26 september 2005

Allt nýtt ! (stórfréttir)

jæja, þá er barasta allur pakkinn orðinn glænýr hjá mér:


  • ný íbúð

  • nýr kærasti

  • nýr skóli

  • ný vinnajá þá er síðasta púslið í nýja lífinu komið á sinn stað, og víst best að vera ekkert með þetta lengur undir rós ;)

þið vitið nú flest að ég flutti í nýja og glæsilega íbúð í sumar...
og flestir sem kunna að lesa á milli línanna vita að ég er búin að vera töluvert í Köben undanfarið hjá honum Andrési mínum :)

færri vita líklega að ég er byrjuð í Tónvinnsluskólanum á fullu, eða að ég sagði upp vinnunni minni fyrir um mánuði og byrjaði í dag að vinna aftur hjá Oz

en núna vitið þið það :)

nýtt líf!

og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé lukkuleg :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli