03 janúar 2005

2005

Gleðilegt ár öllsömul og takk fyrir öll þessi gömlu og góðu!

Satt best að segja kveið ég þessu ári alveg ógurlega fyrir viku síðan.
Árið sem langtímaplanið mitt rann út
þvílík martröð
hefði allt eins getað bara lokað augunum 15. maí 2005 og ekki opnað þau aftur.
vissi ekkert hvað ég átti að gera við mig.

alveg ómeðvitað,
fór ég þá að velta þessu öllu saman fyrir mér.

og viti menn!!!

hér er komið gróft langtímaplan sem getur enst mér næstu 5 - 6 árin!!!


  1. verð á Íslandi amk. til haustsins 2007 og gef þar með íslenskum karlmönnum séns í 2 og 1/2 ár í viðbót!

  2. ef enn einhleyp haustið 2007 (og þá þrítug eins og pabbi benti mér á!) þá fer ég í Sibeliusarakademíuna (æðsti tónlistarháskóli Norðurlanda, staðsettur í Helsinki) að læra tónsmíðar

  3. ef ekki einhleyp, þá neyðist ég víst til að aðlaga plönin að annarri manneskju, en þá gæti ég líka hugsað mér að fara til Austur Evrópu, t.d. Tékklands.

  4. fram að þessu mun ég:
    • klára gamla planið, sem felst í að taka 8. stig í vor

    • halda áfram að semja eins og ég fái borgað fyrir það

    • halda áfram með hljómsveitina Mín

    • flytja í Grænuhlíðina

    • læra meira í pródúseringu

    • verða betri á píanó

    • kaupa rafmagnspíanó

    • skipta um vinnu (hvenær sem það nú gerist...)

    • læra á bongótrommur

    • taka burtfararpróf sem samsvarar B.A. gráðu í tónlist

    • koma í veg fyrir að m&p deyji úr barnaleysi þar til annað hvort storesös eða storebror klára sínar gráður og drattast heim!





svo, framtíðin er spennandi, ævintýraleg og full af fjöri!

knús og kossar

:Dagbjört, version 2005

Engin ummæli:

Skrifa ummæli