jamm ég gerði víst drög að langtímaplani í upphafi ársins 2005
núna er ég auðvitað búin að breyta langtímaplaninu töluvert, en var þó nokkuð dugleg í fyrra að standa við það sem ég sagðist ætla að gera (klára gamla planið, flytja, skipta um vinnu, læra meiri pródúseringu - allt gerðist þetta 2005).
nýtt 5 ára plan:
- klára tónvinnsluskólann (gerist í byrjun feb)
 - undirbúa að sækja um tónsmíðanám með því að:
- læra meira á píanó (helst að eyða næsta vetri í það og æfa sig í 2 - 3 tíma á dag)
 - verða betri í tónheyrn og nótnalestri
 - læra hljóðfærafræði
 - semja meira
 
 - sækja um tónsmíðanám með það að markmiði að byrja haustið 2007
 - ef það mistekst, halda áfram að undirbúa og reyna aftur
 
svo á bara eftir að koma í ljós í hvaða landi þetta gerist allt saman, en ég held að ég sé nú frekar á því að læra tónsmíðarnar í Danmörku, hvort sem við Andrés endumst eða ekki ;)
en ef allt fer vel, þá lætur maður sig auðvitað líka dreyma um kríli...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli