13 febrúar 2007

islandsbryggja.dk

kæru allir sem þetta lesa

undanfarið hef ég í atvinnuleysi mínu verið að vefa heimasíðu fyrir tengdó.
þannig er mál með vexti að tengdó býr á Íslandi en keypti sér glænýja lúxusíbúð á Íslandsbryggju síðasta vor. Hugmyndin er að hafa alltaf vísan stað þegar þau kíkja í heimsókn, og geta komið oftar og vera óháð okkur. Og svo á þess á milli að leigja íbúðina út til annarra Íslendinga sem heimsækja Køben. En hvernig getur fólk vitað af íbúðinni? Jú með heimasíðu, að sjálfsögðu, og þar sem ég hef verið minna upptekin undanfarið (en ég er vön) þá skellti ég mér í verkefnið. Síðan fór svo í loftið í síðustu viku, og þó við eigum etv. eftir að skrifa meira innihald hér og þar, þá erum við mjög ánægð með útkomuna. Það eina sem vantar er að hún googlist, og til þess þarf fólk að skoða hana. Svo mig langar að biðja ykkur, öll sem hafið tíma, til að kíkja á síðuna (og sjá hvað ég er búin að vera dugleg). Hún er á www.islandsbryggja.dk og þar eru líka alls konar sniðugir hlekkir til að kynna sér Kaupmannahöfn og hvað er að gerast. Og ef þið þekkið einhvern á leiðinni til Køben sem vantar góða gistingu, þá megið þið auðvitað benda á hana ;)

takk allir

*knús og kossar*

:Dagbjört vefari

ilmurinn

ólíkt Grenouille hef ég alltaf haft frekar lélegt lyktarskyn. það hefur svosem nokkra ágæta kosti, svo sem að geta unnið í fjósi án þess að finna fyrir neinu, en mér finnst frekar leiðinlegt að missa af lyktarminninu sem flestir hafa, t.d. gagnvart sínum nánustu.

ég hef alltaf verið hrædd um að þetta gæti leitt til þess að ég sjálf lyktaði illa án þess að vita það, og þess vegna verið extra passasöm með að baða mig og þvo fötin mín. hins vegar komst ég aldrei upp á lag með að nota ilmvötn. kannski var það bara vegna þess að ég kunni engan veginn að velja mér ilmvötn og þau sem ég fékk gefins pössuðu mér ekki (fyrir utan eitt sem ilmaði af sólskini og appelsínum og ég notaði á hverjum degi um 17 ára aldurinn þangað til það kláraðist).

Svo í nóvember 2004 vorum við söngskólapíurnar með kórnum í New York og eins og hver annar ungkvennahópur eyddum við ca. hálfum degi inni í Victoria's Secret. Þar keypti ég sérstaka gjafaöskju sem var bara til fyrir jólin (jólavertíðin þar vestra hefst 1. nóv) sem innihélt 6 mismunandi ilmandi bodyspray í litlum brúsum. Þetta var einmitt það sem ég þurfti, þ.e. tækifæri til að prófa ilmina á sjálfri mér, hvern fyrir sig. Og ég var sko ekki lengi að finna mitt uppáhald: Jasmin, ástríðuávöxtur og mangó blandað saman í ilminn sem Victoria's Secret Garden kallar "Forbidden Fantasy". mmmmmm

Síðan hef ég fengið vesturfara til að kaupa þennan ilm fyrir mig eða einfaldlega pantað yfir netið, þannig að ég eigi alltaf nokkra brúsa.

Fyrir akkúrat 18 mánuðum í gærkvöldi var ég líka vel og vandlega úðuð með honum, þegar ungur maður sem finnst fátt jafn gott og mangó bar mig augum og nösum í fyrsta sinn. Ef konur eiga að ilma eins og matur, þá valdi ég amk. hárrétta ávöxtinn handa Andrési ;)

Og svo í dag þegar við erum búin að vera saman í 18 mánuði (eitt og hálft ár), þá hringdi hann í mig klukkan 9 í morgun og spurði hvort ég væri á leiðinni í bað? og svo bað hann mig um að kíkja inní skáp. Þar var hvorki meira né minna en PAKKI !!! handa mér !!!

og inní pakkanum var Body Shop gjafaaskja með ástríðuávaxtarilmandi sápum og kremi og alls konar. mmmmmmm. og við sem eigum enga sturtu og erum alltaf í baði og oftast saman og Andrés sem þvær á mér hárið núna þegar ég er puttabrotin. sérstaklega í því ljósi, var þetta alveg extra extra rómó og sætt og mér hefði líka bara aldrei dottið í hug að ég fengi pakka á eins og hálfsárs deginum okkar.

og í kvöld þegar Andrés kemur heim af körfuboltaæfingu (sem ég ætti að vera á), þá ætlum við að gæða okkur á Sushi hér heima og hafa það kósí :p
kannski ég reyni að gera soldið fínt hérna heima. hvernig ætli sé að ryksuga puttabrotin? ég ætla svo að bæta mér upp að geta ekki spilað körfu með því að hjóla alla leið á uppáhalds Sushi staðinn okkar á Nørregade til að sækja matinn og fá þannig smá hreyfingu :p

18 mánuðir
þar af 10 í sambúð
ekki slæmt ha?

*knús og kossar*

:Dagbjört dísulísuilmvatnsskvísa

08 febrúar 2007

Vín, Wien

jibbí ég var að panta miða til Vínarborgar að heimsækja tvær af mínum uppáhalds söngdívum, Dóru og Rannveigu sem einmitt leigja þar saman og eru í söngnámi :D

fer eftir rúmar 2 vikur :p

ég var næstum búin að kaupa miða heim til Íslands en m&p eru upptekin allan febrúar. svo er líka ódýrara og styttra að fara til Vínar og ég sakna stelpnanna alveg helling.

það verður mikið kjaftað og haft mjög hátt :D

annars fer vonandi að færast smá hiti í atvinnuleitina, þar sem ég er búin að útvega mér skínandi skrifleg meðmæli.

slysó hringdi á mánudaginn til að láta vita að yfirlæknirinn hefði farið yfir röntgenmyndirnar af puttanum og komist að því að hann er meira brotin. hann á því að vera teipaður við baugfingur allar 3 vikurnar sem hann er að gróa. ég er fegin því, því spelkan sem ég var komin með var mjög óþægileg og sársaukafull á stundum og ég bara fann á mér að það væri ekki nógu gott að vera með hana.
svona líður mér miklu betur, en nú hef ég bara 2 fingur á vinstri hendi til að nota á lyklaborðinu, svo ég geri mikið af innsláttarvillum. langatöng er í 300% starfi greyið. hún verður bara að venjast því.

við erum annars alltaf að verða hjónalegri hjónaleysin. nú er Andrés komin með gleraugu í fyrsta skipti á ævinni, og eftir mjög sársaukafulla leit (kærastan er mjög erfið við að velja gleraugu) þá fannst rétta umgjörðin sem er auðvitað dökkbrún og einföld og létt frá Hugo Boss (mín umgjörð er líka brún og einföld- þetta er liturinn sem fer okkar litarhætti best og smellur við andlitið). ég skoðaði helling handa sjálfri mér líka, enda mín gleraugu orðin 8 ára og töluvert slitin, en þau gleraugu sem eru í tísku núna eru skelfileg. þykkar litsterkar ýktar umgjarðir. fínar sem tískuvara á einhverju módeli, en ekki á andlitinu á mér á hverjum virkum degi. ég vil að það sjáist í andlitið, takk fyrir. grrrrrrr

svo göngum við oft í eins grænum buxum...

jæja, best að fara að gera eitthvað að viti
fallega fallega fallega Essex píanóið mitt kallar á mína einu og hálfu hendi
það er æðislegt að eiga svona aðlaðandi píanó, meira að segja Andrés langar að læra núna :p

*knús* á alla

:Dagbjört dís

01 febrúar 2007

sjldn er ein brn stök

því mér tókst ð brjót örlitl flís f minnst beininu í minnst puttnum ´ vinstri hendi

sem hljómr svo sem ekkert svo skelfileg
fyrr en mður fttr ð hnn gerir svo ótrúleg mrgt

hnn er einmitt gettu hvr ´ lyklborðinu...

:(

og hnn er BSSINN pínóinu :( :( :(
og 8undin fyrir vinstri
og nuðsynlegur í næstum öllum skemmtilegu gítrhljómunum

og nú er hnn teipður fstur við bugfingurinn og úr leik næstu þrj´r vikurnr
og ég þrf ð lær ð skrif (?) með bugfingri

gngi mér vel
þkk fyrir ð þð er hvorki kú né set í íslensku

umingj litliputtinn minn

Dgbjört litl puttbrotn