03 janúar 2006

komin heim á Frón...

...eftir 17 daga á hinu heimilinu mínu, í Köben

orðin vön því að rumska á nóttunni til að kúrast betur hjá Andrési
en í nótt
þegar ég rumskaði
var enginn Andrés til að kúra sig hjá
bara kalt og tómt rúm :(

muh!

erfiður mánuður framundan
puð í vinnunni
puð í skólanum

en þó
bara einn mánuður eftir

og svo?

veitiggi
þó er einhvers konar nýtt 5 ára plan að hreiðra um sig í hausnum á mér

en meira um svoleiðis seinna

ég er of kvefuð til að skrifa eitthvað skemmtilegt eða áhugavert, og ef kona getur það ekki, þá er bara best að sleppa því að blogga meira í bili.


þó að lokum:

takk allir fyrir frábær viðbrögð við jólalaginu - þau voru einmitt það sem ég þurfti á að halda :D

og takk kærlega fyrir jólakortin - ég las þau áður en ég leið útaf í nótt, nýkomin úr fluginu heim.


knús og kossar allir,

:Dagbjört dísulísa

p.s. jólin voru auðvitað alveg hreint yndisleg :) en meira um þau seinna...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli