31 desember 2004

Cars and boys

Flestir sem þekkja mig að einhverju leyti ættu að vita að ég dæmi ekki karlmenn eftir bílum. Gæti varla verið meira sama um hvernig bíl einhver gaur á, eða hvort hann á bíl yfirleitt, enda á ég minn eiginn súper-kúl bíl (og ég á hann ALVEG skuldlausan).
Njet, pottþétt ekki bíla-hag, eða hvaþþær nú kallast.

Eeeeeeeeeeeeeeeeen
það er samt eitt við bíla sem ég nota samt til að dæma menn voða harkalega
sérstaklega þessa dagana
hvernig þeir eru skafnir
veit þetta hljómar eins og meyjustælar dauðans, en:
það er einfaldlega hættulegt að sópa ekki af þakinu!
af hverju?
við sem lendum í því að keyra á eftir þessum letihrúgum gætum fengið snjóköggul í framrúðuna.
og ef ekki er sópað af húddinu, þá getur ökumaðurinn sjálfur blindast og lagt sjálfan sig og aðra í hættu.

svo: lið sem bara klórar gægjugat og keyrir af stað er þar með að merkja sig sem lata, óskynsama, eigingjarna etc.

að maður tali nú ekki um hvað karlmenn sem aumingjast í kulda eru innilega ósexý


og hananú

:Dagbjört sköfudís

22 desember 2004

Jólahugvekjan

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því hvort ég haldi nokkuð jól, fyrst ég trúi ekki á guð. Þess vegna langar mig til að útskýra örlítið, um hvað jólin snúast:

Jólin snúast ekki um fæðingu frelsarans. Við vitum öll að Jesús Kristur (sem mér þykir reyndar voða vænt um) fæddist alls ekki 25. des. Það var Konstantín eða hvaðannúhét Rómarkeisari sem bjó til hina kaþólsku kirkju einhvern tíman um 300 eftir Krist, sem þurfti að sætta heiðingjana við nýja siði. Þeir dýrkuðu sólina og hvíldust því á sunnudögum, og héldu sína helstu hátíð þegar sól fór aftur að hækka á lofti. Svo Konstantíneðahvaðannúhét sagði "ok, við verðum kristin og trúum á einn guð föður almáttugan, og þið megið halda hvíldardaginn á sunnudögum og hafa aðalhátíð um vetrarsólstöður". Svo einfalt var það. Alveg eins og þegar Þorgeir ljósvetningagoði kom undan feldinum og sagði "ok, við verðum kristin en megum blóta í laumi og éta hesta". ( Og ekki gleyma að víkingarnir okkar héldu að sjálfsögðu líka jól, eða jólablót.)

Þetta skiptir auðvitað engu máli í dag. Kristnir mega alveg endilega halda uppá fæðingu Jesú á þessum degi. Þetta er bara til að sýna fram á að þeir eiga alls ekki einir þessa hátíð.

Jólin eru hátíð ljóssins. Þau koma okkur í gegnum þetta hræðilega svarta skammdegi sem hefði annars fyrir löngu gert út af við íslensku þjóðina. Við lýsum um skammdegið og fögnum því þegar lengsta nóttin er liðin að daginn fer aftur að lengja.

Jólin eru hátíð fjölskyldunnar. Þau snúast um að hlúa að þeim sem okkur þykir vænt um, minna þau á að þau eiga okkur að. Þau snúast um félagsskapinn og kærleikann. Ef við viljum ausa gjöfum yfir þá sem okkur þykir vænt um, þá megum við það líka, en það er samt nærveran sem skiptir mestu máli. Enginn ætti nokkurn tímann að fá að vera einn á jólunum.

Bróðir minn stríddi mér aldrei á jólunum. Það er jólaandinn. Andi friðar, umburðarlyndis og kærleika. Allir sem hafa fundið hann vita um hvað ég er að tala, og þeir vita líka að hann á alltaf við, hvort sem fólk trúir á Jesú, bara guð, Frey, einhvern annan eða alls engan.

Eitt enn: það er ekki mjög kristilegt að vera eigingjarn á jólin og ætla að banna trúlausum að halda jól. Jesús kenndi umburðarlyndi, fyrirgefningu og frið. Við skulum öll sömul halda áfram að breiða út þann boðskap með því að breyta eftir honum sjálf.

Gleðileg jól öll sömul! Knús og kossar til ykkar allra!

Dagbjört jóladís

17 desember 2004

Mín í 7 laga úrslit í jólalagakeppni rásar 2

Elsku besta yndislega rás2!
vagga íslenskrar tónlistarmenningar!
valdi
Fjólublágrámann
í 7 laga úrslit
jólalagakeppni
sinnar

það er hægt að kjósa um lögin hér

Fjólublágráminn er að sjálfsögðu nýji jóladúettinn með hljómsveitinni "Mín" sem ég og Erna Mín sömdum og sungum og útsettum og allt.

knús og kossar

:Dagbjört tónskáld

08 desember 2004

tónlistarfólk í desember

það er auðvitað bara klikkun
ég er ekki nema lítill ómerkilegur söngnemi, en engu að síður er söngdagskráin mín svona næstu rúmu vikuna:


  • Föstudagur 10. des, kl. 20:00
    Frumsýning nemendaóperunnar á Prakkaranum eftir Ravel þar sem ég syng hlutverk íkornans með fögru augun

  • Föstudagur 10. des, eftir kl. 23
    gestasöngvari hjá hljómsveitinni Hrauni, sem treður upp á Café Rósenberg, með fjöruga jóladagskrá.

  • Laugardagur 11. des
    frí (og laufabrauð)

  • Sunnudagur 12. des kl. 20:00
    2. sýning á Prakkaranum - íkorninn verður á sínum stað

  • Mánudagur 13. des
    Prakkarinn fer á flakk um grunnskóla borgarinnar - 2 sýningar (minnir mig)

  • Þriðjudagur 14. des
    Tvær skólasýningar í viðbót á Prakkaranum

  • Miðvikudagur 15. des
    Enn ein skólasýningin

  • Fimmtudagur 16. des
    Jólatónleikar Söngskólans. Þar flytur hjómsveitin Mín nýtt íslenskt jólalag eftir okkur sjálfar. Svo er ég líka í nýjum oktett sem ætlar að syngja 2 hress jólalög þetta kvöld.

  • Föstudagur 17. des
    Oktetinn, eða að minnsta kosti helmingur hans, treður upp í jólaveislu sviðstjóra Landspítalans

  • Laugardagur 18. des (kl. 15 eða 16 eða 17)
    Óperukórinn heldur jólatónleika sína - Dagamun í desember



og þá
loksins þá
get ég farið að týna upp brotin af mínu none-existant lífi
ef það verður hægt

hæ hó!
vinir mínir!
eruð þið þarna einhvers staðar?
muniði eftir mér?
partý hjá mér á gamlárs, allavega, og þið megið öll koma með ykkar hyski og jólasveina!

07 desember 2004

Biblían

fékk að krota í biblíuna hjá m&p í gærkvöldi.
þar er óvenju mikið af titlum sem virðast höfða til mín, þó mér finnist algjör óþarfi að auglýsa gamlar bækur þar líka (bara af því að þær eru gefnar út í kilju núna, s.s. LoveStar)

á óskalistanum eru sumsé eftirfarandi:

Gerður Kristný (langar mest í hana)
Birna Anna (uppá fjörið)
Auður Jónsdóttir (akkuru ekki bara að skella sér á súperbókmenntirnar?)

hætti við Einar Má, því m tjáði mér að hún fengi "arfaslæma dóma"
langar samt pínu til að lesa um únglíngsár Óla sem stal matchboxbíl og ruglaði öllum skónum... (eða var það Emil?)

annars
*snökt*
verð ég á Íslandi um áramótin
*snöktsnökt*
og millijólaognýárs
*snöktsnöktsnökt*
svo ég kem til með að koma í veg fyrir ótímabært andlát úr leiðindum og söknuði (til storesös og pjakkanna) með því að mæta í vinnuna mína alla daga...