30 nóvember 2006

Desember á morgun!

og ég er farin að hlakka SVO mikið til

í fyrramálið 1. des ELDSNEMMA flýg ég til Noregs í jólabakstur, hygge og fjör hjá storesös, strákunum hennar og litlu snúllunni þeirra sem fæddist fyrir akkúrat 4 vikum í gær :D

verð þar um helgina en á meðan þarf aumingja Andrés að fara í 2 julefrokost-a, en danski julefrokost-inn er nú efni í heilt blogg út af fyrir sig...

svo á miðvikudaginn 6. des þá förum við á Svanavatnið í nýja æðislega óperuhúsinu, en ég hef ALDREI séð það, þó ég hafi kunnað ALLA tónlistina utanað í áratugi ! Keypti æðislega fín sæti fyrir alveg helling af peningum, því ef maður ætlar á uppáhalds balletinn sinn á annað borð, þá er eins gott að gera það almennilega. (best að taka síðpilsið upp og reyna að slétta það á eftir)

og á föstudaginn 8. des þá fæ ég "the next best thing" við að fá mömmu í heimsókn, þ.e. systur hennar mömmu :D Þau hjónin verða hérna í Köben þá helgi og Andrés yfirkokkur ætlar að elda eitthvað voða gott handa þeim :D jibbíí ! Hún er nebblilega uppáhalds móðursystir mín í öllum heiminum ;)

laugardaginn 9. des mætum við snemma til Mie og Henrik (sem eru vinir okkar í sömu raðhúsalengju) þar sem við verðum allan daginn við jólabakstur með jólaglögg í góðra vina hópi, á meðan ættin heima sker út laufabrauðin án mín...

laugardaginn 16. des verður svo julefrokost hjá vinahópnum, og ég er fyrsta kærastan hans Andrésar sem kemur þangað í annað skiptið :D (við erum jú komin yfir 15 mánuði saman)
Það var mjög gaman í fyrra en verður margfalt skemmtilegra núna því ég þekki þau öll svo miklu betur og tala líka betri dönsku. Vinir hans Andrésar eru barasta alveg meiriháttar :D

sunnudaginn 17. des kemur tengdó til landsins og þá verður nú örugglega eitthvað hygge (frábært orð sem því miður vantar í Íslensku) með þeim hjúum áður en þau fljúga til Cairo...

þriðjudaginn 19. des (held ég) verður svo karlinn minn búinn í skólanum, og konið mitt líka einhvern tímann um þetta leyti, og svo þarf maður að kaupa jólatré og skreyta skreyta, thíhíhí

laugardaginn 23. des er það svo ég sjálf sem sýð hangikjötið!!! í fyrsta skipti. Það fer í pottinn seint um kvöldið, sýður vel og lengi, og er svo látið standa í honum alla nóttina :p

og svo eru barasta komin jól jól jól!!!

og ég er búin að kaupa hvorki meira né minna en 10 jólagjafir af 18, en búin að ákveða um það bil allar hinar líka, svo þá þetta nú bara fjör héðan í frá.

og svo keypti ég líka soldið handa sjálfri mér...

;)

*knús og kossar*

:Dagbjört jóladís

29 nóvember 2006

Tónlist með lífinu

Hún Hafrún mín var með voða sniðugan leik á síðunni sinni sem heitir

Ef líf þitt væri bíómynd, hvernig væri tónlistin í henni?

Og reglurnar eru:

1.Opnaðu spilarann sem þú notar (iTunes, Winamp, Media Player, iPod, etc)
2. Settu á shuffle
3. Ýttu á spila(play)
4. fyrir hverja spurningu seturðu það lag sem er að spilast
5. Þegar þú ferð í næstu spurningu, ýttirðu á next takkan fyrir næsta lag.
6. Ekki svindla og þykjast vera kúl settu inn hvaða lag kemur…

Tónlistarnördinn ég stenst auðvitað ekki að prófa, en ég ákvað samt að aðlaga spurningarnar að mínu lífi, sem er ekki amerískur farsi. Veit auðvitað ekkert hvað á eftir að gerast eftir "Köben" (nema auðvitað að ég mun einhvern tímann deyja) svo ég held mig mest við "farsann" eftir það, en giska á að það verði pínu streð næstu árin :p

Ég hef ákveðið að setja iPodinn minn á shuffle, en auðvitað var ég alls ekki með svona kúl tónlistarsmekk fyrir 10 árum og hvað þá fyrr :p

Opnunarlag: The Fool on the Hill / The Beatles / Magical Mystery Tour (LOL - vel byrjar það)

Vöknun: Weeping Willow / The Verve / Urban Hymns

Fyrsti skóladagur: Corpus Christi Carol /Jeff Buckley / Grace

Árið í Edinborg: Luktar-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir & Tríó Guðmundar Guðmundssonar / Gling Gló

Gaggó: Saturn The Bringer of Old Age / Holst / The Planets (já gott ef ég var ekki byrjuð að hlusta á klassík í gaggó)

árin í MH: Mr. Tambourine Man / Bob Dylan / The Essential Bob Dylan 1 (Ég var samt ekki ein af þeim 50% sem reykti hass í MH)

Skólaball: Summer is gone / Jet Black Joe / You ain't here (jeij ! Jet Black Joe var sko it þegar ég var að byrja í menntó)

Ævintýrið í Miðausturlöndum: Dream Brother / Jeff Buckley / Live a l'Olympia (kúl)

Kærastastand: Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey / The Beatles / The White Album (hahahahahahaha, myndi kannski ekki kalla hann apa...)

Háskólakona: With these hands / Tom Jones / Edward Scissorhands (Tom Jones??? fylgdi víst með Edward Scissorhands Soundtrackinu, en ég skippa alltaf yfir þetta lag. Er samt ekkert hræðilegt núna þegar ég heyri það. En samt, Tom Jones !!! ógeð dónakall með litað hár frameftir aldri :s)

Ástarsorg: Run to the Water / Live / The Distance to Here ( "I will not be moved", "Let yourself be wounded", "Rest easy baby". Passar vel. Og bara æðislegt lag, svo ég ætla að hlusta á það áður en ég svara næsta)

Kanada: Sulk / Radiohead / The Bends (LOL! Well, what can I say, Canada wasn't all that great....)

Söngskóladís: Squeeze Box / The Who / The Who's Greatest Hits (Kannski ekki alveg "ég" lag, soldið gamaldags rokk, en titillinn passar ágætlega :p)

Baráttulag: China Girl / David Bowie / ... (thíhíhí)

Ástfangin: Happy Jack / The Who / The Who's Greatest Hits (hmmmm, hefði nú valið "Nothing Else Matters". Kannski sé kominn tími til að taka The Who útaf ipodnum. Var að gefa þeim séns, því þeir sömdu jú "My Generation" ofl.)

Köben: You / Radiohead / Pablo Honey ( "You are the sun and moon and stars" "I could never run away from you" awwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww og æði rokkgítar)

Fæðing barns: The Christmas Song / Maren Ord /Christmas Songs [Nettwerk] (þetta er ansi góður Kanadískur jóladiskur, með m.a. Barenaked ladies og Söruh McLachlan, og reyndar stöku lagi sem ég hleyp yfirleitt yfir. En hvað, á ég að eignast jólabarn eða fæ ég kannski að geta barn um jólin :þ ? Maren Ord er annars voða kósí söngkona, kannski ég ætti að athuga með að nota hana sem slökunartónlist við fæðingu, skylst á storesös að það muni miklu að hafa góða tónlist :þ)

Streð: IV Offertorium No. 2 Hostias / Mozart / Requiem (hmmmm, þetta er tónlistin sem ég ætla að deyja við, vona að ég deyji ekki fyrir aldur fram... Eitt flottasta tónverk í heimi)

Ellin: Kinetic / Radiohead / Pyramid Song ( F**k, hljómar eins og ég verði með Alzheimer. Ringlað lag.)

Dauðasenan: Savoy Truffle / The Beatles / The White Album (hmmm, ekki alveg. Fer að efast um þetta shuffle, er þetta ekki 3. lagið af White Album? )

Jarðarfararlagið: Quando m'en vo / Verdi / La Bohem ( Já takk! Opera! mmmmm)

Lokalagið: Mín jól / Dagbjört dís / Jóladiskurinn í fyrra (:D Vel við hæfi að enda á lagi eftir mig sjálfa :þ)


jæja, ætli sé ekki best að senda Andrési SMS með "You are the sun and moon and stars" :þ

og spá svo hvaða lög ég myndi sjálf velja. Sakna soldið Arvo Pärt af listanum, hann er jú stórt númer á iPodnum mínum. Held ég myndi velja hann í Ellina

20 nóvember 2006

frystikista sem hlær

ja, eða fær hún mig amk til að hlæja :D

var að koma heim, glorhungruð og ekki of glöð yfir því að þurfa að fara útí búð til að kaupa í matinn, þegar ég mundi að ég á frystikistu FULLA af mat :D

jeij

nú get ég skellt matnum á pönnuna og hann verður tilbúinn eftir 15 mín

húrra húrra húrra

við Andrés fórum loksins og fjárfestum í einni góðri 200 lítra Frystikistu sem passar svona akkúrat í útskot í þvottahúsinu og er kjörinn til að brjóta saman þvott á :þ

OG líka uppþvottavél, en eins og flestir vita þá var uppþvotturinn það húsverk sem var hvað mest að drepa okkur (já og innkaupin því við erum með svo lítinn ísskáp og þurftum að fara á hverjum degi í búðina áður)

ég reikna með að klukkutímunum sem ég eyði í húsverk fækki við þetta um svona 7-10 á viku

jibbbbbbbbbbíííííííí

já ég er ekki mikil húsverkakona, það er svona helst þvotturinn sem ég stend mig vel í og þrifin þegar ég kem mér í gang.

við vorum líka svo slæm að þegar við vorum búin að panta uppþvottavélina, á laugardegi, þá vöskuðum við ekkert upp aftur alla vikuna, þangað til við fengum hana í gagnið á föstudegi. við bara komum okkur alltaf undan því ;)

eldhúsið var auðvitað í rúst....
en nú er það alltaf frekar snyrtilegt og fínt, og svosem ekki mikið mál að þvo einn eða tvo potta ;)

best að fara að fá sér að borða og nota svo þennan auka klukkutíma sem ég græddi í dag, þökk sé frystikistu og uppþvottavél, í að vinna í jólatónlistinni ;)

knús og kossar allir

p.s. það fyrsta sem fór ofan í frystikistuna var alíslenskt úrbeinað eðal hangikjötslæri, sérreykt frá mömmu, sem verður í matinn á jóladag :D

16 nóvember 2006

Dagur íslenskrar tungu

til hamingju með daginn

Jónas Hallgrímsson fæddist fyrir 199 árum á þessum degi, það hlýtur að verða mikil hátíð næst :D

Afi minn fæddist fyrir 84 árum á þessum degi, en hann dó fyrir 7 árum síðan. Hann var alltaf mjög stoltur af að eiga sama afmælisdag og Jónas :D

Þeir voru báðir skáld og báðir í uppáhaldi hjá mér :D

Ég settist niður í gærkvöldi til að klára þennan blessaða jólalagstexta. Fyrsta erindið er reyndar soldið moð, en ég er mjög ánægð með hin, sérstakleg það þriðja. Það hljóta að vera einhver af genunum hans afa í mér :)

Jólakveðja

Langt í burtu á Norðurslóð
glitrar frost á götu og lóð
veröldin undurhljóð

Jólanótt er enn á ný
í hjarta þínu og rúmi hlý
brosir þú draumi í

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólasnjó
sofðu rótt
dreymi þig frið á jólanótt

Hvar sem ég um jólin fer
heima er í hjarta mér
hugur minn er hjá þér

Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólafrið
sofðu rótt
dreymi þig ljós á jólanótt

06 nóvember 2006

blóm blóm og meiri blóm

síðan líffræðinördinn minn fór að læra um plöntur, þá má varla senda hann einan út í búð án þess að hann komi heim með ný pottablóm.
fyrst voru það tvær kjötætuplöntur, sem við dunduðum okkur við að gefa flugur og köngulær í haust, svo þrjár litlar plöntur í sambýli, svo bonzai tré og bleikur nóvemberkaktus og annar hvítur og brómelía og svo...

já svo einn föstudaginn (fyrir 1 og 1/2 viku) hringdi dyrabjallan og fyrir utan stóð sendill með blómvönd til Andrésar. Andrés var ekki heima svo ég setti blómin í vatn, og sendi honum SMS "það var verið að senda þér blóm"
aumingja Andrés fór alveg í kerfi
"hver myndi senda mér blóm?"
"allir sem vita hvar ég bý, vita að ég á kærustu!!!"

thíhí
ég vissi sko alveg frá hverjum þau voru. þau voru frá vinnunni minni, til að bæta makanum mínum óhóflegt vinnuálag á mér þá vikuna...

svo kom Andrés heim með æðislegar bleikar rósir í potti (sem hann vissi að mig langaði í) og sagði að fyrst hann fengi blóm þá ætti ég að fá líka

blómvöndurinn er að sjálfsögðu dauður (enda heimsins mesti hégómi að rækta blóm til að vera falleg í 3 daga og deyja svo - finnst okkur pottaplöntufólkinu), en rósirnar mínar verða bara fallegri og fallegri

svo má ekki gleyma risa-friðarliljunni sem m&p gáfu okkur í auka-innflutningsgjöf (stóra innflutningsgjöfin var æðisleg gluggatjöld í stofuna)

samtals gera þetta svo 11 pottablóm :þ

og bleiki nóvemberkaktusinn er allur að blómstra og stofan er bara svo heimilisleg og fín :D

*knús*

:Dagbjört blómadís