09 desember 2005

Viðutan stússisti

stundum getur kona verið svo utan við sig...

ég breytti byrjuninni á Tunglsgeislanum (synkópunni) en gleymdi svo að breyta sama stað í 2. og 3. erindi. því fór svo að Hanna Þóra söng upphaflegu synkópuna (2x5 fjórðupartar) alls staðar, og því er lagið nú aftur orðið eins og það var upphaflega.

jamm, Tunglsgeislinn hefur nú loksins verið frumfluttur, og vá hvað Hanna Þóra gerði það yndislega vel! Röddin hennar er eins og glitrandi tunglsgeisli, enda samdi ég lagið fyrir hana.
það eru svo frábær forréttindi að fá að semja fyrir ákveðna söngvara. engar tvær raddir eru eins og það er svo gaman að hugsa hvert lag útfrá viðkomandi rödd. þetta er svo einstakt og yndislegt hljóðfæri.
svo hefur röddin líka svo sterk áhrif á okkur mannfólkið

annars er það af desemberstússinu að frétta að lagvinnslan gengur bara svona þokkalega. það hefur verið mikið að gera í vinnunni undanfarið, svo skólinn hefur etv. ekki fengið alla þá athygli sem ég hefði viljað, en það er próf í næstu viku og ég ætla að nota tækifærið og reyna að tjasla saman einu jólalagi í Reason, sem nokkurs konar undirbúningi.
jamm, loksins komin með Reason, og því ekki seinna vænna að taka góðan slurk í að reyna að læra á það.
Hr. Muzak var svo sætur að lána mér almennilegan mike, og lagið samdi ég einhvern morguninn fyrir skömmu, í nett þjóðlegum fílíng
útsetningin á að vera voða einföld, með hæfilegu magni af Reason fikti, gaman gaman!
það eina sem vantar er textinn!

púff, ég geri svo miklar kröfur til íslenskra texta að ég get ómögulega staðið undir þeim sjálf :(
kannski ég leiti bara að einhverju gömlu og góðu...

eða kannski ég vaki fram á nótt í nótt við að textast
oftast er það best...

bleah

annars ekkert jólastress
ég þarf bara að kaupa 3 gjafir áður en ég fer út, og ég veit svona nokkurn veginn hvað þær eiga að vera :)
svo verður restin versluð í Köben eða Malmö, allt eftir því hvað við skötuhjúin komumst yfir

var ég búin að segja ykkur að ég fer til Köben 16. des
og í jólafrúkost 17. des
(jólafrúkostur er dönsk matarveisla sem stendur frá um 11 á morgnanna og fram yfir miðnætti)
og svo til Norge með næturlestinni 22. des
og ég er ekki búin að kaupa miðana heim
hvorki frá Norge til Köben
né frá Köben til Íslands

það bíður betri tíma og meiri upplýsinga
frá lestarfélagi og skóla :þ

jæja, nóg blaður í bili
vonandi hef ég tíma um helgina til að uppfæra Tunglsgeislann til baka
náðarsamlegast hlustið hvorki á hann né prentið þangað til

ykkar dísulísuskvísa

:Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli