Kæru vinir!
Með jólalaginu í ár langar mig að óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Smellið hér til að hlusta á jólalagið.
Takk fyrir að muna eftir mér og kíkja hérna inn, þó svo að ég sé komin í útlegð til Danaveldis.
Hafið það sem allra best yfir hátíðirnar, og munið að jólin snúast um ljós, hlýju og umfram allt fólk.
*knús og kossar* til ykkar allra
:Dagbjört jóladís
P.s. Þar sem sendingakostnaður á geisladiskum milli landa er töluverður, þá vona ég að þið fyrirgefið mér að þið fáið lagið yfir netið þetta árið. Ef einhver óskar sérstaklega eftir geisladisk, látið mig vita.
19 desember 2006
Jólakveðja
15 desember 2006
Woxit
Hann Maggi vinur minn og nokkrir félagar hans hafa eytt öllum sínum frítíma undanfarið í að skrifa nokkuð sniðuga bókamerkjaþjónustu.
Þjónustuna kalla þeir woxit, en hún virkar þannig að maður gætur bætt við og skoðað bókamerkin sín í hvaða tölvu sem er, hvar sem er í heiminum.
Ef þú, til dæmis, sér einhverja sniðuga síðu í vinnunni, sem þú vilt skoða þegar þú kemur heim, þá smellirðu bara á voxit hnappinn á vafranum þínum (sem þú setur upp þegar þú færð þér woxit), og síðan bætist inn í bókamerkin þín. Svo þegar kemur heim opnarðu woxit og smellir á bókamerkið.
Woxit les líka öll bókamerkin sem þú átt fyrir í vafranum þínum og bætir þeim inn.
Svo er þetta auðvitað bæði á íslensku og ensku, og styður Firefox jafnt sem IE vafra.
Endilega kíkið á þetta á www.woxit.is
12 desember 2006
07 desember 2006
Konunglegur Ballet
Já við fórum á frægasta ballett allra tíma, Svanavatnið, í nýja flotta óperuhúsinu í gærkvöldi.
vááá hvað það var æðislegt!!!
í hléinu skiptum við um sæti, því það voru tvö laus við hliðina á okkur, sem voru nær miðju
en það var ekkert allt of sniðugt því fyrir framan mig sat ákaflega hávaxin kona, höfðinu hærri en mennirnir í kringum hana, svo ég þurfti að sitja hálfskökk til að sjá danssýninguna sem er í upphafi annars þáttar, með spænskum, rússneskum og austurlenskum (vá vá vá) dönsum.
en svo kom svarta prinsessan og plataði prinsinn til að halda að hún væri svanaprinsessan, svo hann sveik raunverulegu svanaprinsessuna og ég steingleymdi því að það væri neinn fyrir framan mig.
og svona fyrir ykkur sem hafið bara séð teiknimyndina: Ballettinn endar illa. Af því að prinsinn var gabbaður til að svíkja svanaprinsessuna, þá losnar hún ekki undan álögunum.
Hún fyrirgefur honum og svo kveðjast þau áður en hún breytist aftur í svan.
og þessi lokasena er einhver flottasta tónlist sem til er, og nóg til að fá mig til að tárast, án þess að horfa líka á svona áhrifaríka dansa
en hjálp hvað það var flott!
20 svanir auk prinsessunnar, og í hvert skipti sem þær voru á sviðinu var það bara töfrum líkast.
mmmmmmmm
við skemmtum okkur sumsé konunglega
og í konunglegum félagsskap, þar sem hennar konunglega hátign mætti til að horfa á konunglega ballettflokkinn sinn.
svo þegar þau hneigðu sig, þá hneigðu þau sig fyrst fyrir henni og svo fyrir okkur :þ
ætli ég verði ekki að fara að bera meiri virðingu fyrir henni fyrst ég hef séð hana í eigin persónu...
Vigdís er samt alltaf flottust ;)
svo má ekki gleyma að minnast á það að Andrési fannst þetta líka mjög skemmtilegt, og pældi mikið í þessum ystu mörkum líkamlegrar getu sem ballet-dans er. alveg hreint ótrúlegt sem hægt er að gera við líkamann.
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
*knús og kossar*
Dagbjört dísulísa sem dansar ekki lengur ein
05 desember 2006
Auli Jónsson
jólalagið er alveg að verða tilbúið, og vantar bara hljóðræna fyllingu, ef svo má segja
svo ég kíkti inná popplandsvefinn til að athuga hvenær fresturinn til að skila inn lögum rynni út...
og þá var það í GÆR !!!!!!!
buuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuu
hvernig er hægt að vera svo mikill bjáni að vera ekki búin að athuga þessa dagsetningu fyrr??? Fannst það bara ekki mögulega geta verið fyrir 10. des ! Minnti að það hefði verið 14. síðast en það er örugglega algjört RUGL. grrrrrrrrrrrrrrrrrrrr nú er ég ósátt við mína
vonandi fyrirgefur Erna mér ;(
og þetta er eitt sætasta lag sem ég hef samið...
þið fáið nú auðvitað að heyra það sem jólakort en mikið svakalega get ég verið mikill endemis AULI að klúðra þessu
*grenj*
Dagbjört klúðurdís