nýjasta uppáhaldið í lífi mínu heitir Emily the Strange og hér er mynd af henni.
hún er byggð á þessari stelpu (sem heitir einmitt líka Emily the Strange og sumir netverjar kannast eitthvað við).
en mín Emily er auðvitað rafmagnsgítar. hér er líka viðtal við hina Emily um gítarinn ;)
annars sumsé Epiphone G 310. Epiphone eru Gibson gítarar framleiddir í Kína. (Gibsonar eru sjúklega flottir)
úff það eru nú farið að vera ansi margt sem ég held svo mikið uppá að ég geti varla verið án:
- tónvinnslulappinn
- Fenderinn (kassagítarinn minn)
- leðurjakkinn
- Emily
- (kannski bráðum ipodinn?)
- Andrés
er kona kannski að breytast í einhvers konar material girl???
Frábært að heyra að þið náðuð að skemmta ykkur vel í Montreal..... og til hamingju með EMMMEEELLLYYYY!!!
SvaraEyða