08 apríl 2005

einkennilegar hliðarverkanir endurfæðingar

það er ýmislegt sem kemur á óvart við þessa nýju konu (sem fæddist á sunnudaginn)

hún er eitthvað voðalega mikið að reyna að vera minna sjálfhverf
(t.d. ef einhver er leiðinlegur viðmóts, í staðinn fyrir að móðgast, að velta fyrir sér hvort viðkomandi eigi pínu erfitt í dag og vera þess vegna frekar næs!) það er reyndar margra ára, ákaflega bjartsýnt verkefni sem krefst mikillar ævingar
innblásturinn er auðvitað amman sem komst í gegnum 89 ára líf án þess að hallmæla nokkrum manni
vá!

svo er þessi nýja frekar mikið á móti sjónvarpi í augnablikinu, en við sjáum nú hvernig það endist þegar skammdegið mætir aftur á skerið...

þetta er auðvitað barasta fínt!
það er hins vegar annað sem er furðulegra:
hún á sér engan draumaprinsalista!
jamms
draumaprinsalistinn er búinn
hættur
farinn
strokaður út
ekki viljandi
ekki meðvitað
en samt einhvern veginn
orðinn... úreltur!

hef ekki hugmynd um hvað þetta táknar
hún er alls ekkert hætt að láta sig dreyma
ennþá sömu kreisí hugmyndirnar um að hún geti actually orðið lagasmiður/tónskáld
og þessi brjálaða ævintýraþrá er líka að gera út af við hana...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli