jæja, þá er skólinn LOKSINS byrjaður!
til að byrja með lærum við á tækin og græjurnar og forritin og svo að greina og pæla í lögum.
í gær var nokkurs konar formfræðitími þar sem við hlustuðum á tónkróka í dægurlögum og greindum þau niður í kafla
heimavinnan er svo að velja 5 lög og kaflagreina þau, og segja hvað hver kafli er margir taktar :)
hlýtur að vera einhver skemmtilegasta heimavinna sem mér hefur verið sett :D
núna er ég t.d. að undirbúa mig með að hlusta á tónlist á meðan ég vinn til að velja lögin.
held ég taki Jenny Wren (af Chaos&Creation in the Back Yard), og svo eitt með Bubba af í sex skrefa fjarlægð.
þá vantar auðvitað eitthvað rokkaðra...
er að spá í að reyna að finna eitthvað sem hentar með Porcupine Tree
var ég annars búin að segja ykkur að Porcupine Tree hefur einhverja furðulega Mozartíska eiginlíka.
held þeir séu göldróttir barasta...
...samt ekki eins göldróttir og Andrés ;)
og svo var spilaður Bob Dylan í tímanum í gær - the times they are changing
og ég á gamals aldri að uppgötva Bob Dylan
hversu fyndið er það?
21 september 2005
Heimavinna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Til hamingju með að skólinn sé byrjaður, þessi heimavinna er spennandi og ég verð að segja að ég öfunda þig nett yfir þessu en njóttu þess vel hvað þetta er spennandi!
SvaraEyðaKv. Ernan ;)