jæja
þá er kona formlega útskrifuð úr tónvinnsluskólanum
og í þeim töluðu orðum á leiðinni beint til Köben
en ef einhver hefur áhuga á að heyra hvað ég gerði í þessum skóla, þá má hlýða á afraksturinn hér.
lagið heitir Unreal, og eru lag og texti eftir mig, en með mér í vinnuhóp voru þeir Árni og Völundur. svo eiga auðvitað kennarar og hljóðfæraleikarar í skólanum svaka mikið í þessu, t.d. öll hljóðfærin auðvitað ;)
jæja meira um þetta seinna, ég þarf að ná flugvél í fyrramálið
:Dagbjört sybbna
p.s. smá getraum: hver syngur?
18 febrúar 2006
Lagið tilbúið
14 febrúar 2006
Til hamingju með daginn Anna 2
Hún Anna mín númer 2 er 21 árs í dag!
Ég gleymi aldrei hvað það var æðislegt að fá hana í heiminn.
Fyrsta litla barnið í mínu lífi :)
Nú löngu orðin kona :)
Til hamingju, sæta!
þín frænka :D
13 febrúar 2006
12. - 13. ágúst 2005
einn og einn dagur stendur uppúr
svona dagur sem maður man eftir
nokkurn veginn fullkominn
þannig var 12. ágúst 2005 - og vel fram á þann 13. ;)
sumarfríið nýbyrjað
ég var í heimsókn hjá Ernunni minni, í Köben, hafði lent kvöldið áður og sopið nokkur öl fyrir háttinn :)
vaknaði og við skelltum okkur beint á hjólin og hjóluðum út í búð til að kaupa í morgunmatinn
átum hann í rólegheitunum
hjóluðum (eða löbbuðum við?) útá lestarstöð og tókum lestina niðrá Hovedbandgården
röltum Strikið í blíðskaparveðri
það er meiriháttar að versla með Ernu
hún er afslöppuð og kemur með ferskar hugmyndir
manaði mig til að kaupa grænar vasabuxur í staðinn fyrir svartar
hafði aldrei átt grænar buxur fyrr
svona er maður alltaf að vaxa ;)
hjálpaði mér líka að velja nýja boli
keyptum okkur ferskjur af götusala og nutum þess í botn að vera í Köben
horfðum á breakdansara
man ekki hvað ég hvar við borðuðum, en við komum heim til Ernu einhvern tíman rétt fyrir kvöldmatarleytið með innkaupapokana
töluðum við Guðna um að við værum of sein að fara í mat til frænda hans, sem bjó einhvers staðar í buskanum hinum megin við Köben
pæjuðum okkur upp og skelltum okkur svo aftur niðrí bæ
ég í nýju grænu vasabuxunum og ilmandi af Forbidden Fantasy :)
sátum tvær inná Y's sem er kokteilabar á Nörreport og sötruðum kokteila sem hétu sumir hverjir ansi svæsnum nöfnum, og fífluðumst og hlógum
mikið stuð
þegar leið á kvöldið birtist Guðni (hennar Ernu) með tveimur (minnir mig) vinum sínum. annar var íslenskur. hinn eitthvað annað. við héldum áfram að panta og hlæja :)
svo mætti frændi hans Guðna. þessi sem við fórum ekki í matinn til. íslenskur að hluta. sagðist vinna við köfun. jeij, ævintýragaur! af því að við komum ekki í mat til hans, þá var hann bara ekkert búinn að borða, svo þegar leið á kvöldið ákváðum við að finna okkur einhvern góðan Kebab stað. fundum svoleiðis og röltum um strikið, smjattandi á kjúllarúllum. sem voru svo vel sósaðar að umbúðirnar urðu blautar í gegn og allt í einu var ég í doppóttum buxum. frændi hans Guðna sagðist öfunda mig mikið að þessum flottu doppum :p
við Erna stigum nokkur dansspor. frændinn hélt áfram að spjalla. einhvers staðar á leiðinni yfir götu við Ráðhústorgið (held ég) komst ég að því að hann hefði aldrei átt bíl. sumsé virkilega áhugaverður ævintýramaður!
við rákumst á einhvern hóp af Íslendingum og röltum með þeim einhvern spöl, en enginn gat komið sér saman um hvert við ættum að fara svo við Erna, Guðni og frændi hans stungum þau bara af. stoppuðum stutt á einhverjum eðalbjór pöbb. svo dróg frændinn okkur á salzastað. úje.
meiri drykkir, fundum borð. pínu spjall. viltu dansa? jamm. salza.
ég veit ekki alveg í hvaða röð hlutirnir gerðust eftir það. alltíeinu var frændi hans Guðna búinn að dansa mig alveg uppúr skónum
hann heitir Andrés og í dag erum við búin að vera á föstu í hálft ár :D
til hamingju við!
:Dagbjört dís
Tónsmíðafréttir
Húmið kom til mín í gær
það varð til að svolítið annan hátt en yfirleitt gerist
það var ekki bara einhver laglína í hausnum á mér sem fæddist af ljóði
nei
það voru hljómarnir sem fæddu það
húmið á sinn hljómheim og hvert einasta orð í ljóðinu á hljóm sem samsvarar því miðað við hljóminn á undan
t.d. "raddirnar" er A-dúr á eftir E-moll
mmmmmmmmmmmm
Dúfan er svo virkilega vel á veg komin. Fyrsta uppkast að undirleik tilbúið, en þar þarf helst að laga upphaf og endi. Þegar það er komið verður vonandi forspilið til að sjálfu sér. Veit hvernig.
Er sumsé að semja þessi tvö lög handa henni Rannveigu, sem er að fara að taka burtfararprófið í vor.
Ljóðin eru eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, og hún er búin að gefa góðfúslegt leyfi sitt :)
þegar þetta verður allt tilbúið, þá mega allir skoða hér á síðunni, en enginn fær að prenta fyrr en eftir frumflutninginn ;)
:D
06 febrúar 2006
mál málanna
Alli litli var þreyttur og svangur þegar hann lagði af stað heim úr skólanum. Áttundubekkingarnir höfðu stolið nestinu hans, eina ferðina enn. Hann vildi ekki segja mömmu sinni frá því, því hann vildi ekki að bæta á raunir hennar. Mamma vann alltof mikið en hafði samt ekki efni á að kaupa handa honum ný föt. Pabba sinn hafði hann ekki séð í bráðum ár.
Í dag hafði kennarinn skammað hann eins og svo oft áður, því hann átti svo erfitt með að fylgjast með þegar hann var svona svangur. Hann var líka oft illa sofinn og uppstökkur, svo hann átti ekki marga vini.
Á leiðinni heim mætti hann hóp af krökkum sem flest komu frá vel stæðum og hlýjum heimilum. Þau voru flest öll góðir krakkar, og ekki vön að abbast uppá hann, en þennan dag var Óli með í hópnum. Óla fannst átti það til að gera ýmislegt til að ná athygli hinna og hann vissi fyrir hverju þessi ólundarlegi, horaði og skrítni strákur var viðkvæmastur.
"Alli, vissirðu að mamma þín er hóra?" kallaði hann í því sem Alli gekk fram hjá þeim.
Alli stansaði. Hann stóð kyrr í andartak, áður en hann sneri sér við og með ómannlegu öskri, stökk eins og köttur á Óla og lamdi hann og beit.
Hinir krakkarnir voru svo óvön svona slagsmálum að þau stóðu fyrst eins og þvörur og vissu engan veginn í hvorn fótinn þau áttu að stíga. Þau skildu ekki hvað amaði að þessum strák. Af hverju hann var alltaf svona reiður við allt og alla. Hann hlaut bara að vera eitthvað vondur. Það var bara eins og hann hefði breyst í villidýr. Vissi hann ekki að Óli sagði oft eitthvað heimskulegt, án þess að meina það?
Sum þeirra reyndu eitthvað að toga Alla af Óla, en þá var eins og hann fílefldist enn meir og sló þau frá sér og glefsaði.
Þessi söddu börn sem höfðu allt sem Alla skorti og höfðu aldrei þurft að hafa áhyggjur af einu og neinu, og réðust á það sem honum var allra kærast, voru allt í einu orðin holdgervingar alls óréttlætis þessa heims sem hataði hann. Þar sem allir voru vondir við hann. Öll hans reiði og allar hans sorgir brutust fram eins og óstöðvandi flóð svo honum sortnaði fyrir augum af bræði.
Eitt barnanna ákvað að hlaupa og ná í kennarann...
Verður fundur um málið hjá skólastjóranum? Ætli Alli verði jafnvel rekinn úr skólanum?
Kannski ekki mín best skrifaða dæmisaga, en punkturinn er: Til hvers erum við sem allt höfum að níðast á olnbogabörnum veraldarinnar?
05 febrúar 2006
Fyrir þjóðina
Réttupphönd sem horfðu á undankeppnina á laugardaginn
Ég heyrði í fréttunum að einhver hinna keppendanna hefði lagt fram stjórnsýslukæru vegna lekans, því hann hefði veitt Silvíu og co. óréttlátt forskot.
Mér fannst niðurstaðan sem virtist hafa fengist í málinu fyrir helgi vera sanngjörn og góð. Að leyfa einu lagi enn að komast áfram í úrslit og draga því úr þeim hugsanlega skaða sem þetta gæti fræðilega valdið öðrum keppendum.
En nei, einhver ákvað að vera erfiður og leggja fram stjórnsýslukæru. Hvað heldur viðkomandi eiginlega að sé tilgangurinn með þessari keppni? Þetta er ekki spretthlaup þar sem einhver þjófstartaði, eða spurningakeppni þar sem einhver komst yfir spurningarnar fyrirfram. Þessi keppni er ekki haldin fyrir höfundana og flytjendurna. Hún er haldin fyrir þjóðina. Haldin til þess að leyfa þjóðinni sjálfri að velja hvaða lag hún vill senda til Aþenu.
Ef þjóðin vill senda Silvíu Nótt, þá á að sjálfsögðu að gera það.
Ef þjóðin vill hana ekki, þá sigrar hún einfaldlega ekki.
En að reyna að láta taka hana úr leik með stjórnsýsluskipun, þjónar það hagsmunum þjóðarinnar?
Eitt enn: Það er ástæða fyrir því að þetta lag lak á netið. Hún er sú að þjóðin (á netinu) vildi heyra það. Ég fékk það með tölvupósti (mér til nokkurs uppnáms, því ég þekkti reglurnar) og titillin á póstinum var "Loksins gott lag!". Ég reyndi meira að segja að benda fólki á að dreifa því ekki, en það hlustaði svosem enginn á það. Allir vildu fá að heyra það.
Þjóðin á valið. Við skulum sjá hvað hún vill.
02 febrúar 2006
Vanadís
Mínir helstu guðir eru Freyr, Freyja, Óðinn og svo kannski Bragi,
en ef ég væri ásynja, hver væri ég?
Þessar niðurstöður eru tileinkaðar Andrésinum mínum sem ætlar að fljúga til mín á morgun :D
Which Norse God or Goddess are you most like?
created with QuizFarm.com