í blogginu hér að neðan vitnaði ég í wikipedia, sem er fyrir margt frábær síða, en líður auðvitað fyrir það í sumum málaflokkum að vera amerísk...
er sumsé farin að efast um heimildirnar, sérstaklega eftir það sem ég frétti í dag (reyndar mest frá múslimskum vinum mínum)
ég tengist Líbanon auðvitað ekkert svakalega, en samt sem áður meira en margir Íslendingar.
ég veit t.d. hvað þar er fallegt, því ég horfði stundum yfir Líbönsku þorpin hinum megin við landamærin fyrir 10 árum þegar ég var í Ísrael í 2 mánuði. ég bjó alveg við landamærin að Líbanon.
ég þekki líka fólk beggja megin landamæranna, en það er sko alveg á hreinu hver er að brjóta á hverjum.
hér er líka ágætis vísbending um hvers vegna
þetta var sumsé allt planað fyrir löngu til að afvopna Hezbollah, svo BNA geti ráðist á Íran án þess að hafa áhyggjur af hefndaraðgerðum gagnvart Ísrael. Allavega samkvæmt þessu.
AF HVERJU er Ísland ekki búið að fordæma þessa INNRÁS?
ég var að velta þessu fyrir mér áðan. svo velti ég fyrir mér hver væri Utanríkisráðherra Íslands og fattaði að ég væri búin að gleyma því, enda hef ég ekki mikið verið á Fróni síðan stjórnin breyttist síðast. svo ég spurði Svabba. og nú veit ég það. og nú veit ég líka af hverju Ísland segir ekki múkk.
það var einu sinni gerður samningur
til að binda enda á stríð
í honum fólst einfaldlega að ekkert land mætti ráðast á annað land.
þessi samningur gildir greinilega bara um suma...
maður að nafni Galloway hefur betra minni en margir hvað þetta varðar og liggur ekki á sínum skoðunum hér
ég ætla reyndar ekki að halda því fram að Hezbollah séu einhverjir sakleysingjar, en hvað vitum við ? og hvar kemst maður í hlutlausar fréttir? kannski helst á BBC?
ef einhver lætur sér detta í hug að fylgjast með CNN, þá eru þeir þekktir fyrir, ekki bara að ritskoða fréttir, heldur að klippa saman fréttamyndir og breyta myndum í Photoshop. sumsé hluti af áróðursmaskínu Gogga og co.
Ísland! Halló? Standiði á fætur! Segið eitthvað! Hvað þarf mikið að gerast áður en þið hættið að styðja þetta ógeðslega stríðsbrölt???
15 ágúst 2006
innrás
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli