31 maí 2005

frííííííííííííííííííík!

vátsj hvað það hefur verið erfitt að einbeita sér í vinnunni í dag!
það komast nebblilega engar hugsanir að í hausnum á mér
hann er svo stútfullur af tónlist

var að taka upp til að verða 3 í nótt
byrjaði um leið og ég kom heim, þ.e. eftir að ég hafði stungið frosinni pízzu í ofninn

ég er núna orðin einbúi, sambó er fluttur heim til Færeyja :(

það byrjaði líka svona glæsilega:

konið mitt hringdi í mig klukkan hálf tíu og ég ráfaði um íbúðina í hálfgerðri maníu á meðan ég lýsti ástandinu fyrir henni
tónlist tónlist og meiri tónlist
svo var ég komin inní eldhús og fann einhvern voða hita leggja frá eldavélinni :þ
þá var sumsé pízzan búin að vera í ofninum í 2 og hálfan tíma
ég hef nefnilega svo lélegt lyktarskyn
og hausinn á mér var týndur í tónlist

hún var svona líka skemmtilegur kolsvartur hálfmáni
þar fór kvöldmaturinn :(

jæja, svo hélt ég sumsé áfram til 3 í morgun þegar mér tókst með einhverjum undraverðum hætti að tæma höfuðið nóg til að sofna
vaknaði samt eins og skot klukkan rúmlega níu
þurfti að vesenast
og vesenast
bleah

þegar ég kom loksins í vinnuna rúmlega 13, þá tók það mig heila eilífð að ná mér nógu mikið niður til að geta gert eitthvað af viti
hvernig er hægt að koma skipulagðri kóðahugsun í haus sem býr til meiri hávaða en 7 útvarpsstöðvar á fullu?
það sem virkaði loksins var að skella Absolution (með Muse) í eyrun á fullu blasti
þá róaðist ég
hversu bizarre er það?

kannski Matt sé Mozart rokksins :þ

ha? hafiði ekki heyrt að Mozart eigi að hjálpa manni að einbeita sér? Hann er svo súper-strúktúraður að hann hjálpar heilanum að skipuleggja sig

úje


á morgun tekur hversdagsleikinn við!
hvernig ætli hann sé?
kvíði honum nú pínu :S

frííííííííííííííííííík

eða sko
ég er nú með eitthvað af ljóðum í bakhöndinn til að semja við í sumar
svo er ég líka að flytja
og kannski ég opni nokkra bækur!

víííííííííí

hversdagsleikinn
skal aldrei
inn fyrir mínar
dyr
koma

en mig vantar fólk :(

meðleigjandi óskast
í stóra íbúð í hlíðunum
má ekki vera sjónvarpsfíkill
píanó verður á staðnum
og tölva til eigin nota
má endilega vera eitthvað í tónlist
en ekki dópi

29 maí 2005

dagurinn líður

ég er hálf uppgefin
en um leið svo full af yndislegum skynjunum og tónum dagsins

sund úti í sólskininu
heilt k
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
loksins!

en það var nú bara byrjunun

Dóra díva var hreint út sagt stórkostleg
á burtfararprófstónleikunum sínum í Langholtskirkju
hún hefur aldrei verið jafn glæsileg og falleg, og röddin!
hún er farin að hljóma virkilega pró
hún frumflutti "Dagurinn líður" svo undurfallega að ég táraðist og átti hálf bágt með mig þegar hún kallaði mig uppá svið eftir lagið til að hneigja mig
hún söng það SVO VEL !!!
*andvarpandvarpandvarpandvarp*

og svo var auðvitað allt sem hún söng á tónleikunum frábærlega gert
og mikið af flugeldum, sérstaklega í lokin
hún er bara æði

úff og svo
ef þetta var ekki nóg
þá fór ég á tónleika með Portúgölsku Fado söngkonunni Marizu
Fado fado fado
úfffffffffffffffffffff
hún söng með öllum líkamanum
dansaði um sviðið
innlifunin


allar þessar skynjanir fljóta stjórnlaust um inní mér, og einhverskonar undirmeðvitund reynir að koma skipulagi á þær
ég veit hvar þær enda
þær geymast vel í þeim hluta heilans sem við köllum í daglegu tali hjartað
svo brjótast þær út, ummyndaðar í einhvers konar tónlist
:)

svona dagar!

"En þaðan stíga sumarkvöldsins söngvar er sól til viðar hnígur" (úr Dagurinn líður)

25 maí 2005

nörd

jæja
kominn tími á að tjá sig aðeins um þetta orð

nörd, sjáið þið til, virðist nefnilega vera eitt af þessum viðkvæmu orðum
sumir líta á það sem bara svona orð sem þeir nota
en aðrir eru alveg hreint svakalega viðkvæmir fyrir því
sumir tengja sjálfsmynd sína við það
aðrir sjá það sem eitthvað voða neikvætt

jamms, stórhættulegt, því sumir virðast leggja eitthvað svo mismunandi merkingu í það

svo það er kannski gott að fara aðeins yfir sögu þess í íslenskri tungu, eins og ég hef upplifað hana:

einu sinni var nörd kannski eitthvað neikvætt orð
svo var það skilgreint sem "nær öldungis ruglaður drengur" og var þar með orðið fyndið :)
svo komu tölvurnar til sögunnar svo um munaði, og nördarnir sigruðu tölvuheiminn og urðu alveg hreint svakalega ríkir sumir. húrra fyrir því!

þegar ég var í HÍ (97 - 00) var orðið þó ennþá ákaflega viðkvæmt.
þannig var mál með vexti að hópur nörda vildi breyta nafni FT (félags tölvunarfræðinema) í Nörd !
þeir sem voru viðkvæmir fyrir því að vera kallaðir nördar börðust á móti þessu og í nokkur ár var tillagan felld.
það var ekki fyrr en stelpurnar höfðu tekið völdin í félaginu og þessir viðkvæmnisguttar, sem voru ekki búnir að fatta að nörd væri kúl orð, voru flestir útskrifaðir (eða bara flosnaðir uppúr skólanum), sem tókst að veita þessu ágæta félagi sitt réttmæta nafn :)

Síðan þá hefur orðið nörd fest sig í sessi, amk. á meðal tölvunarfræðinga, sem orð sem við einfaldlega notum hvert um annað.

ég kalla líka marga vini mína nörda, þó svo þeir séu ekki allir í tölvum.
t.d. þekki ég ansi marga tónlistarnörda m.m. sem eru alls ekki ósáttir við þá nafngift

í mínum huga er nefnilega hægt að vera nörd á margt annað en tölvur
nörd myndi þá skilgreinast sem einhver sem hefur meiri áhuga á einhverju ákveðnu en herra meðaljón jónsson og frú og eyðir etv. töluverðum tíma og peningum í það
sumsé - fólk með áhugamál, sem heldur jafnvel úti síðum um áhugamálin.
t.d. eru til ansi margi Harry Potter nördar í heiminum.

samkvæmt þessari skilgreiningu er ég víst:
tónlistarnörd
bókanörd
tölvunörd
(í þessari röð)

þekki líka fáa sem ekki eru nördar á eitthvað
sjónvarpsnördar
bíónördar
bílanördar
bloggnördar ;)
osfrv.

síðast þegar ég sagði orðið nörd á blogginu mínu þá fékk ég eitthvað af reiðum innleggjum sem komu mér verulega á óvart, þar sem allir í kringum mig skilja þetta orð sem gott orð. reyndar lenti ég einu sinni á deit þar sem gaurinn fékk hálfgert áfall þegar ég sagðist vera nörd...

þeir sem eru ennþá viðkvæmir fyrir þessu orði, þeir þekkja greinilega ekki merkingu þess meðal nörda í dag.
ég sagði einu sinni við vinnufélaga minn, þegar ég komst að því að hann hafði ekki lesið belgísku og frönsku teiknimyndasögurnar sem við ólumst nú flest upp við "þú ert þá ekki alvöru nörd!" hann varð alveg gríðarlega sár! Það var auðvitað alls ekki rétt hjá mér, en líklega er hann bara ekki mikill bókanörd :þ

nördar eru bara fólk, eins og ég og þú og langflestir sem ég þekki
ég er meira að segja farin að nota þetta sem gæluorð

"jæja sæta mín!"
"jæja nördið mitt!"

nördar lifi!

24 maí 2005

words of ... hmmm

welcome to a realm of imagination
please take off your shoes and socks before continuing further, as freeing your toes is the first step to freeing your mind

22 maí 2005

halló jörð!

jæja, þá er maður svona um það bil að lenda :)
allt í kringum prófið og tónleikana var mjög undarlegt og svo fór sólin að skína og þar með fór nætursvefninn :)
prófið gekk ekki eins vel og ég er vön, svo allt fór í algjört panikk fyrir tónleikana
áttuðum okkur á að formið (sérstaklega í hæðinni) var einfaldlega ekki komið til baka, því miður :(
ég varð því að leggja áherzlu á túlkun og útgeislun, en þar sem ég var með mikið á íslensku þá gekk mjög vel að ná tengslum við áhorfendur - sem kunnu líka vel að meta lögin mín :)

takk fyrir stuðninginn, allir sem komu, og líka þið sem komust ekki en hugsuðuð til mín :)

Iwona var búin að stríða mér heilmikið yfir að ætla að syngja lög eftir sjálfa mig, en tilgangurinn var auðvitað að kynna þau fyrir samnemendum sem fjölmenntu á tónleikana
það tókst heldur betur og mér fannst æði að fá að tala um lögin mín við áheyrendur og fá pantanir frá stelpunum

já, söngdívurnar vilja ólmar fá að syngja Rósir, á meðan spekúlantarnir voru hrifnari af Krumma og töluðu um kontrast (íslenska?) á milli krunksins í krumma (píanóið krunkar) og áberandi sönglínu. Þ.e. þessi tvö megin þemu í laginu, krunkið og söngur krummahjartans, þau komust til skila! það er fátt eins æðislegt eins og að leggja verkin sín fyrir aðra og finna að fólk skilur þau ! ! !

en það er ekki allt alveg búið
ég var, fyrr í dag, að klára lokaútgáfuna af "Dagurinn líður"
Dóra díva er búin að læra laglínuna, en ég var aðeins að dytta að undirspilinu, því 5. erindið var gert í of miklu stressi um daginn. það bara var ekki rétt - vantaði í það róna sem býr í textanum. svona égeralvegaðsofna stemningu. held hún sé komin núna með rólegum fallandi litlum þríundum, eins og í vögguvísunum :)

Annars fæ ég alveg svakalegan fiðring út úr því að nota dúrhljóma úr allt öðrum tóntegundum allt í einu í miðju moll-erindi. fyllir allt af von, einhvern veginn. mmmmmmmmmmmmmmm. dúr á lækkuðu 7unda (svosem ekki það skrítið) eða jafnvel á 3ja - veit ekki einu sinni hvort ég kunni að greina hann út frá klassískri hljómfræði...
6. sæti með stækkaðri 5und, stækkaðri 9und og án 3undar ? nja.. líklega yrði þetta flokkað sem (mjög) tímabundin tóntegundaskipti.

ég get varla lýst því hvað það er spennandi að láta þetta stærsta verk sem ég hef gert hingað til, í hendurnar á listakonu sem blæs í það lífi. ég fæ að mæta á æfingu hjá þeim í vikunni, til að gefa þeim ábendingar. svo á tónleikunum um næstu helgi þá fæ ég bara að sitja í rólegheitunum útí sal og njóta þess að hlusta á hvernig ljóðið hans Tómasar, lagið mitt og túlkunin þeirra myndar heild sem vonandi skilar sér til áheyrenda.
þetta barasta hlýtur að vera besta listform í heimi!

hmmm, reyndar getur verið að ég þurfi að vera að hamast við að taka upp þessa blessuðu tónleika - vona bara að vélin mín standi sig :S

jæja best að bruna til dívunnar og afhenda herlegheitin útprentuð og fín :)

*knús og kossar* þú yndislegi græni og blái (og bleiki ;) heimur

17 maí 2005

Nákvæm staðsetning Söngskólans

er:
Snorrabraut 54
sem er gamla Osta&Smjörsöluhúsið
þetta hvíta með strompnum
sem varð svo OZ
og svo seldi Skúli það Söngskólanum og tilkynnti mér að þannig yrði ég í raun aldrei laus við þá Ozara blessaða :)

tónleikarnir eru svo í lágu bakhúsi á bak við Söngskólann, sem Ozarar áttu það til að kalla Fjósið hér í gamla daga ;)

hér er ég annars þegar uppsungin á leiðinni í sturtu og hlakka til að sjá ykkur

*knús og kossar*

:Dagbjört söngdís

07 maí 2005

tíminn hleypur

klukkan er hálf þrjú og ég er ekki enn komin niðrí skóla að æfa mig!

dagurinn líður átti líka að klárast í dag, en það er samt alveg 90% tilbúið
bara svona 4-5 taktar af undirspili sem þarf að pússa

en allur dagurinn virðist ætla að fara í vesen og slór :S

nei takk,

ég er farin!

góða helgi allir!

Tónleikar 17. maí

Bara svona til að vera viss um að það fari ekki framhjá neinum þá vil ég enn og aftur minna á 8. stigs tónleikana mína, þriðjudagskvöldið 17. maí!

Efnisskráin er um það bil tilbúin, en inná henni eru m.a.


  • dramatísk ljóð eftir Johannes Brahms

  • alísklensk sönglög eftir Jórunni Viðar

  • rómantísk sönglög eftir Grieg

  • söngleikjalög

  • aríur

  • Krummi
  • Rósir

  • og fleira :)Margrét Einars deilir með mér tónleikunum, en hún ætlar líka að syngja Brahms, svo og Sibelius, Kalla Run, Mozart, Webern ofl. Hólmfríður leikur undir hjá henni.

Með Margréti leikur Hólmfríður Sigurðardóttir á píanó.

Ekki má gleyma henni Iwonu minni sem leikur á píanó með mér, en hún er í miklu uppáhaldi á mínum bæ, enda bæði frábær píanisti, kennari og vinkona!

Tónleikarnir verða í sal Söngskólans í Reykjavík, Snorrabúð og hefjast klukkan 20.

Hlakka til að sjá sem flesta

06 maí 2005

ímyndunarfyllerí

nei ég er ekki að tala um að ímynda sér að kona sé full...

heldur að fá sér of stóran skammt af ímyndunarafli:

þekkti einu sinni stelpu sem týndi sjálfri sér stundum
hitti t.d. strák sem henni fannst flottur
bjó til á hann karakter í hausnum á sér
bjó til karakter á sig í sínum haus sem hún hélt hann myndi fíla
lék hana
og hélt svo innilega að hún væri ástfangin (og hann líka) að hún upplifði allt sem því fylgir
þá meina ég:
hæðirnar (fólk sneri sér við þegar hún gekk fram hjá, því hamingjan bara geislaði af henni - eins og af ástföngnu fólki)
og lægðirnar ...þegar allt fór í vaskinn (buuuhuuuu osfrv.)
litli ruglukollur!

spurningin er hins vegar:
ef kona ímyndar á sig karakter myndu sumir segja að hún væri ekki hún sjálf
en ef hún er ekki hún sjálf, hver er hún þá?
hver er kona sjálf annað en sambland af meðfæddum og lærðum viðbrögðum og hugmyndum?
finnur kona sig þá ekki upp sjálf?

afhverju er ég að pæla í þessu?

hef nebblilega sjálf pínu tendens til að aðlaga mig að aðstæðum
t.d. er ég pínu ringluð yfir því að guttarnir úr vinnunni ætla að mæta á 8. stigs tónleikana mína, sem þýðir að þeir fá að sjá mig í allt öðrum karakter en í vinnunni
þýðir það að ég sé ekki ég sjálf í vinnunni?
eða ekki ég sjálf í skólanum? jú, ef ég er einhvers staðar ég þá er það í tónlistinni. ég veit það, því hvergi líður mér jafn vel...
en en...
í morgun á leiðinni í vinnuna, þegar ég var að setja mig í gírinn, þá flaug inn í hausinn á mér að ég væri að fara að leika mömmu í vinnugírnum. vátsj! er ég virkilega farin að líkjast henni!
en hún er nú líka allt öðruvísi heima en í vinnunni...
eru þá ekki bara allir svona?

minnir að í félagsfræði 103 hafi ég lesið eitthvað um svona.
hlutverk, minnir mig að þetta væri kallað
og að börn yrðu ringluð þegar t.d. frænka þeirra kæmi í heimsókn á leikskólann
einhver sem tilheyrir ekki því umhverfi heldur öðru umhverfi sem þau þekktu líka

og hvað gerist ef ég fer allt í einu í vinnukarakterinn á tónleikunum?

bleah! þvílíkt rugl!
ég er farin að hugsa í hringi...

best að spyrja út í tómið:
eruð þið eins heima hjá ykkur og í skólanum/vinnunni/kórnum/boltanum osfrv ?

02 maí 2005

Yndislegi heimur!!!

þú rignir koddum og blæst hunanglegnum draumum...

nei, bara að grínast!

en þú ert nú samt yndislegur heimur
í dag

því ég er heil kona

og algjörlega skrímslislaus!!!


og Dóra díva tók Dagurinn líður í smá lestraræfingu í dag og blés í það svo miklu lífi að allar mínar áhyggjur af geispum tónleikagesta flugu beinustu leið út um gluggann
hún á eftir að gera þetta svo geggjað vel :)
bað um að það yrði tileinkað sér...
nema hvað!
það er enginn smá lúxus og innblástur að fá að semja fyrir svona hæfileikaríka söngkonu og skemmtilegan túlkanda
án hennar hefði þetta lag aldrei orðið til!
tileinkað henni? - Að sjálfsögu!

*ljóm*

og svo er sólin farin að skína

og það er vor

húrra! húrra! húrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaa!

ég er ástfangin af maí
en það hef ég reyndar alltaf verið ;)

Dagurinn líður

svo fagrar eru sorgir vorsins síðla er sól til viðar hnígur
(Tómas Guðmundsson)

mmmmmmmmmmmmmmmm
þetta bara verður að syngjast

lagið er alveg að verða tilbúið (undirspilið þ.e.)

bara aðeins eftir við 5. erindi
er samt komið mestallt í puttana, og þá er hálfur sigur unninn ;)

já einmitt 5. erindi!

ljóðið hans Tómasar er 5 róleg en falleg erindi

og lagið verður því 5... róleg ? erindi

vona bara að fólk sofni ekki ;)