfrv.)

  • vinnur ekki of mikið

  • gefur sér tíma til að sinna fjölskyldunni

  • elskar börn

  • hávaxinn

  • í góðu formi án þess að vera hnakki

  • stundar íþróttir en horfir ekki á þær í sjónvarpinu!

  • er ekki efnishyggjukarl

  • er ekki latur

  • er algerlega sjálfbjarga

  • kann að fara út með ruslið

  • kann að elda og finnst það gaman

  • er ekki tölvufíkill

  • er ekki sjónvarpsfíkill

  • myndarlegur án þess að hafa fyrir því eða gangast upp í því

  • ósérhlífinn

  • ævintýragjarn

  • myndi berjast við King Kong til að bjarga mér (og vinna)

  • myndi hætta lífi sínu til að bjarga örðum (smá skammtur af súperman)

  • nógu sterkur til að geta haldið á mér

  • finnst gott að kúra á morgnanna

  • ljóshærður

  • bláeygður

  • finnst ég fallegasta konan í öllum heiminum

  • kann bardagalistir



og þá vitið þið það. algerlega klikkuð?
já frekar svona...
nema hvað ég veit um mann sem uppfyllir hvert einasta atriði og nokkur fleiri.

Frá og með þessari helgi erum við búin að vera saman í ár :D

og hananú

p.s. ef einhvern langar til að gubba: get over youself!

08 ágúst 2006

ævintýradís

eftir að hafa dreymt um þau í að því er virðist árafjöld, hafa ævintýrin loksins fundið mig aftur :)

það var allt fullt af ævintýrum í sumarfríinu, sum næstum lífshættuleg, enda Ísland ekki bara eitthvað leiksvæði :þ
vonandi hef ég tíma næstu daga til að segja almennilega frá kattarhryggjum, steiktum sokkum og minniháttar slysum

en þó sumarfríið sé búið er nóg eftir af ævintýrunum.
í kvöld ætla ég að fara með höfuðið undir vatnið og anda inn, hægt og rólega.

:D

p.s. meira seinna

22 júlí 2006

sumarfrí

jámm afsakið ég náði ekki að láta vita

við erum sumsé komin í sumarfrí
algjört sumarfrí

og fyrir mér snýst það soldið um frí frá tölvum
við erum og verðum að mestu fjarri mannabyggðum og nútímaveseni og ætli þetta sé ekki ca. fyrsta sinn sem ég kemst í tölvu í fríinu, og það var nú helst til að kíkja á bankabókina ;)

þið megið gera ráð fyrir að heyra aftur í mér í byrjum ágúst

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
loksins frí

*knús og kossar*

:Dagbjört sumardís

20 júní 2006

bókaormar í sambúð

Andrés lýsti því yfir um daginn að hann tæki alveg eftir öllu sem ég geri og að honum finnist æðislegt að það sé alltaf nóg af hreinum handklæðum og fötum.
hann þarf nefnilega bara að opna fataskápinn og þar er alltaf búið að fylla á boli og buxur og handklæði, nema hvað :p

veit samt ekki hvort hann tekur líka eftir því hvað það er yfirleitt snyrtilegt heima hjá okkur, sérstaklega í stofunni...

annars tel ég mig sleppa mjög vel í okkar verkaskiptingu, miðað við allflestar konur sem ég þekki:

þvottur: ég, og þannig vil ég hafa það
þrif: ahemm... ennþá að koma í ljós, en líklega bæði
innkaup: bæði
eldamennska: bæði, oftast saman, ef við erum bæði heima.
uppþvottur: hvorugt (þarf maður að gera svoleiðis?)

svo eigum við ekkert sjónvarp og okkur finnst það frekar æðislegt. uppá síðkastið hefur verið svo heitt í stofunni á kvöldin að við höfum þurft að flýja inní svefnherbergi. þá eru sængurnar settar til höfuðs (enda ekki nauðsynlegar) og kúrt sitt með hvora bókina. Andrés er gjörsamlega fastur í einhverri þvílíkri doðranta trílógíu, þar sem þriðja bókin er svo þykk að hún er tvær bækur, og ég er límd við alveg æðislega danska fantasíu-seríu, sem er skrifuð fyrir unglinga, en lezt vel af síungum líka.

jamm, sambúðin gengur sumsé vel og fáir árekstrar (sérstaklega eftir því sem ferðunum í húsgagna- oþh. -verslanir fækkar...)

það eina sem hægt er að kvarta yfir er að við höfum haft allt of lítinn tíma til að vera saman það sem af er sumrinu, svo við hlökkum mikið til að fara saman í sumarfrí :)

12 júní 2006

hvernig er svo þaddna úti?

jú sko
ein og allir vita þá eru Danir örlítið öðruvísi en Íslendingar

sofa ofan á sænginni og undir dýnunni
borða morgunmat á morgnanna, árbýt í hádeginu og miðdegisverð á kvöldin

en þeir eru líka miklu léttari í bragði, bjóða frekar góðan daginn og koma fram við hvern annan af töluvert meiri kurteisi en frekjurnar á Fróni
hér eru líka margar sjálfskipaðar löggur, svo ef þú brýtur reglurnar og t.d. leggur í stæði fatlaðra eða gerir eitthvað annað sem ekki má máttu fastlega búast að því að einhver vindi sér uppað þér og láti þig heyra það. svoleiðis er auðvitað bara lífshættulegt á Íslandi, því miður

hér eru auðvitað einstaka ökuníðingar eins og heima, en hlutfallslega miklu miklu færri, því þú þarft að eiga mjög ríka foreldra til að komast á bíl hér fyrir 25 ára aldur. hér er nebblilega 200% tollur af bílum.
afleiðingarnar eru þær að ungir menn og konur hjóla allra sinna ferða og þaðan er líklega komin ástæða hins fræga aðdráttarafls ungra danskra manna, sem flestar íslenskar konur á mínum aldri hafa heyrt um.

ýkta myndin:

25 ára Íslendingur:
hreyfði sig síðast fyrir um 8 árum, er farinn að bæta vel á sig um sig miðjann. vinnur eins og hestur 50+ tíma í vinnu sem hann hefur ekkert svo mikinn áhuga á því það ætlast allir til þess að hann skaffi. er hundþreyttur þegar hann kemur heim og líklega frekar þunglyndur af þessu öllu saman. líklega líka kominn með fjölskyldu og á kafi í íbúðalánum af því að allir ætlast til þess.

25 ára Dani:
hefur hjólað um allt síðustu 20 árin og skín af hreysti og vellíðan. vinnur á leikskóla eða elliheimili eða bara þar sem hann langar af því að honum finnst það gaman og leigir stóra íbúð ásamt svona 10 vinum sínum á meðan hann sparar fyrir útborgun. á kannski kærustu en ekkert endilega því hann þarf ekkert að festa sig fyrr en hann vill það. er búinn í vinnunni einhvern tímann milli 14 og 16 á daginn og hittir vini sína til að stunda íþróttir eða áhugamál eða drekka bjór og elda saman og njóta þess að vera til. svo seinna þegar hann eignast fjölskyldu, þá eyðir hann að sjálfsögðu tímanum eftir vinnu með henni :)


jájá voða ýkt auðvitað, en ég þekki bara svo mörg svona dæmi, og vinsamlegast segið mér ef þið þekkið einn einasta íslenskan karlmann sem er kominn úr skóla en er undir 40 sem vinnur ekki nema 40 klst á viku eða minna.

svo leyfi ég mér að halda því fram að engum sé greiði gerður með þessu striti. maður verður þreyttur af að púla og púla og vinnur þar af leiðandi ekki eins vel og þarf þar af leiðandi að vinna lengur og þar er vítahringurinn mættur!

danski tíminn
jújú, ég var alveg föst í þessum vítahring sjálf og orðin vön að geta gert hlutina eins og skot eins og sannur Íslendingur. fékk þar af leiðandi minn skammt af menningarsjokki hérna í vor þegar ég þurfti að aðlagast danska tímanum sem virkar allt allt öðruvísi. nokkur dæmi:

þú pantar internet og færð það 2 vikum síðar. þá 128K en þú pantaðir 2048K. það tekur aðra viku að koma því í lag.

þú ætlar bara að redda hlutunum sjálf, drífur í þessu, ferð í búðir til að kaupa það sem þarf, en kemst bara í eina, því það tekur svo langan tíma að komast leiðar sinnar (jafnvel ef þú ert með bíl í láni) og búðirnar loka klukkan 14 á laugardögum

þú ætlar að vera dugleg og taka daginn í að mála. skellir í eina umferð, sem tekur svona 3 tíma í undirbúning og klukkutíma í rúllun og ætlar svo að taka þér góða matarpásu fyrir næstu umferð, en kemst að því að þú þarft að bíða í 4 klukkutíma þangað til þú mátt mála aftur !!!

þú hleypur út í Nettó á horninu (sem er hér í hverju hverfi með gæði a la Bónus) til kaupa eitthvað eitt sem þig vantar í matinn og kemur heim þremur korterum síðar því þú þurftir að sjálfsögðu að standa í biðröð.

eða vaknar á sunnudegi og langar að dekra við sjálfa þig. fattar að þú keyptir ekkert í matinn í gær og allar búðir eru lokaðar. endar á því að borða morgunkorn í kvöldmat með restinni af léttmjólkinni blandaðri saman við restina af undanrennunni


jamm, búin að venjast þessu núna og er sjálf farin að slaka á og fatta að það skiptir minna máli að hlutirnir gerist hratt og meira máli að drepa sig ekki af stressi.
og í gær borðaði ég einmitt snakk og ís í kvöldmatinn, en það var reyndar af því að við erum búin að bjóða svo mörgum í mat undanfarið og vorum búin að plana grjónagraut. svo var bara svo ógeðslega heitt að maður hafði ekki lyst á neinu heitu.

niðurstaðan

ég er frekar vön því að búa í öðrum löndum, en aldrei áður líkað það betur en að vera á Íslandi. venjulega hef ég átt það til missa mig yfir kynjamisrétti (t.d. Bretland) eða þunglyndisvaldandi einstaklingshyggju (t.d. Kanada). Hér eru bæði þessi atriði betri en heima, og lífsgæðin og veðrið óendanlega betra!

það sem Ísland hefur sem Danmörk hefur ekki eru m&p og örfáir vinir (flestir fluttir eitthvert út - konið kemur til mín í haust), undurfallegt ríkt tungumál og stórfenglegur bókmenntaarfur, norðurljós, sundlaugar og hverfandi fegurð landsins. ég held að vatnið sé ennþá gott en ég veit að loftið er ekki hreint lengur.

hér er líka mjög fallegt, og ég er búin að kaupa mér æðislegt hjól, sem ég hef ákveðið að kalla frú Camelíu, því það skiptir um lit eftir veðri (svart í rigningu og dimmrautt í sól), og er æðislega frúarlegt konuhjól, með konustöng og svartri körfu að framan.
hjólaði rannsóknarleiðangur um hverfið í 25° hita og brennandi sól í gær í nýjum sumarkjól (þeim fyrsta í 7 ár)

annars hefur loftið verið svo tært í þessum hlýindum að sólin er stórhættuleg og eiginlega bara óþægilegt að finna hana bíta í gegnum vel sólarvarnarsmurða húðina.
það var send út útfjólublá viðvörun á laugardaginn um að maður ætti að krema sig vel og helst ekki vera úti nema í klukkutíma, en ég heyrði það fyrst þegar ég var búin að hjóla einhverja 18 km til Ernu, og átti eftir að koma mér til baka :p
var líka vel varin hvort eð var.


já, því miður, kæru vinir, það hefur verið logið að ykkur. það er alls ekki best að vera á Íslandi. ekki nema lífsgæði fyrir ykkur séu mæld í fjölda nýrra bíla og flatskjásjónvarpa. fyrir mér eru þau mæld í peningunum sem eru afgangs um mánaðarmótin og í tíma til þess að vera til og njóta lífsins með sínum nánustu. og eins og er býr stærstur hluti af mínum nánustu líka í Danmörku (fyrir utan m&p eins og komið hefur fram)


látið nú samt ekki bugast. það er bara ár í næstu kosningar og vondu karlarnir eru að hverfa frá hver af öðrum. til hamingju með það öll sömul :)

*knús og kossar*

Dagbjört dísulísuhjólaskvísa

p.s. svo er auðvitað svo mikið að gera við að vera til og taka á móti gestum að ég hef ekki haft mikinn bloggtíma, auk þess sem það er næstum ólíft í stofunni eftir vinnutíma ef veðrið er gott því hún er með vesturglugga :D

22 maí 2006

hitt og þetta

Eurovision
jæja, við veltum fyrir okkur hvort Evrópa myndi fatta grínið, og niðurstaðan var að kannski svona þriðjungur álfunnar annað hvort fattaði þetta eða sá bara keppnina og fannst atriðið kúl í alvöru.
Við lágum í hláturskrampa í einni kássu heima hjá Ernunni, ég, karlinn minn, konið mitt, Guðbjörgin hennar og auðvitað Ernan.
þetta með púið er greinilega mjög Grískt, því ég heyrði ekki betur á laugardaginn en öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig væru púuð niður.
mér finnst líka alveg ótrúleg hræsni að finnast Silvía vanvirða keppnina miðað við allt klámið sem við þurftum að horfa uppá frá hinum og þessum löndum.

Annars ótrúlega misjafnt hvað löndin leggja mismikið í þessa keppni. Þessi 4 sem halda henni uppi ættu eiginlega bara að hætta að taka þátt ef þeim finnst þetta svona leiðinlegt. Það var frönsk stelpa í Eurovision partýinu hjá Guðbjörgu á laugardaginn og hún baðst afsökunar á hvað franska framlagið var ömurlegt.

við skemmtum okkur annars við það í stigagjöfinni að giska á hvaða lönd fengju 8, 10 og 12 stig frá hverju landi og við höfðum rétt fyrir okkur í hvert einasta sinn!
Frekar einfalt:
Vestur-Evrópulöndin gáfu Finnum 12
Fyrrum Júgóslavnesku löndin gáfu Bosníu 12
Fyrrum Sovétlöndin gáfu Rússum 12
Kýpur gaf Grikkjum 12
osfrv.

svosem ágætt að Lordi vann, en lagið var bara alls ekkert spes af rokklagi að vera, og komst ekki í hálfkvisti við Wig-Wam lagið í fyrra. Þess vegna kaus ég Bosníska lagið, það hafði eitthvað við sig sem önnur lög þarna höfðu ekki. Kannski einlægni. Hefði samt viljað hlusta á það betur, en í Eurovision partýum er auðvitað mest kjaftað og minnst hlustað :p

Da Vinci Code
Skelltum okkur svo í bíó með koninu í gærkvöldi. Hún var sumsé í heimsókn hérna um helgina, er líklega í loftinu akkúrat núna á leiðinni heim.

við vorum frekar ósammála um myndina. Mér fannst Tom Hanks fínn í staðinn fyrir Dan Brown útgáfuna af Langdon, en ég er víst búin að lesa of margar Dan Brown bækur og búin að fá algjört ógeð á hans einvíðu persónusköpun.
Ég var líka fegin að ekkert gerðist á milli þeirra Sophie, því ef Tom Hanks hefði kysst hana Amelie mína hefði ég líklega kastað upp :p+

Myndin er töluvert mildari en bókin þegar ódæðisverkum krikjunnar er lýst, og það er auðvitað synd. 50.000 konur brenndar??? yeah right. nær 5 milljónum. Af hverju er heimurinn ekki tilbúinn til að viðurkenna að nornaveiðarnar voru skipulögð herferð gegn sjálfstæðum og gáfuðum konum? grrrrrrrrrrrrrrr

annars var hún bara svona lala mynd og varla 95 DKR virði, en kannski alveg 800 ISK ;)
það verður annars sjaldan farið í bíó í sumar, svona helst X-Men sem mín bíður eftir :p


mmmm
búin að vera rigning með smá þrumum í dag, en nú er komið glampandi sólskin :D
ilmurinn í garðinum okkar er eftir því, enda hálfgerður frumskógur :p
við erum annars loksins búin að fá fínu þvottavélina, en Andrés er að smíða pall undir hana, því gólfið í þvottahúsinu er allt annað en slétt
held ég hafi aldrei á ævi minni áður hlakkað til að þvo þvotta !

nóg í bili

knús

:Dagbjört

19 maí 2006

muh...muse

muh

muh

er einhver búinn að heyra nýja Muse lagið???

er í losti

veit ekki hvort ég á að öskra eða grenja eða... hlusta betur?

hvað eru þeir að gera?

er þetta eitthvað alveg nýtt breakthrough dæmi eða flopp eða...
ekki ætla ég að heimta að hljómsveitir staðni...

en

muh

þetta hljómar eins og

muh

popp !


en samt
eitthvað meira
eða ?


hvað varð eiginlega um trommurnar?
hvar kemur Prince inní dæmið?

diskótrommur, Princesöngur, metall og Muse í einum hrærigraut
kannski smá Gorillaz áhrif?

hvað á mér eiginlega að finnast???

muh

muh

M U H ! ! ! !

18 maí 2006

á fóninum í Valby

ég er víst soldið snobbuð á tónlist, því þrátt fyrir að hafa reynt að halda því fram að popp sé bara fínt fyrir þá sem það fíla, þá get ég bara alls ekki hlustað á hvað sem er :S

er samt svo heppinn að kærastastinn minn leyfir mér að mestu að ráða tónlistarvalinu, enda ekkert ósáttur við rokksmekkinn minn.

stundum fær hann samt að setja á Amerískt popprokk eins og t.d. Linkin Park þar sem textinn minnir á slappan Americas Next Top Model þátt ("poor me, you're so mean to me, nobody understands me, nobody notices me, me, me, me") í frekju- eða reiðiskasti ("I won't be ignored!" "I won't waste myself on you!"). Ef þetta lýsir viðhorfi heillar kynslóðar kana til heimsins, þá er ég alls ekki hissa á ástandinu þarna hinum megin.

þá eru nú Dikta textarnir öllu betri, eða reyndar bara alveg frábærir eins og auðvitað lögin - hafa fullt fullt að segja og kallinn minn sammála því.

eru ekki annars allir búnir að kaupa "Hunting for Happiness" plötuna þeirra?

við erum frekar viss um að #2 "Breaking the Waves", sem hefur verið spilað mest í útvarpinu, sé um Bandaríkjaforseta:
"the governor's son, his daddy's new gun, come out and play, lets have some fun"
"break all the rules, ruin the schools, how will they know which one's are the fools?"
svo er hann beðinn um að pakka niður og hætta "nobody wants you and your goddamned lies"

meiriháttar lag alveg.

svo er #3 hugsanlega um Ísrael og Palestínu: "an eye for an eye makes the world go blind"


en #1, það langar mig til að sé um Ísland: "Look around, look around, can believe what you see? It's amazing. They're changing it bit by bit, in tiny babysteps, so you won't notice." lagið heitir Loosing every day og er mjög fallegt.

ef einhver á ekki þessa plötu, þá eru þetta uþb bestu plötukaup sem þú gerir á þessu ári. og nei þið megið ekki brenna hana, maður brennir ekki íslenskt rokk.



ahemm
svo hlustum við auðvitað á helling annað, en mest spilað á ipodnum mínum er Dikta, Jeff Buckley og Cesaria Evora. Mig vantar alveg heilmikið af tónlistinni minni, sem er ennþá heima á Fróni, t.d. Ampop diskurinn minn sem hvarf einhvers staðar í flutningunum :(


smá tónlistargetraun í lokin:
Hvaða hljómsveit byrjaði sem argasta stelpupopp en þróaðist svo út í eina framsæknustu rokkhljómsveit allra tíma?

16 maí 2006

sigur!

í gær unnum við í húsinu frá klukkan 8 um kvöldið og fram að háttatíma við að undirbúa svefnherbergið undir málningu.

í morgun vaknaði ég og fann alls 0 bit!!!

jibbbbbbbbíííííí
þær eru dauðar!!! allar!!!
2 umgangar af eitri virðast hafa dugað til :D

þá er bara að fara að koma sér fyrir !

jibbbííííííííííí!

en best að fara að koma sér að verki, ég er hjá Storebror að vinna þaðan þar til ég fæ netið (á morgun :D)

annars átti ég líka að skila þessu:

Kæra internet!
Andrés biður kærlega að heilsa þér. Hann saknar þín ákaflega mikið eftir að hafa verið án þín í 7 daga, en vonandi fær hann að hitta þig aftur á morgun. Ég held hann sé með væg fráhvarfseinkenni, en það gæti líka verið frjókornaofnæmi. Ekki hafa samt of miklar áhyggjur, ég lánaði honum spennandi bók að lesa á meðan. Ég passa hann líka vel.


knús og kossar,

:Dagbjört

15 maí 2006

flutningur og fleiri íbúar

Andrés kom heim frá Jótlandi, fékk lánaðan bíl, leigði kerru, og flutti okkur svo til Valby í einum grænum á 2 dögum. svona gerast hlutirnir stundum, og bílleysingjar verða að geta brugðist hratt við þegar hleypur á snærið.

á fimmtudagsmorguninn vöknuðum við í nýja húsinu okkar klukkan 06 um morguninn. eins og er sofum við í stofunni, því til stendur að mála svefnherbergið. það var hins vegar orðið svo bjart í gluggatjaldalausri stofunni klukkan 06, að við gátum bara ekki sofið lengur.

Andrés lét renna í bað handa okkur, en ekki tókst það betur en svo að heita vatnið dugði ekki í eitt baðker. Við fórum því í kalt bað.

Svo bjó hann til hafragraut handa okkur, en við áttum enga mjólk, og langt þangað til búðir opnuðu, svo mín fékk sér ávaxtadjús útá hafragrautinn.

þarna sátum við svo, nýkomin úr köldu baði, borðandi hafragraut með ávaxtadjús, og brostum út að eyrum yfir að vera komin í nýja húsið okkar.

svo drifum við okkur út að versla flóameðal, því einhverra hluta vegna vorum við komin með ný skordýrabit á hverjum morgni frá mánudeginum, og einmitt þennan morgun sáum við tvær flær stökkva um á löppunum á Andrési. við fundum ekkert flóameðal, en var sagt að þvo öll fötin okkar og okkur sjálf vel... það vorum við svosem búin að gera, nýkomin úr köldu baði.

fyrst héldum við að ég hefði fengið þetta í dýragarðinum, því ég var bitin fyrst, en svo var nú ekki, enda ekki flær sem halda sig á mönnum.

konan sem leigði þetta gamla hús á undan okkur (einstæð móðir með tvö börn), var með tvo ketti. kettirnir voru með flær, og flærnar voru búnar að verpa í glufunum í parketinu. ójá, nýja bjarta húsinu okkar fylgdu ansi margir íbúar sem neita að fara, og við erum nú að berjast við að útrýma. þær stökkva á okkur upp af gólfinu, drekka sig saddar, og fara svo.

erum búin að eitra tvisvar og í morgun leit þetta frekar vel út, en það er ekki víst að við losnum alveg við þær fyrr en við fáum þvottavél. hana erum við búin að kaupa, og fáum vonandi senda næstu daga. Erum annars búin með öll lökin og ég er í seinustu buxunum.

þetta hefur svo aftur valdið því að við erum ekki búin að koma miklu í verk í húsinu. það er ekkert svakalega girnilegt að fara að mála meðan verið er að éta mann.
en ég er að mestu búin að venja mig við danska hraðann.
hlutirnir gerast, hægt og rólega. en þeir gerast samt. á endanum.

knús og kossar,

:Dagbjört útétna

06 maí 2006

og um húsið

við fengum lyklana afhenta í fyrrakvöld :D
flest lítur alveg ágætlega út, nema eldhúsið, sem er hálfgerð martröð, illa skipulagt, með ogguponsupínulitlum ísskápi og vask-, eldavélar- og bekkhæð frá miðri síðustu öld þegar konur voru um 1,50 m
ég hef nú þegar mjög slæma reynslu af svoleiðis lágum vöskum, frá því ég bjó á Reynimelnum. þá var ekki hægt að vaska upp meira en svona vaskafatsfylli í einu, svo þurfti að taka amk klukkutímapásu til að jafna sig í bakinu!
við erum hætt við að gera nýtt eldhús alveg strax, en eitthvað þarf þó að gera við þetta...

karlinn minn stakk af til Jótlands í gær - til að láta breyta sér í köfunarkennara - og kemur ekki heim fyrr en annað kvöld, svo ég ætla að reyna að gera herlegheitin hrein eins og hægt er í dag. Andrés er með ofnæmi fyrir köttum, og þarna voru tveir! svo það verður bara ipodinn í botni og ryksugan á fullu.

veðrið hérna er hreint út sagt æði. eins og bestu júlídagar á Íslandi mestalla vikuna, og ennþá núna um helgina. stuttbuxur, pils og hlírabolir eru málið :)

er búin að vinna allt of mikið uppá síðkastið, en nú er það að lagast, og ég skrapp með Ernunni minni niðrá Nörreport í gær að sötra hanastél :þ

svo ætla ég að fara með gríslingunum hans storebror í dýragarðinn á morgun og virkilega njóta veðurblíðunnar.

enn meiri knús og kossar,

:Dagbjört sólskinsdís

hljóðfærabrjálæðingur

eins og það hafi ekki verið nóg fyrir mig að kaupa rafmagnsgítar fyrir 2 mánuðum, þá er ég núna búin fjárfesta í rafmagnspíanói!!!

sem einfaldlega þýðir:
(syngist)
ég er komin með píanó, húrra húrra húrraaaaa!!!

Roland heitir það, og mætti inná stofugólf hjá mér í gær. Vaknaði í morgun og settist við. Ég má spila þó klukkan sé 8 að laugardagsmorgni, eða jafnvel niðdimm nótt, því ég get bæði skrúfað niður og notað heyrnartól.

mmmmmmmmm

svo er bara að byrja að safna fyrir "the real thing"

knús á alla

:Dagbjört

24 apríl 2006

Draumalandið

Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð

eftir Andra Snæ

er bók sem allir ættu að lesa!

Eins og allar bestu bækurnar fékk hún mig til að hlæja og gráta til skiptis.
Í lokin fyllti hún mig skelfingu. Endar svo á cliffhanger, svona nokkurs konar amk.
Ég tók andköf.

Morð, spilling, náttúruspjöll, mengun nálægt mannabústöðum, yfirhylmingar, allt sem tilheyrir góðum krimma, en þetta er bara alls ekki skáldsaga...

Hann er bæði hugmyndaríkur, frumlegur og búinn að vinna heimavinnuna sína virkilega vel. Hann er jákvæður og jafnvægissinni. Það eru engar öfgar, engar ásakanir á hendur neinum, heldur staðreyndir, rök, upplýsingar sem hefur verið leynt og fallegar, jákvæðar, hagkvæmar, heilsusamlegar og umfram allt skynsamlegar og framkvæmanlegar hugmyndir. Hann er ekki virkjunarandstæðingur.

Loksins kominn einhver sem þorir og getur. Það liggur við að mig langi að senda manninn inná þing...

Húrra!
Lesið bókina, núna! (Var ég búin að minnast á að hún er líka fyndin?)

Bk,

:Dagbjört

Spirit: 10

This Is My Life, Rated
Life:
8.9
Mind:
8.6
Body:
8
Spirit:
10
Friends/Family:
5.6
Love:
7.7
Finance:
9.4
Take the Rate My Life Quiz


Alltaf hressandi að taka svona próf og komast að því hvað lífið er gott.
Soldið hissa á fjölskyldu-einkuninni, en ég held að hún sé tengd því að ég á bara eina ömmu eftir og ekkert barn...

fékk þetta annars hjá Huldu sætu

*knús og kossar*

:Dagbjört lífsglaða

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar !

vaknaði kl 8 í morgun með eftirfarandi Jet Black Joe slagara á vörunum:
"I open my eyes, woke up with a smile, and this is the day" osfrv.

loksins loksins LOKSINS!

reyndi að vekja sifjaðan karlinn minn

stökk fram úr rúminu og kveikti á tölvunni
beint á tónlist.is, og fann besta sumarlag allra tíma

Sumarið er tíminn

með Bubba og GCD

þá vaknaði Andrés og var farinn að smitast

það var ekki til jógúrt, so ég fékk mér rúgbrauðsneið og appelsínusafa
svo fórum við út að hlaupa
hlupum um 5 km

með örfáum öndunarpásum :þ

í gær lofaði ég nefnilega Jeanette vinkonu okkar að hlaupa með henni í danska kvennahlaupinu í sumar ;)

og nú er ég sturtuð og komin í græna sumarpilsið mitt og meira að segja með ogguponsu maskara í tilefni dagsins

Andrés er útí búð að kaupa jógúrt í morgunmatinn handa mér, og á eftir kemur Erna í Pílates

en nú þarf ég reyndar af fara að vinna því ég skipti út frídeginum í dag fyrir annan dag sem hentaði bæði mér og vinnunni betur - það skiptir engu máli, það er samt hátíð í dag:

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR !!!

gleði gleði gleði gleði :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D

05 apríl 2006

Raðhús í Valby

tja sko

ekki nóg með að kona sé allt í einu komin í sambúð í Kaupmannahöfn, nú á líka að fara að gera upp gamalt raðhús í Valby

ef einhver kannast við Valby, þá rekur sá hinn sami nú líklega upp stór augu
Valby er hverfi rétt fyrir vestan miðbæinn í Köben, sem hefur verið frekar mikið slum undanfarin ár, en á nú, sökum staðsetningar, að fara að byggja upp.
verið er að flæma gamla leigjendur í burtu og ýmislegt gert til að heilla duglegt ungt fólk á svæðið

minn kærasti var svo fyrirhyggjusamur þegar hann frétti af þessu, að hann skráði sig á biðlista eftir raðhúsi í raðhúsahverfi sem á að fara að gera upp að utan og ofan.
biðlistinn er svo þannig gerður að þeir sem öllu ráða þarna velja hvaða fólk þeir vilja fá í hverfið
og þeir vilja svona líka endilega fá okkur :)

það sem við fáum út úr þessu er lítið sætt raðhús á undirverði, sem verður gert upp að utan, og annarri hæð bætt ofan á. það sem við þurfum/ætlum að gera er að laga þá hæð sem er nú þegar, að innan:

  • brjóta niður veggi

  • mála allt í björtum og fallegum litum

  • byggja nýtt eldhús

  • rífa gamla eldhúsið

  • leggja nýtt rafmagn

  • leggja nýtt parket



það er pínu skrítið að taka allan þennan pakka svona strax, en við hlökkum bæði mikið til
það merkilegasta er hversu sammála við erum um hvernig allt á að vera :D

Dagbjört litla og Andrés litli, allt í einu orðin stór

við fáum húsið 15. maí :D

04 apríl 2006

nývöknuð

mig dreymdi að ég væri að borða uppáhalds svarta pilsið mitt

hvaða mögulega merkingu getur það haft?

kannski var þetta til að minna mig á að mig langar innst inni í ljósblátt sumarpils...

bleah

best að fara að fá sér morgunmat og pína svo oní sig nokkur vatnsglös...

þegar vatnið hérna er soðið myndast hvít kalkskán á pottinum

27 mars 2006

Fer á föstudaginn

Jæja, þá er þetta loksins komið á hreint!

Ég flýg út til Kaupmannahafnar á föstudagsmorguninn, þann næsta, og verð þar með flutt til Köben :)

Ég flutti út úr Grænuhlíðinni um (þar)síðustu helgi, og er að fara að afhenda lyklana núna á eftir.

Ég veit ég hef ekki getað hitt alla ennþá, og að ég á líklega ekki eftir að ná því áður en ég fer, en næstu 3 kvöld verða þó helguð vinum að mestu (í kvöld er það reyndar skattaskýrslan og einhver fleiri skjöl)

Annars er vorið loksins komið til Danmerkur og við Andrés erum að farast úr spenningi að fá loksins að hefja sambúðina :)

knús

:Dagbjört

10 mars 2006

Emily the Strange

nýjasta uppáhaldið í lífi mínu heitir Emily the Strange og hér er mynd af henni.

hún er byggð á þessari stelpu (sem heitir einmitt líka Emily the Strange og sumir netverjar kannast eitthvað við).

en mín Emily er auðvitað rafmagnsgítar. hér er líka viðtal við hina Emily um gítarinn ;)

annars sumsé Epiphone G 310. Epiphone eru Gibson gítarar framleiddir í Kína. (Gibsonar eru sjúklega flottir)

úff það eru nú farið að vera ansi margt sem ég held svo mikið uppá að ég geti varla verið án:


  • tónvinnslulappinn

  • Fenderinn (kassagítarinn minn)

  • leðurjakkinn

  • Emily

  • (kannski bráðum ipodinn?)

  • Andrés



er kona kannski að breytast í einhvers konar material girl???

smá um Montreal

Við Andrés flugum til London og þaðan beinustu leið til Montreal föstudaginn 24. febrúar
gistum á Marriot hótelinu

laugardagurinn fór í að jafna sig eftir flugið og skoða okkur um í borginni. röltum uppá Mont Royal, fjallið sem borgin heitir eftir
-20°C með vindkælingu

drifum okkur á skíði á sunnudaginn. æðislega léttur snjór og við vorum fljót að finna okkur á parabólísku skíðunum. en klukkan 4 var kominn smá skuggi í brekkurnar og þá var bara orðið allt of kalt, þrátt fyrir margföld lög af fötum.
Súperfrost og vindur.
Ekki venjulegt í Montreal.

virkir dagar fóru svo auðvitað í mikla vinnu hjá mér, og við vorum ennþá á svo evrópskum tíma að það varð ekki mikið meira úr kvöldunum en bara kvöldverður.
þegar komið var fram á fimmtudag var ég ennþá ekkert búin að komast í búðir, og átti að fara heim daginn eftir. vinnan var mikið að reyna að fá mig til að vera lengur, og Andrés var alveg til í aðra helgi, svo það varð úr að við framlengdum.
á föstudagskvöldið kíktum við í búðir, og ég keypti mér ipod-nano og nokkra góða Simons-boli

fórum á skíði á laugardaginn, en þá var orðið heldur betur hlýrra, og snjóaði auk þess blautum snjó allan daginn. Færið varð þess vegna svo þung að eftir aðeins 4 tíma á skíðum var ég orðin alveg búin í fótunum, og meira að segja íþróttahetjan mín varð að viðurkenna að þetta tók á í hnjánum.

svo var loksins afslöppun á sunnudaginn, kíktum í artí-hverfið og keypum hana Emily mína (sjá næsta blogg fyrir ofan).

á mánudagskvöldið var rómó-kvöld og á þriðjudagsmorguninn bakaði ég vöfflu handa Andrési afmælisbarni, eins og lofað hafði verið. upphaflega ætlaði ég sumsé að baka vöfflur hér í Köben, en fyrst við vorum enn í Montreal þá voru það bara morgunverðarvöfflur með sýrópi í staðinn - en ekki án rjóma og jarðarberja.

Andrés þurfti svo að fljúga heim á þriðjudagskvöldið en mér var þrælað út 2 daga í viðbót, og kom til Köben í dag.

Montreal var samt umfram allt annað sannkölluð átveisla! við borðuðum á okkur gat hvað eftir annað, og Andrés greyið þurfti að læra að leyfa!

Við borðuðum:
á Boccachinos - ítalskur(minn uppáhalds) x 3 (eða 4 )
á Entrecote - fransk-kanadískur steikarstaður
á Carlos & pepes - mexíkóskur
á Grískum humarstað
á Mikasa - fengum rómantískt herbergi fyrir okkur og sátum á gólfinu og borðuðum amerískt sushi (sumir bitarnir voru með djúpsteiktu gumsi!)
á Cafe Presto einu sinni í hádeginu
á Cafe Vienna næstum öll hin hádegin (þeir sáu mér fyrir öllum grundvallar næringarefnum í eitt ár)
á æðislega morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, sem býður uppá allt frá hafragraut að vöfflum með sýrópi og frá fersku ávaxtahlaðborði að eggjahræru og beikonu

og svo var okkur auðvitað boðið í mat:
hjá Dössu og Hilmari
hjá Halla og Sigrúnu

það var alveg yndislegt að hitta þau öll aftur :)
takk fyrir okkur ;)

(okkur var líka boðið í tvö partý en skrópuðum í báðum, því við áttum oftast mjög erfitt með að halda okkur vakandi fram yfir klukkan 9 á kvöldin ;)

úff, en allavega mikið borðað
og nú þykist meira að segja Andrés minn vera kominn í átak!
við sjáum til...

18 febrúar 2006

Lagið tilbúið

jæja
þá er kona formlega útskrifuð úr tónvinnsluskólanum
og í þeim töluðu orðum á leiðinni beint til Köben

en ef einhver hefur áhuga á að heyra hvað ég gerði í þessum skóla, þá má hlýða á afraksturinn hér.
lagið heitir Unreal, og eru lag og texti eftir mig, en með mér í vinnuhóp voru þeir Árni og Völundur. svo eiga auðvitað kennarar og hljóðfæraleikarar í skólanum svaka mikið í þessu, t.d. öll hljóðfærin auðvitað ;)

jæja meira um þetta seinna, ég þarf að ná flugvél í fyrramálið

:Dagbjört sybbna

p.s. smá getraum: hver syngur?

14 febrúar 2006

Til hamingju með daginn Anna 2

Hún Anna mín númer 2 er 21 árs í dag!
Ég gleymi aldrei hvað það var æðislegt að fá hana í heiminn.
Fyrsta litla barnið í mínu lífi :)
Nú löngu orðin kona :)

Til hamingju, sæta!

þín frænka :D

13 febrúar 2006

12. - 13. ágúst 2005

einn og einn dagur stendur uppúr
svona dagur sem maður man eftir
nokkurn veginn fullkominn
þannig var 12. ágúst 2005 - og vel fram á þann 13. ;)

sumarfríið nýbyrjað
ég var í heimsókn hjá Ernunni minni, í Köben, hafði lent kvöldið áður og sopið nokkur öl fyrir háttinn :)
vaknaði og við skelltum okkur beint á hjólin og hjóluðum út í búð til að kaupa í morgunmatinn
átum hann í rólegheitunum
hjóluðum (eða löbbuðum við?) útá lestarstöð og tókum lestina niðrá Hovedbandgården
röltum Strikið í blíðskaparveðri
það er meiriháttar að versla með Ernu
hún er afslöppuð og kemur með ferskar hugmyndir
manaði mig til að kaupa grænar vasabuxur í staðinn fyrir svartar
hafði aldrei átt grænar buxur fyrr
svona er maður alltaf að vaxa ;)
hjálpaði mér líka að velja nýja boli

keyptum okkur ferskjur af götusala og nutum þess í botn að vera í Köben
horfðum á breakdansara
man ekki hvað ég hvar við borðuðum, en við komum heim til Ernu einhvern tíman rétt fyrir kvöldmatarleytið með innkaupapokana
töluðum við Guðna um að við værum of sein að fara í mat til frænda hans, sem bjó einhvers staðar í buskanum hinum megin við Köben
pæjuðum okkur upp og skelltum okkur svo aftur niðrí bæ
ég í nýju grænu vasabuxunum og ilmandi af Forbidden Fantasy :)

sátum tvær inná Y's sem er kokteilabar á Nörreport og sötruðum kokteila sem hétu sumir hverjir ansi svæsnum nöfnum, og fífluðumst og hlógum
mikið stuð

þegar leið á kvöldið birtist Guðni (hennar Ernu) með tveimur (minnir mig) vinum sínum. annar var íslenskur. hinn eitthvað annað. við héldum áfram að panta og hlæja :)

svo mætti frændi hans Guðna. þessi sem við fórum ekki í matinn til. íslenskur að hluta. sagðist vinna við köfun. jeij, ævintýragaur! af því að við komum ekki í mat til hans, þá var hann bara ekkert búinn að borða, svo þegar leið á kvöldið ákváðum við að finna okkur einhvern góðan Kebab stað. fundum svoleiðis og röltum um strikið, smjattandi á kjúllarúllum. sem voru svo vel sósaðar að umbúðirnar urðu blautar í gegn og allt í einu var ég í doppóttum buxum. frændi hans Guðna sagðist öfunda mig mikið að þessum flottu doppum :p

við Erna stigum nokkur dansspor. frændinn hélt áfram að spjalla. einhvers staðar á leiðinni yfir götu við Ráðhústorgið (held ég) komst ég að því að hann hefði aldrei átt bíl. sumsé virkilega áhugaverður ævintýramaður!

við rákumst á einhvern hóp af Íslendingum og röltum með þeim einhvern spöl, en enginn gat komið sér saman um hvert við ættum að fara svo við Erna, Guðni og frændi hans stungum þau bara af. stoppuðum stutt á einhverjum eðalbjór pöbb. svo dróg frændinn okkur á salzastað. úje.

meiri drykkir, fundum borð. pínu spjall. viltu dansa? jamm. salza.
ég veit ekki alveg í hvaða röð hlutirnir gerðust eftir það. alltíeinu var frændi hans Guðna búinn að dansa mig alveg uppúr skónum

hann heitir Andrés og í dag erum við búin að vera á föstu í hálft ár :D

til hamingju við!

:Dagbjört dís

Tónsmíðafréttir

Húmið kom til mín í gær
það varð til að svolítið annan hátt en yfirleitt gerist
það var ekki bara einhver laglína í hausnum á mér sem fæddist af ljóði
nei
það voru hljómarnir sem fæddu það
húmið á sinn hljómheim og hvert einasta orð í ljóðinu á hljóm sem samsvarar því miðað við hljóminn á undan
t.d. "raddirnar" er A-dúr á eftir E-moll
mmmmmmmmmmmm

Dúfan er svo virkilega vel á veg komin. Fyrsta uppkast að undirleik tilbúið, en þar þarf helst að laga upphaf og endi. Þegar það er komið verður vonandi forspilið til að sjálfu sér. Veit hvernig.

Er sumsé að semja þessi tvö lög handa henni Rannveigu, sem er að fara að taka burtfararprófið í vor.
Ljóðin eru eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, og hún er búin að gefa góðfúslegt leyfi sitt :)

þegar þetta verður allt tilbúið, þá mega allir skoða hér á síðunni, en enginn fær að prenta fyrr en eftir frumflutninginn ;)

:D

06 febrúar 2006

mál málanna

Alli litli var þreyttur og svangur þegar hann lagði af stað heim úr skólanum. Áttundubekkingarnir höfðu stolið nestinu hans, eina ferðina enn. Hann vildi ekki segja mömmu sinni frá því, því hann vildi ekki að bæta á raunir hennar. Mamma vann alltof mikið en hafði samt ekki efni á að kaupa handa honum ný föt. Pabba sinn hafði hann ekki séð í bráðum ár.
Í dag hafði kennarinn skammað hann eins og svo oft áður, því hann átti svo erfitt með að fylgjast með þegar hann var svona svangur. Hann var líka oft illa sofinn og uppstökkur, svo hann átti ekki marga vini.
Á leiðinni heim mætti hann hóp af krökkum sem flest komu frá vel stæðum og hlýjum heimilum. Þau voru flest öll góðir krakkar, og ekki vön að abbast uppá hann, en þennan dag var Óli með í hópnum. Óla fannst átti það til að gera ýmislegt til að ná athygli hinna og hann vissi fyrir hverju þessi ólundarlegi, horaði og skrítni strákur var viðkvæmastur.
"Alli, vissirðu að mamma þín er hóra?" kallaði hann í því sem Alli gekk fram hjá þeim.
Alli stansaði. Hann stóð kyrr í andartak, áður en hann sneri sér við og með ómannlegu öskri, stökk eins og köttur á Óla og lamdi hann og beit.
Hinir krakkarnir voru svo óvön svona slagsmálum að þau stóðu fyrst eins og þvörur og vissu engan veginn í hvorn fótinn þau áttu að stíga. Þau skildu ekki hvað amaði að þessum strák. Af hverju hann var alltaf svona reiður við allt og alla. Hann hlaut bara að vera eitthvað vondur. Það var bara eins og hann hefði breyst í villidýr. Vissi hann ekki að Óli sagði oft eitthvað heimskulegt, án þess að meina það?
Sum þeirra reyndu eitthvað að toga Alla af Óla, en þá var eins og hann fílefldist enn meir og sló þau frá sér og glefsaði.
Þessi söddu börn sem höfðu allt sem Alla skorti og höfðu aldrei þurft að hafa áhyggjur af einu og neinu, og réðust á það sem honum var allra kærast, voru allt í einu orðin holdgervingar alls óréttlætis þessa heims sem hataði hann. Þar sem allir voru vondir við hann. Öll hans reiði og allar hans sorgir brutust fram eins og óstöðvandi flóð svo honum sortnaði fyrir augum af bræði.
Eitt barnanna ákvað að hlaupa og ná í kennarann...

Verður fundur um málið hjá skólastjóranum? Ætli Alli verði jafnvel rekinn úr skólanum?

Kannski ekki mín best skrifaða dæmisaga, en punkturinn er: Til hvers erum við sem allt höfum að níðast á olnbogabörnum veraldarinnar?

05 febrúar 2006

Fyrir þjóðina

Réttupphönd sem horfðu á undankeppnina á laugardaginn

Ég heyrði í fréttunum að einhver hinna keppendanna hefði lagt fram stjórnsýslukæru vegna lekans, því hann hefði veitt Silvíu og co. óréttlátt forskot.
Mér fannst niðurstaðan sem virtist hafa fengist í málinu fyrir helgi vera sanngjörn og góð. Að leyfa einu lagi enn að komast áfram í úrslit og draga því úr þeim hugsanlega skaða sem þetta gæti fræðilega valdið öðrum keppendum.
En nei, einhver ákvað að vera erfiður og leggja fram stjórnsýslukæru. Hvað heldur viðkomandi eiginlega að sé tilgangurinn með þessari keppni? Þetta er ekki spretthlaup þar sem einhver þjófstartaði, eða spurningakeppni þar sem einhver komst yfir spurningarnar fyrirfram. Þessi keppni er ekki haldin fyrir höfundana og flytjendurna. Hún er haldin fyrir þjóðina. Haldin til þess að leyfa þjóðinni sjálfri að velja hvaða lag hún vill senda til Aþenu.

Ef þjóðin vill senda Silvíu Nótt, þá á að sjálfsögðu að gera það.
Ef þjóðin vill hana ekki, þá sigrar hún einfaldlega ekki.
En að reyna að láta taka hana úr leik með stjórnsýsluskipun, þjónar það hagsmunum þjóðarinnar?

Eitt enn: Það er ástæða fyrir því að þetta lag lak á netið. Hún er sú að þjóðin (á netinu) vildi heyra það. Ég fékk það með tölvupósti (mér til nokkurs uppnáms, því ég þekkti reglurnar) og titillin á póstinum var "Loksins gott lag!". Ég reyndi meira að segja að benda fólki á að dreifa því ekki, en það hlustaði svosem enginn á það. Allir vildu fá að heyra það.

Þjóðin á valið. Við skulum sjá hvað hún vill.

02 febrúar 2006

Vanadís

Mínir helstu guðir eru Freyr, Freyja, Óðinn og svo kannski Bragi,
en ef ég væri ásynja, hver væri ég?

Þessar niðurstöður eru tileinkaðar Andrésinum mínum sem ætlar að fljúga til mín á morgun :D


Which Norse God or Goddess are you most like?
created with QuizFarm.com

27 janúar 2006

ESB og þjóðarstoltið

þar sem ég fer nú svona hvað úr hverju að versla mér stakan farmiða til Köben...
(bara svona til að sjá hvað gerist og hvort þetta endist :)
... þá sumsé eru sumir alltíeinu farnir að vera voða viðkvæmir fyrir ákaflega meinlausum og týpískum athugasemdum frá mér um hvað Íslendingar eiga það til að vera gallaðir (minnir að ég hafi tjáð mig um vetrarakstur eða skort á sköfun, eins og ég geri örugglega á hverjum vetri)
viðkvæmir eins og ég sé nú búin að svíkja Ísland og orðin Dani, og hafi því engan rétt að á tjá mig um íslenska misbresti, rétt sem Danir hafa auðvitað ekki, enda kunna þeir alls ekki að keyra í snjó ;)
en vá, ég er ekki og verð aldrei Dani
mun aldrei byrja að reykja til að líkja eftir Möggu Tótu, né syngja danska ættjarðarsöngva um áramótin (heldur standa kjánaleg hjá og bíða í klukkutíma eftir að það séu komin áramót á Íslandi)

ég er og verð alltaf Íslendingur, fyrst og fremst, og sem slíkur má ég alveg tjá mig um hvað mér finnst mega betur fara hér heima.
reyndar held ég stundum að ég sé meiri þjóðernissinni en flestir sem ég þekki, og ég er alls ekki búin að gleyma því frá hverjum við hlutum frelsi.

og þá að ESB
ég er loksins og (að öllum líkindum) endanlega búin að gera upp hug minn varðandi aðild Íslands að ESB. (Alltaf þegar þetta er á annað borð rætt er gert ráð fyrir að þeir gæfu undan hvað varðar fiskinn - annars dytti engum heilvita Íslendingi þetta í hug).
Þegar ég var að skoða háskólanám, fyrir um 9 árum, þá óskaði ég hálfpartinn að við værum í ESB svo ég kæmist nú hvert sem er í háskóla. Nám og vinna hvar sem er í Evrópu, það eru jú kostirnir. Vissi samt innst inni að Jón og Jónas og allir hinir börðust ekki fyrir frelsinu til þess eins og láta það af hendi til Breta, Þjóðverja, Frakka og Spánverja.
Hin síðari ár hef ég svo haft hin og þessi samskipti við sum af þessum löndum, vegna vinnu. Skrifræðið og seinagangurinn í Frökkum er nóg til að gera venjulegan Íslending (og Gaulverja) gjörsamlega vitlausa. Bretar eru 70 - 200 árum eftirá í samfélagsgerð og jafnrétti milli manna og manna, ekki síður en manna og kvenna. Allt verður að fara eftir einhverjum fáránlegum goggunarleiðum...
Smátt og smátt fór ég að hallast meira á móti.
Svo ákvað ESB að gulrætur væru ávextir, af því að þær eru notaðar í sultugerð!

En svo var það Andrés sem varð til þess að ég gerði endanlega upp hug minn. Það sem hann sagði mér af ESB og reynslu Dana. Það sem sumir vita, en fæstir kjósa að muna.
Við vitum öll að auðlegð Breta, Frakka, Spánverja, Hollendinga, Portúgala og hverjar þessar þjóðir nú voru allar, byggðist upp á að arðræna nýlendur út um víða veröld. Jájá, hræðilegt, allir vita það osfrv.
Nú sumsé þykjast þessar þjóðir vera hættar því. Kannski af því að þær gera það, nú, helst í gegnum ESB. Byggja sitt ríkidæmi á að viðhalda fátækt annars staðar. Og ekkert sérstaklega óbeint heldur.
Þetta sagði Andrés mér:

"Sælgætisverksmiðja í Suður-Afríku kaupir ekki sykur af bóndanum á næsta bæ. Hann kaupir sykur sem er fluttur inn frá Danmörku. Vegna þess að hann er ódýrari. Ha? Jú fyrst fá danskir bændur ESB styrk af því að þeir eru jú bændur, og svo fá þeir meiri ESB styrk af því að þeir flytja vöruna út! Þannig að þrátt fyrir að búið sé að flytja sykurinn alla þessa leið, þá er hann samt ódýrari en fátækur bóndi í Suður-Afríku getur tekið fyrir sykurinn sinn. Þess vegna getur hann engan sykur selt, eða selur hann svo ódýrt að hann fer bara á hausinn."
Einhver hissa á fátæktinni í Afríku, ef þetta er bara eitt dæmi um hvað ESB er að gera? Einhver sem hélt að BNA væru þeir einu sem væru að $%#$&$%&#&$#% heiminum?

og svo þjóðarstoltið
já, það er svo sem ekki margt sem við Íslendingar getum raunverulega verið stolt af, umfram aðrar þjóðir.
loftið er bara hreint af því að vindurinn blæs allri menguninni okkar í burtu - það höfum við séð, þá sjaldan að hér er logn.
ég hef séð gullfallegt fólk í mörgum öðrum löndum.
Fjölmiðlarnir okkar eru orðnir jafn lágkúrulegir og annars staðar, fólkið jafn gráðugt og sjálfselskt og í ameríku (amk um helmingurinn), og fallega landið okkar er að breytast í eina stóra álverksmiðju.

En við getum verið, og eigum að vera, stolt af því að okkar auðlegð og hagsæld var ekki á neinn hátt byggð á þjáningum annarra þjóða (amk ekki síðustu 800 ár).
Hún er byggð á krafti og vinnusemi kynslóðanna á undan okkur, fólksins sem byggði hús og flakaði fisk myrkranna á milli, í einskærri gleði yfir að hafa einhverja vinnu, og breytti þannig Íslandi úr fátækasta landi Evrópu í eitt ríkasta land heims á innan við öld.
(Já einmitt, fólksins sem við viljum núna helst loka inni á einhverjum stofnunum svo við þurfum ekki að sjá hvernig við munum einhvern tíman verða, þ.e. gömul.)
Við megum vera stolt af þeim. Og af því að enn þann dag í dag erum við ekki að arðræna fátækar þjóðir. Vonandi munum við aldrei taka þátt í slíku.

og líkur hér með ræðu kvöldsins ;)

húrra fyrir Íslandi

06 janúar 2006

og svo öll plönin

jamm ég gerði víst drög að langtímaplani í upphafi ársins 2005

núna er ég auðvitað búin að breyta langtímaplaninu töluvert, en var þó nokkuð dugleg í fyrra að standa við það sem ég sagðist ætla að gera (klára gamla planið, flytja, skipta um vinnu, læra meiri pródúseringu - allt gerðist þetta 2005).

nýtt 5 ára plan:


  • klára tónvinnsluskólann (gerist í byrjun feb)

  • undirbúa að sækja um tónsmíðanám með því að:
    • læra meira á píanó (helst að eyða næsta vetri í það og æfa sig í 2 - 3 tíma á dag)

    • verða betri í tónheyrn og nótnalestri

    • læra hljóðfærafræði

    • semja meira


  • sækja um tónsmíðanám með það að markmiði að byrja haustið 2007

  • ef það mistekst, halda áfram að undirbúa og reyna aftur



svo á bara eftir að koma í ljós í hvaða landi þetta gerist allt saman, en ég held að ég sé nú frekar á því að læra tónsmíðarnar í Danmörku, hvort sem við Andrés endumst eða ekki ;)
en ef allt fer vel, þá lætur maður sig auðvitað líka dreyma um kríli...

2005 - það helsta

sumsé:


  • Byrjaði í Pílates

  • Skrímslið fannst

  • Konið flutti út

  • nýr Sambó flutti inn

  • það voru gerð 4 göt á mallann og skrímslið var fjarlægt

  • ég hvarf í mánuð

  • en dó samt ekki

  • fæddist aftur - og gerði mér einhverra hluta vegna fulla grein fyrir því

  • fann svörin sem ég leitaði að allt árið 2004

  • lagði ímyndunarveiki að mestu til hliðar (en ekki ímyndunaraflið - það gerist vonandi aldrei ;)

  • hélt áfram að semja

  • ofkeyrði mig

  • missti röddina

  • lauk 8. stigi í söng (og hljómfræði)

  • hélt tónleika í tilefni af því

  • tók upp lag eftir mig í Langholtskirkju

  • naut kalda sumarsins með stelpunum í Dívuráðinu

  • flutti úr Vesturbænum í Hlíðarnar - betri íbúð, verra hverfi

  • enn einn nýr sambó flutti inn

  • fór í æðislegt sumarfrí

  • varð skotin í Köben

  • varð skotin í Andrési Köbenbúa

  • byrjaði í nýrri vinnu

  • byrjaði í nýjum skóla

  • flakkaði mikið á milli landa



allt í allt: mjög gott og nauðsynlegt ár, þrátt fyrir erfiðar hríðir við endurfæðingu - það er æði að vera svona endurfædd og seinni hluti ársins var meiriháttar :)

Hingaðtil

jæja, er ekki kominn tími á nokkur áramótauppgjörsblogg??
þar sem líf mitt hófst í þriðja sinn á síðasta ári, þá er kannski bara fínt að fara stuttlega yfir lífin 2 þar á undan, frá byrjun
(ég efast reyndar um að neinn hafi áhuga á að lesa þetta - er bara mest svona fyrir sjálfa mig):

Líf 1:
1977 -> gott ár, að mestu varið í hlýjum mjúkum vökva við að búa til líffæri :)
1978 -> gott ár, skírð Dagbjört, og hef alltaf verið mjög sátt við það
1979 -> gott ár, er eitthvað slæmt þegar maður er 2ggja?
1980 - 1982 -> góð ár í Mávahlíð og Sólhlíð með vinkonum vinum og kærasta
1983 -> gott ár, loksins mátti ég byrja að læra að lesa!
1984 -> gott ár, lærði að lesa :D
1985 -> gott ár, fékk æðislega litla frænku
1986 -> gott ár, kom í sjónvarpinu
1987 -> gott ár, fluttum til Edinborgar (ævintýramennska hófst)
1988 -> gott þangað til við fluttum heim aftur - ævintýrafólk blandast illa í íslenska grunnskóla :(
1989 -> erfitt ár, lagðist í 4gra ára dvala sem ég eyddi að mestu í ævintýrabókum ýmisskonar
1990 -> dvali, eitt leiðinlegasta sumar allra tíma
1991 -> áframhaldandi dvali, en engu að síður skárra en næstu 2 á undan
1992 -> vont ár, og meiri dvali
Líf 2:
1993 -> yndislegt yndislegt ár! Líf mitt hófst að nýju! MH! Loksins nýjir vinir!
1994 -> meira yndi í MH, bast (vin)koninu eilífum böndum
1995 -> að mestu frábært, síðbúin gelgja fór að færast yfir, mikið fjör ;)
1996 -> ævintýramennskan fullkomnuð, Ísrael, Egyptaland, og fleira...
1997 -> alveg fínt bara, kærasti, Háskóli oþh. fullorðinsheit
1998 -> úff soldið misheppnuð ævintýri... en ég byrjaði í Söngskólanum!
1999 -> ahemm, má ég ekki bara sleppa því ári? ímyndunarveiki á háu stigi
2000 -> æði æði æðislegt ár! Við tvær áttum heiminn (ég og konið)
2001 -> fyrrihluti Kanada var ekkert sérstaklega æðislegur, en mjög nauðsynlegur
2002 -> seinnihluti Kanada var æði. ennþá meira æði að flytja heim :)
2003 -> sumt gott, sumt vont, samdi fyrsta sönglagið :) var pínu ímyndunarveik
2004 -> sumt betra, sumt ekki, varkár, söng betur, leitaði árangurslaust að svörum, samdi meira, flutti loksins inn með koninu, lagði aðeins of hart að mér...

jamm og þá erum við komin að 2005
og það á nú alveg skilið sér blogg, er það ekki?

:D

03 janúar 2006

komin heim á Frón...

...eftir 17 daga á hinu heimilinu mínu, í Köben

orðin vön því að rumska á nóttunni til að kúrast betur hjá Andrési
en í nótt
þegar ég rumskaði
var enginn Andrés til að kúra sig hjá
bara kalt og tómt rúm :(

muh!

erfiður mánuður framundan
puð í vinnunni
puð í skólanum

en þó
bara einn mánuður eftir

og svo?

veitiggi
þó er einhvers konar nýtt 5 ára plan að hreiðra um sig í hausnum á mér

en meira um svoleiðis seinna

ég er of kvefuð til að skrifa eitthvað skemmtilegt eða áhugavert, og ef kona getur það ekki, þá er bara best að sleppa því að blogga meira í bili.


þó að lokum:

takk allir fyrir frábær viðbrögð við jólalaginu - þau voru einmitt það sem ég þurfti á að halda :D

og takk kærlega fyrir jólakortin - ég las þau áður en ég leið útaf í nótt, nýkomin úr fluginu heim.


knús og kossar allir,

:Dagbjört dísulísa

p.s. jólin voru auðvitað alveg hreint yndisleg :) en meira um þau seinna...

13 desember 2005

jólalagið komið

Mín jól heitir það og það má finna það hér

þetta er bara voða svona lítið og sætt, svo líklega fáið þið bara venjuleg kort og svo megið þig hlusta á þetta héðan eins mikið og ykkur langar.

en ef einhvern langar sérstaklega í disk, þá er auðvitað hægt að koma því til leiðar ;)

njótið vel

:Dagbjört jóladís

p.s. ef þið náðuð því ekki þá er lagið hér

p.p.s þúsund þakkir Hr. Muzak fyrir að lána mér þennan frábæra mike

p.p.p.s. takk yndislegasti Andrésinn minn fyrir innblásturinn ;)

10 desember 2005

einhverskonar jólatexti

þá er ég komin með smá textamynd fyrir jólalagið
allar ábendingar vel þegnar
(nema hvað ég veit vel að brott og nótt og kjöt og naut ríma ekki, þetta kallast hálfrím):

Þó öll fönnin fjúki brott
falli regn á jólanótt
ofsaveður öskri ljótt
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

Hvort sem ég fæ hangið kjöt
holdagrísi, kalkún, naut
eða bara mjólk og graut
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

ég þarf ekki nýjan kjól
ég þarf hvorki snjó né sól
þú ert allt mitt ljós og skjól
og ef þú ert hjá mér
ég held mín jól

Ég þarf enga pakka' að fá
hvorki í bók né spil að spá
verðir þú mér ætíð hjá
er það besta gjöfin
öll mín ævijól

nú er bara málið að finna nógu gott nafn á lagið...
einhverjar hugmyndir?

:D

09 desember 2005

Viðutan stússisti

stundum getur kona verið svo utan við sig...

ég breytti byrjuninni á Tunglsgeislanum (synkópunni) en gleymdi svo að breyta sama stað í 2. og 3. erindi. því fór svo að Hanna Þóra söng upphaflegu synkópuna (2x5 fjórðupartar) alls staðar, og því er lagið nú aftur orðið eins og það var upphaflega.

jamm, Tunglsgeislinn hefur nú loksins verið frumfluttur, og vá hvað Hanna Þóra gerði það yndislega vel! Röddin hennar er eins og glitrandi tunglsgeisli, enda samdi ég lagið fyrir hana.
það eru svo frábær forréttindi að fá að semja fyrir ákveðna söngvara. engar tvær raddir eru eins og það er svo gaman að hugsa hvert lag útfrá viðkomandi rödd. þetta er svo einstakt og yndislegt hljóðfæri.
svo hefur röddin líka svo sterk áhrif á okkur mannfólkið

annars er það af desemberstússinu að frétta að lagvinnslan gengur bara svona þokkalega. það hefur verið mikið að gera í vinnunni undanfarið, svo skólinn hefur etv. ekki fengið alla þá athygli sem ég hefði viljað, en það er próf í næstu viku og ég ætla að nota tækifærið og reyna að tjasla saman einu jólalagi í Reason, sem nokkurs konar undirbúningi.
jamm, loksins komin með Reason, og því ekki seinna vænna að taka góðan slurk í að reyna að læra á það.
Hr. Muzak var svo sætur að lána mér almennilegan mike, og lagið samdi ég einhvern morguninn fyrir skömmu, í nett þjóðlegum fílíng
útsetningin á að vera voða einföld, með hæfilegu magni af Reason fikti, gaman gaman!
það eina sem vantar er textinn!

púff, ég geri svo miklar kröfur til íslenskra texta að ég get ómögulega staðið undir þeim sjálf :(
kannski ég leiti bara að einhverju gömlu og góðu...

eða kannski ég vaki fram á nótt í nótt við að textast
oftast er það best...

bleah

annars ekkert jólastress
ég þarf bara að kaupa 3 gjafir áður en ég fer út, og ég veit svona nokkurn veginn hvað þær eiga að vera :)
svo verður restin versluð í Köben eða Malmö, allt eftir því hvað við skötuhjúin komumst yfir

var ég búin að segja ykkur að ég fer til Köben 16. des
og í jólafrúkost 17. des
(jólafrúkostur er dönsk matarveisla sem stendur frá um 11 á morgnanna og fram yfir miðnætti)
og svo til Norge með næturlestinni 22. des
og ég er ekki búin að kaupa miðana heim
hvorki frá Norge til Köben
né frá Köben til Íslands

það bíður betri tíma og meiri upplýsinga
frá lestarfélagi og skóla :þ

jæja, nóg blaður í bili
vonandi hef ég tíma um helgina til að uppfæra Tunglsgeislann til baka
náðarsamlegast hlustið hvorki á hann né prentið þangað til

ykkar dísulísuskvísa

:Dagbjört

05 desember 2005

Draumajól

ímyndið ykkur risastórt timburhús á tveimur hæðum sem stendur í brattri hlíð í ævintýralandi.
allt er á kafi í snjó og útsýnið er stórfenglegt, yfir snæviþakin fjöll og ísilögð vötn.
það er Þorláksmessumorgunn og næstum allir eru komnir
2 afar
1 amma
2 pabbar
2 mömmur
5 börn á aldrinum 0 - 9 ára

útidyrnar opnast og inn gægist ungt og ástfangið par
frænkan og ævintýraprinsinn hennar
þeim er auðvitað báðum tekið fagnandi, og fá eitthvað gott í svanginn áður en þau drífa sig út í gríðarmiklar snjóhúsaframkvæmdir ;)
svo er auðvitað örlítið stússast í eldhúsinu, enda þarf að grafa lax, gera ís og ananasbúðing og sjóða hangikjötið - mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :)

á aðfangadagsmorgun fara allir í sund og hamast og busla um og verða tandurtandurhreinir
svo er farið heim í graut :)
einhvern veginn reynum við svo að stytta börnunum stundirnar, en borðum samt frekar snemma svo þau verði ekki orðin alveg uppgefin greyin
eitthvað verður erfitt að koma fyrir pökkum handa 14 manns...
...en allir fá þá eitthvað fallegt
og að minnsta kosti eina bók ;)

á jóladag búa frænkan og amman til alvöru heitt súkkulaði (úr íslensku suðusúkkulaði) og allir gæða sér á heimabökuðu brauði og smákökum í brunch, ennþá í náttfötunum
svo er slakað á allan daginn, lesið, spilað á spil, farið út ef veðrið er gott, borðað hangikjöt og já, slakað á...
og allir eru saman
allir!
mamma, pabbi, storesös og allir hennar, storebror og öll hans, ég OG Andrés!

*ljóm*

ég vona bara að ég vakni ekki einn góðan veðurdag og komist að því að mig sé barasta að dreyma...

hlakkihlakkihlakkihlakk

22 nóvember 2005

bara svona smá draumórar

í dag spurði ég Andrés hvort við gætum haft eplatré í garðinum
svona eins og í ævintýrunum
hann stakk uppá því að við flyttum á lítinn sveitabæ í Jótlandi
mmmmmmm
með eplatrjám og perutrjám
og fullt af útivistarsvæði
samt allt svo flatt að kona fer allra sinna ferða hjólandi

sé þetta alveg fyrir mér
semja, spila á hljóðfærin
vinna stundum
leika við fullt af ljóshærðum sprækum börnum
úti og inni
týna epli og perur og ýmislegt fleira og borða beint af tránum

svo myndi kona þurfa (og vilja) taka á sig nokkrar bóndakonuskyldur
svo sem að búa til skyr
og baka flatbrauð
og venjulegt brauð
og kanelsnúða
og einstaka sinnum kleinur og kókosbollur með aðstoð krakkanna

já, maður tengir jú mikið af góðu bakkelsi við sveitina

jamm, og hver veit nema við fengjum okkur hund þegar elstu börnin væru orðin nógu stór...


annars er það af raunveruleikanum að frétta að lagið sem ég er að vinna í fyrir skólann þokast áfram smátt og smátt
ég hef svo mikið að gera að ég fæ næstum samviskubit þegar ég stelst til að tala við Andres (en ég stelst nú samt ;)
þessi vika verður ansi strembin, en það er allt í lagi, því ég fæ svo æðisleg verðlaun í vikulokin...

...loksins loksins loksins er það Köben um helgina!

:D

12 nóvember 2005

nóvember og píanó

nóvember kom og allt í einu var allt komið á fullt.
ég skil ekki alveg hvernig það gerðist, en einhverra hluta vegna grunar mig að þetta hafi alltaf verið svona. þ.e.a.s. að nóvember hafi alltaf verið svona.

nóvember er mánuður vina minna, því stór hluti af mínu uppáhaldsfólki á afmæli í nóvember. nóvember er líka mánuðurinn þar sem allir eru að reyna að klára allt fyrir desember. mánuðurinn þegar allir vilja hittast til að lýsa upp skammdegið. já nóvember er skemmtilegur mánuður, en það er ekki mikill tími til að blogga ;)

stundum á ég að vera á 2 eða 3 stöðum á sama tíma og flestar vikur enda á því að ég hafi einhverra hluta vegna ekki fengið fullan svefn. en þetta er auðvitað allt saman svo skemmtilegt að það eina sem ég get kvartað undan er að hafa ekki nægan tíma til að setjast fyrir framan píanóið mitt og fá andann yfir mig. Nóg er nú af lögum sem ég þarf að klára...

já píanó píanó píanó
loksins píanó!
í sumar var ég búin að ákveða að steypa mér í 2ggja ára skuldabréf uppá 800 kílókrónur til að eignast virkilega gott píanó.
svo varð ég ástfangin og ákvað að 2ggja ára skuldbindingar á Íslandi væru bara alls ekki sniðugar. en mig vantaði píanó.
svo það varð úr að mamma lánaði mér gamla píanóið mitt sem við höfum annars gert óskrifaðan (og ómæltan) samning um að verði alltaf hjá henni. það er sumsé núna komið tímabundið til mín, og ég reyni að láta það duga, þó áslátturinn sé það stífur að stílbrigði eins og tremolo og píanissímó eru forréttindi sem ég fæ ekki að njóta.
það er samt svo óendanlega betra en ekki neitt, og yndislegt að geta sest við það og glamrað og glamrað upp úr mér í ró og næði.

reyndar fer ég bráðum að halda að ró og næði séu einhvers konar goðsögn. trúið þið að þau séu til í raun og veru?

26 október 2005

norrænir karlmenn, femínismi og fleira



1. hluti: norrænir karlmenn og störf...
af gefnu tilefni langar mig að bæta örlitlu við gamalt blogg um íslenska karlmenn
mig langar að bæta því við að aðrir norrænir karlmenn eru að öllum líkindum alveg jafn yndislegir og þeir íslensku og á vissan hátt hafa þeir það betra skinnin, því í þeirra samfélagi er ekki ætlast til þess að þeir verði LLVV (læknar, lögfræðingar, verkfræðingar eða viðskiptafræðingar). þeir mega vinna á leikskólum og öldrunarheimilum og bara þar sem þeir vilja, og þeir gera það, hugsanlega líka vegna þess að þessi störf eru, að mér skilst, betur borguð og meira metin þar en hér (amk í DK).

einn í vinnunni minni var að benda á að börn gætu alist upp í dag án þess að eiga nein samskipti við fullorðna karlmenn. enginn pabbi á heimilinu. enginn karlkyns leikskólakennari. enginn karlkyns grunnskólakennari.
hljómar skelfilega í mínum huga!
haldiði ekki að íslenskir strákar myndu frekar vinna þessi störf ef þau væru betur borguð?

en hvað er til ráða?
í hvert skipti sem einhverjum dettur í hug að laga þetta og hækkar t.d. laun leikskólakennara, þá verður allt vitaust í næstu kjarasamningum því þá heimta allir samsvarandi launahækkun. þjóðfélagið er bara komið með það á fast að þetta sé láglaunastarf og aðrar stéttir taka ekki til greina að vera með lægri laun...

að þessu leyti get ég því verið sammála femínistanum sem heimtaði byltingu á mánudaginn. það þarf byltingu í því hvernig við mælum laun starfsstéttanna. nýjan mælikvarða. ekki bara fyrir konur, því karlmenn eiga jú líka að eiga þessi efnahagslegan kost á því að vinna við þau störf sem þeir vilja.

ekki að ég sé alveg kommi, en hér er ein skemmtileg pæling: ef öll störf væru jafn vel launuð, við hvað myndir þú vilja vinna?

2. hluti: er ég femínisti?
Andrés þykist hafa komist að því að ég sé í eldrauðum sokkum. líklega vegna þess að ég á það til að tala um sumt af þónokkri ákefð. kannski er ég að töluverðu leyti einhvers konar nýfemínisti, en ég er þó ekki til í að skrá mig í femínistafélagið. eins og ég hef margoft sagt þá er ég bara alls ekki sammála öllu sem þau gera þar. er ekki mikið fyrir öfgar og vanhugsaðar upphrópanir í fjölmiðlum. ég trúi því samt statt og stöðugt að þó það séu alltaf nokkrar sem skemmi fyrir hópnum, þá hati fæstir femínistar karlmenn.
ég er allavega alls ekki þannig femínisti, en hver getur líka hatað karlmenn sem þekkir annan hvern mann á þessum lista ;)

það sem ber samt líklega mest í milli, er hvað ég er ósammála þeim femínistum/jafnaðarmönnum sem virðast hafa misskilið orðið jafn og halda að það þýði eins. í mínum huga eru þetta tvö gerólík orð. mér finnst allt í lagi að viðurkenna að fólk sé ólíkt. að kynin hafi einhverja náttúrulega ólíka eiginleika. (t.d. er bara alls ekki hægt að neita því að karlmenn séu yfirleitt líkamlega sterkari). fólk er líka ólíkt. en engu að síður trúi ég því að það eigi að meta þessa ólíku eiginleika að jöfnu. einn er góður í stærðfræði, annar í mannlegum samskiptum. er annar mikilvægari eða merkilegri en hinn?
við þurfum ekki að vera eins til að vera jöfn. þess háttar misskilningur varð til þess að skapa misheppnaða meðaljóna skólakerfið sem ég ólst upp við og varð til þess að börn sem voru á eftir eða á undan voru einfaldlega utanveltu í skóla. þið munið líklega öll eftir þessu.
það má samt meta ólíka verðleika okkar að jöfnu. já takk :)

og ef ég er eitthvað, þá er ég jafnvægissinni
ég vil jafnvægi á milli þess kvenlæga og þess karllæga
þess náttúrulega og þess tæknilega
þess mannlega og þess hagfræðilega
þess listræna og þess vísindalega
en nú er notkun mín á "þess" komin verulega úr jafnvægi...


jæja, nóg af blaðri.
kannski ég geti sett saman texta fyrir eitt stykki lag í kvöld - fyrir skólann

góða nótt fólk

:Dísulísuskvísan

25 október 2005

nýr Tunglsgeisli

ég breytti stóru synkópunni í Tunglsgeislanum, og telst það núna "upprunalega" útgáfan, þar sem lagið verður frumflutt þannig, vonandi þann 6. des :)
ég vil biðja þá sem hafa prentað út gamla útgáfu af laginu að fá sér nýja. Hér er a moll og hér er f moll, en öll tilbúnu lögin mín má finna hér á síðunni.

málið var að þessi synkópa var bara aldrei rétt. núna er fyrri nótan 3 hálfnótur og hin 2 hálfnótur. ef einhver var búinn að hafa mikið fyrir að reyna að læra þetta hinsegin, ja þá skilur viðkomandi líklega af hverju breytingin var gerð og fyrirgefur mér, enda ekki búið að flytja lagið ennþá :þ

vonandi kemst ég svo til að redda píanói í þessari viku eða um helgina, því ég er alveg að deyja úr píanóþörf fyrir lagið hennar Rannveigar ;)

*knús og kossar*

:Dagbjört

23 október 2005

kærustuskyldur

ég var eitthvað að minnast á raunveruleikastilli
raunveruleikastillir er það sem gerir konu kleift að aðlagast að breyttum aðstæðum
t.d. að flytja á milli landa

minn hefur yfirleitt staðið sig mjög vel
jafnvel stundum of vel, þannig að ég á það til að minna á skógarnornirnar í Ronju:
"sést ekki, er ekki"
þegar ég kemst í frí þá gleymi ég vinnunni
þegar ég skipti um land þá hætti ég að velta mér uppúr því sem er heima
osfrv.

undanfarið hefur mesta aðlögunin verið (fyrir utan nýja íbúð, nýja vinnu og nýjan skóla) að flakka á milli yndislegu Köben, þar sem ég á alvörukærasta, og Íslands, þar sem ég á netkærasta
stundum pínu ringlandi, og það þarf ekki snilling til að fatta hvort er betra ástand ;)

svo allt í einu átti ég alvörukærasta á Íslandi í heila 10 daga
vá!
fyrsta daginn kom hann og sótti mig í vinnuna og við keyptum saman í matinn fyrir sumarbústaðarferð helgarinnar
það hefur aldrei verið jafn gaman í Bónus :)
svo fórum við í sumarbústaðinn og hjúfruðum okkur hvort upp að öðru á meðan eitt stykki íslenskur stormur lét öllum illum látum fyrir utan
kíktum í sund, þegar storminum linnti
elduðum rómó, spiluðum scrabble og fundum upp nýyrði :þ
allt voða kósí og á sunnudeginum löbbuðum við uppá Miðfell áður en við brunuðum í bæinn til að mæta í mat til mömmu...

svo kom mánudagur og þriðjudagur með minni vinnu og mínum skóla og mínum hversdagsleika, en þá var allt í einu karlmaður í hversleikanum mínum, sem keyrði mig og sótti í skólann og spurði "hvað eigum við að hafa í matinn?"
þá fór raunveruleikastillirinn minn að hökta svolítið
ég að pæla í kvöldmat 2 daga í röð???
ekki að ég þyrfti að elda samt, því hann er svaka klár í eldhúsinu og finnst það líka meiriháttar gaman
ég fékk bara nett svona "vá þessi pakki!" tilfinningu
litla sjálfstæðislega ofdekraða ég

en stillirinn hökti svo aftur í gírinn og á miðvikudagskvöldið fórum við að hitta vini hans Andrésar á kaffihúsi. Ég plataði þá á Rósenberg þar sem Svabbi var að trúbast af svo mikilli snilld og innlifun og þvílíkri raddfærni að ég held að vinirnir haldi að það sé frekar lítið á milli eyrnanna á mér.
ég bara gat ekki haldið mig inní samræðunum, því ég þurfti svo mikið að hlusta á Svabba. vá hvað hann var góður! Andrési fannst það líka :)
vona samt að ég hafi ekki staðið mig of illa í þessum kærustuskyldum ;)

á föstudaginn var ég í fríi og við sváfum svo til allan daginn
fyrir utan eitt stykki sundferð, nema hvað!

á laugardaginn hins vegar, var kominn tími á að bæta upp fyrir alla vikuna, og dagurinn var súperskipulagður í að hitta fólk.
svo mín fór í kærustugírinn og sinnti sínum skyldum, sem reyndar voru alls ekki slæmar, enda fólkið hans Andrésar allt frekar létt og hresst :)

enduðum kvöldið hjá koninu mínu sem, eftir ísát og spjall, gaf góðfúslegt samþykki fyrir áframhaldandi sambandi mínu við myndarlega Danann (það var líka hún sem byrjaði á þessari Danadýrkun sem virðist vera að smitast í hálfa íslensku kvenþjóðina ;)

samantekt yfir þessa 9 daga:
við fórum 3svar í sund
1 sinni í stutta fjallgöngu
3svar til mömmu hans
2svar til mömmu minnar
borðuðum 6 sinnum lambakjöt
og 7 sinnum ís
elduðum saman 5 sinnum
hittum fullt af fólki
horfðum á 2 myndir
og kúrðum mest

og núna þarf blessaði raunveruleikastillirinn minn að byrja á því á morgun að venja mig við að koma heim í tóma íbúð glorhungraða, með engan sem hlakkar til að elda með mér

og einu kærustuskyldurnar sem ég þarf að sinna er að passa mig að muna hvernig allir líta út, ef ég skyldi nú rekast á einhvern í Bónus :þ

bloggfrí

jamm

stóð nú svosem ekki til að fara í svona bloggfrí án þess að láta vita
þegar ég blogga ekki í lengri tíma er það annað hvort vegna þess að ég hef svo svakalega mikið að gera, eða að allt gangi á afturfótunum og ég bara meiki ekki að vera eitthvað að kvarta :þ

í þetta skiptið var það kærastinn sem kom í heimsókn til mín í heila 10 daga
og dagana þar rétt á undan var ég á fullu að gera allt sem varð að klára áður en hann kom ;)
meira um heimsóknina seinna

ég er allavega á lífi og líður að mestu leiti voða vel, nema hvað raunveruleikaskiptirinn minn er undir alveg gríðarlegu álagi
eftir að hafa allt í einu þurft að aðlaga sig að því að eiga mann sem beið heima á hverjum degi eftir vinnu og skóla, þá þarf núna að aðlagast því að hann sé farinn :s

jæja, best að fóðra aðeins líkama og sál

meira seinna

:D

07 október 2005

Strengir

mig langar svo á fantasíumyndina Strengi á laugardagskvöldið klukkan 20

Strengir er óvenjuleg, dramatísk og spennandi fantasíumynd fyrir börn og fullorðna. Við fyrstu sýn virðist Strengir vera hefðbundin ævintýramynd, en er frábrugðin að því leyti að allar sögupersón-urnar eru strengjabrúður. Allir strengir eru sýnilegir og gegna mikilvægu hlutverki í sögunni, t.d. er strengjabrúða drepin með því að klippa á “höfuð” strenginn. Þetta er fyrsta myndin í fullri lengd sem er gerð um strengjabrúður, og var fjögur ár í vinnslu. Myndin er um konungssoninn Hal Tara sem leggur upp í ferðalag til að hefna dauða föður síns. Á leið sinni lærir hann margt um fólkið sitt og finnur ástina þar sem hann á síst von á henni. Sagan segir frá ótrúlegu ævintýri Hal Tara, hugrekkinu, hættunum sem bíða hans, ástinni, hatrinu, og örlögum hans. Strengir hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlaut meðal annars verðlaun sem besta evrópska fantasíumyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni á Spáni, 2004


sumsé greinilega mynd sem ég verð að sjá

29 september 2005

tvíklukkuð

jæja, það er víst einhver voða bloggklukkleikur í gangi, og búið að klukka mig tvisvar, svo ég kemst líklega ekki hjá því að skrifa um mig 5 gjörsamlega gagnslausar staðreyndir:


  • ég tala við sjálfa mig

  • mér finnst best að taka klukkutíma í morgunverð

  • ég halla oft undir flatt

  • ég er með pinna í naflanum

  • ég get hreyft litlu tærnar frá hinum tánum



ég ætla hins vegar ekki að klukka neinn, þar sem flestallir vinir mínir (nema auðvitað þeir sem eru búnir að klukka mig) eru víst með heiftarlegt ofnæmi fyrir svona keðjum

:D

28 september 2005

Dagga?

þekkir einhver hana Döggu?

kannski svona einn eða tveir?

hmmm

Andrés var sko að spurja mig hvað vinir hans gætu mögulega fengið að kalla mig
amk. þeir sem geta ekki lært að segja fallega nafnið mitt

yfirleitt læt ég kalla mig eitthvað annað í útlöndum
soldið viðkvæm fyrir misþyrmingum á nafninu mínu
en þeir sem eru konu nánastir, þeir þurfa auðvitað að læra að segja nafnið konu
stundum hef ég líka notað þetta til að flýja sjálfa mig, en það er algjör óþarfi lengur
núna vil ég bara vera ég og ég heiti Dagbjört

önnur nöfn eru svona abstraction layer á mig, einhvernveginn, fyrir þá sem skilja nördamál, þau sýna bara einhverja hluta, en ekki það sem er undir niðri

Day
1996
hún var óttalausa ævintýrakonan sem ferðaðist á framandi staði og var opin fyrir öllu og öllum. líka soldið hörð í horn að taka. óþæg

Daybright
2001
bjó í Montreal. söng stíft. vann mikið. grét aldrei. dofin að innan

en sko Dagga
það var ég þegar ég var svona 13 - 15 ára
renglulegur ófríður stutthærður tölvuleikjanörd með leiklistaráráttu

kannski það sé bara kominn tími til að endurnýta hana?
setja hana í gegnum tímavél, flytja hana til Köben, slengja á hana slatta af holdi og hári, setja tónlist í stað leiklistar og tónvinnslu í stað tölvuleikja
gefa henni veglega innspýtingu af sjálfstrausti og aðeins betra innsæi
kannski eitt stykki kærasta líka ;)

jamm kannski kona geti bara notað gömlu góðu Dögguna
hún er orðin nógu fjarlæg í tíma til að konu finnist hún barasta pínu krútt

Dagga mín
hljómar bara soldið næs

og svo á hún það sameiginlegt með nafninu mínu sem mér þykir vænst um af öllu:
Amma var líka kölluð Dagga

26 september 2005

Hlátursköst

Hvenær fenguð þið síðast hláturskast?

ég man það ekki sjálf, það hlýtur að vera langt síðan, en engu að síður var ég meira og minna í hláturskasti alla helgina :D

já, ég var í Köben, frá föstudegi til sunnudags

er Andrés svona svakalega fyndin?
eða er ég svona léttrugluð?
skiptir ekki máli, því ég hló þangað til mig verkjaði í magann

mæli meððí ;)

(já og svo mæli ég líka með húfum. ég setti eina á mig í aumingjaégaðveraáíslandi kasti í morgun, og afleiðingin var sú að ég fann nákvæmlega ekkert fyrir kuldanum þó við færum (ozararnir) í göngutúr í hádeginu. lykillinn að því að lifa af á klakanum er sumsé ekki flóknari en þetta :þ )

Allt nýtt ! (stórfréttir)

jæja, þá er barasta allur pakkinn orðinn glænýr hjá mér:


  • ný íbúð

  • nýr kærasti

  • nýr skóli

  • ný vinna



já þá er síðasta púslið í nýja lífinu komið á sinn stað, og víst best að vera ekkert með þetta lengur undir rós ;)

þið vitið nú flest að ég flutti í nýja og glæsilega íbúð í sumar...
og flestir sem kunna að lesa á milli línanna vita að ég er búin að vera töluvert í Köben undanfarið hjá honum Andrési mínum :)

færri vita líklega að ég er byrjuð í Tónvinnsluskólanum á fullu, eða að ég sagði upp vinnunni minni fyrir um mánuði og byrjaði í dag að vinna aftur hjá Oz

en núna vitið þið það :)

nýtt líf!

og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé lukkuleg :)

21 september 2005

Heimavinna

jæja, þá er skólinn LOKSINS byrjaður!
til að byrja með lærum við á tækin og græjurnar og forritin og svo að greina og pæla í lögum.
í gær var nokkurs konar formfræðitími þar sem við hlustuðum á tónkróka í dægurlögum og greindum þau niður í kafla

heimavinnan er svo að velja 5 lög og kaflagreina þau, og segja hvað hver kafli er margir taktar :)
hlýtur að vera einhver skemmtilegasta heimavinna sem mér hefur verið sett :D
núna er ég t.d. að undirbúa mig með að hlusta á tónlist á meðan ég vinn til að velja lögin.

held ég taki Jenny Wren (af Chaos&Creation in the Back Yard), og svo eitt með Bubba af í sex skrefa fjarlægð.
þá vantar auðvitað eitthvað rokkaðra...
er að spá í að reyna að finna eitthvað sem hentar með Porcupine Tree

var ég annars búin að segja ykkur að Porcupine Tree hefur einhverja furðulega Mozartíska eiginlíka.
held þeir séu göldróttir barasta...

...samt ekki eins göldróttir og Andrés ;)

og svo var spilaður Bob Dylan í tímanum í gær - the times they are changing
og ég á gamals aldri að uppgötva Bob Dylan
hversu fyndið er það?

14 september 2005

Takk fyrir mig!

Þakka ykkur kærlega fyrir, allir sem sendu mér afmæliskveðju á afmælisdaginn!
Ég fékk 11 afmælis-sms (þar af eitt fjórfalt) og 3 afmælishringingar
Það er alltaf jafn gaman að sjá hversu margir muna ennþá að ég sé til, þó ég sé ekki duglegust að láta heyra í mér :)
Eitt SMS-ið var frá númeri sem ég þekki ekki, en það byrjar á 664 - einhver sem vill kannast við það?

Og svo fékk ég líka fullt af fínum afmælisgjöfum :)


  • Konið mitt gaf mér flotta græna peysu og græna hárklemmu - algjör græningi :þ

  • Fräulein Morgenstein splæsti á mig nýja Queens of the Stone Age diskinum í fríhöfninni

  • Kærastinn gaf mér gamlan hermannabol af sér til að sofa í þegar ég þarf að vera án hans á landinu kalda - og svo var hann auðvitað búinn að plana súper rómó kvöld og kaupa jarðarber og eðalvín og alles ;)

  • Storesös gaf mér svaka kúl geisladisk með norsku þjóðlagarokksveitinni Gåte og fjólubláan krossfisk úr gleri sem fer sérstaklega vel í björtum stofum ;)

  • m&p ætla svo að splæsa á mig alvöru gönguskóm svo ég geti farið að stika um fjöll og fyrnindi með honum Andrési mínum :D



ekki slæm uppskera þetta, og þakka ykkur öllum kærlega fyrir!

13 september 2005

Komin heim

þetta er furðulegt
mestalla ævi hef ég verið ein
en samt yfirleitt aldrei einmana
oftast nokkuð sátt
oft þurft á því að halda

svo allt í einu í kvöld
á meðan ég keyrði í gegnum ógeðslega íslenska veðrið og myrkrið og tómið frá Keflavík til Reykjavíkur...
af hverju núna?

muh
mig vantar Andrés

09 september 2005

note to self

diskar til að kaupa úti eða á leiðinni heim:


  • Jeff Buckley - Sketches

  • Pixies - Death to the Pixies

  • Porcupine Tree - allar breiðskífur (amk in Absentia og Deadwing)

  • The Beatles - Abbey Road (kannski Sgt. Peppers líka)

  • QOTSA - Songs for the deaf + Lullabies to paralyze

  • Sigur Rós - Takk



kíkja líka á þessa búð
sem er hér

:D

ammælisgjöfin frá mér til mín

í ár

er ferð til Köben að hitta Andrés um helgina
loksins fáum við þá að kynnast vonandi eins vel og vandlega og hægt er eina helgi, svo ef við verðum ennþá saman á þriðjudaginn, þá hefur þetta allt saman gengið vel ;)
skrítið að vera búin að vera saman í næstum mánuð en samt bara í 3 daga...

svo, ég flýg seinnipartinn í "dag" (úff hvað ég þarf að fara að sofa), nánar tiltekið klukkan 15:30 og Fräulein Morgenstein ætlar að vera samferða mér :D

jæja, ég á víst enn eftir að pakka smá

*knús og kossar* og hafiði það gott um helgina

:Dagbjört dís - 28 ára í dag

04 september 2005

"karlmenn"

eða þannig sko...

fór á djammið með koninu mínu í gær, en þegar hún drekkur þá kalla ég hana reyndar dýrið mitt ;)

alveg hreint ótrúlega áhugavert að horfa á stráka og karlmenn frá þessum nýja sjónarhóli þeirrar sem þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim fyrir fimmaura ;)

byrjuðum í Vökupartýi (dýrið er í stúdentaráði sko)
þar fór ég auðvitað strax að tala við strákana eins og ég geri í partýum þar sem eru strákar yfir höfuð, einfaldlega vegna þess að umræðuefni stelpna eiga það til að þynnast exponentialt eftir því sem fleiri þeirra koma saman, jafnvel þó þær séu háskólapíur. held reyndar að þær sem voru þarna hafi verið með skárra móti.
allavega, ég fór að búa til samræður við einhverja gaura, og allt í einu fattaði ég að ég gæti þurft að passa mig. karlhylli konu eykst jú líka exponentialt þegar kona er hamingjusamlega frátekinn :þ
tókst sem betur fer að varpa fram svo umdeilanlegri sýn á stofnfrumurannsóknir að viðstaddir héldu að ég væri hálf klikk ;)
ekkert eins og heimspekin ha!

svo þegar allur minn Stoli var búinn dró ein ágætis Vökupía dýrið mitt, mig og aðra ágætis Vökupíu með sér á Oliver
"aþþí að þar er skemmtileg tónlist að dansa við"
jújú, það er svosem ekki hægt að neita því að tónlistin er dansvæn og hress á Oliver, en hver sá staður sem er með VIP röð kemst nú samt sjálfkrafa á kjánastaðalistann hjá mér...
og kjánar er líka rétta orðið
ég hef sjaldan eða aldrei séð þvílíkt samansafn af veruleikafyrrtu fólki!
"karlmennirnir" þarna inni voru svo svakalega töff og æði og merkilegir í eigin augum að ég átti bágt með að fara ekki að hlæja!
jájá, það er ljótt að segja þetta, en allt þetta fólk virkilega trúði því að þeir væru betri en aðrir!
fólk segi ég, því það voru konur þarna inni sem horfðu aðdáunaraugum á þá!
hvað er í gangi??? það ganga jú sumir í gegnum svona tímabil einhvern tíman á snemmfullorðinsskeiðinu, en fullur skemmtistaður???
já, og svo eru þeir líka svo töff og kúl að þeim dettur ekki í hug að reyna við stelpur (þó strákar væru einhverra hluta vegna í töluverðum meirihluta þarna inni) - stelpur eiga að reyna við þá...
og jújú grúppíugreyin gera það sjálfsagt, allavega var nógu mikið um upphrópanir hjá þeim þegar fótboltalandsliðið mætti á svæðið (held að þeir séu barasta verstir í fáránleikanum)

við dýrið tókum þann pólinn í hæðina að horfa á liðið eins og okkur fyndust þeir algjörir hálfvitar (jájá, ljótt ég veit - en þeir hafa gott af því) og dönsuðum svo auðvitað hvor við aðra eins og við kunnum best ;)
einhvern veginn varð þetta til þess að það var alveg heilmikið reynt við okkur (í fyrsta skipti á Oliver) en við létum okkur auðvitað fátt um finnast...

mér tókst einhvernveginn að finna mér norðurlandabúa að spjalla við
rakst á tvo sænska hermenn sem stóðu eins og illa gerðir hlutir við dansgólfið og vissu ekkert hvernig þeir ættu að haga sér. ég benti þeim á að skella sér bara á Hressó, þar væru miklu skemmtilegri Íslendingar - og ég held þeir hafi barasta drifið sig :)
Svo fann ég Dana og við blöðruðum um Köben, nema hvað ;)

Allt í allt dönsuðum við vel og lengi, og fengum skutl heim um sexleytið í morgun útdansaðar og sælar :)
og þrátt fyrir skrípasýninguna vitum við að það eru til frábærir og æðislegir karlmenn í heiminum...

...var ég annars búin að segja ykkur hvað ég á meiriháttar kærasta?

03 september 2005

bestestestust

það urðu sem betur fer engir fleiri dagar í póst-köben þunglyndi!
af hverju ekki?
jú það eru víst enn nokkrar yndislegar manneskjur á Íslandi og ein þeirra kom mér til hjálpar
hver þá?
jú bara þessi sama og er búin að deila með mér gleði og sorgum síðustu 12 árin, hver önnur?
nebblilega konið mitt
hún er yndisleg og falleg og skemmtileg og fyndin og stuðbolti og brjálæðingur með meiru
svo er hún líka hlý og góð við mig þegar á þarf að halda
hún lýsti því yfir að ég hefði verið hræðilegur djammfélagi síðustu 5 árin (fyrir utan eyjar 2000, 2001, 2002 og 2003)
svo núna loksins þegar ég er í réttu landi og ekki í líkamlega krefjandi námi, þá fer ég því miður bara versnandi í þeim málunum :S
en samt heldur hún áfram að reyna að draga mig á djammið ;)

og svo til að laga það eina sem var eftir sem var ennþá ekki nógu gott í tilverunni þá sagði ég upp vinnunni minni :)
algjör óþarfi að vinna fyrir einhverja ameríska aurapúka þegar maður getur verið að gera eitthvað skemmtilegt við lífið! (amerísku aurapúkarnir keyptu nebblilega æðislega fyrirtækið sem ég vann hjá)
á samt eftir að sakna strákanna alveg ferlega, þó við ætlum að reyna að hittast öll við og við.

en allavega
konan mín er bestestestust

best að farað hittana...