14 september 2005

Takk fyrir mig!

Þakka ykkur kærlega fyrir, allir sem sendu mér afmæliskveðju á afmælisdaginn!
Ég fékk 11 afmælis-sms (þar af eitt fjórfalt) og 3 afmælishringingar
Það er alltaf jafn gaman að sjá hversu margir muna ennþá að ég sé til, þó ég sé ekki duglegust að láta heyra í mér :)
Eitt SMS-ið var frá númeri sem ég þekki ekki, en það byrjar á 664 - einhver sem vill kannast við það?

Og svo fékk ég líka fullt af fínum afmælisgjöfum :)


  • Konið mitt gaf mér flotta græna peysu og græna hárklemmu - algjör græningi :þ

  • Fräulein Morgenstein splæsti á mig nýja Queens of the Stone Age diskinum í fríhöfninni

  • Kærastinn gaf mér gamlan hermannabol af sér til að sofa í þegar ég þarf að vera án hans á landinu kalda - og svo var hann auðvitað búinn að plana súper rómó kvöld og kaupa jarðarber og eðalvín og alles ;)

  • Storesös gaf mér svaka kúl geisladisk með norsku þjóðlagarokksveitinni Gåte og fjólubláan krossfisk úr gleri sem fer sérstaklega vel í björtum stofum ;)

  • m&p ætla svo að splæsa á mig alvöru gönguskóm svo ég geti farið að stika um fjöll og fyrnindi með honum Andrési mínum :D



ekki slæm uppskera þetta, og þakka ykkur öllum kærlega fyrir!

1 ummæli:

  1. bara svo það sé á hreinu, þá var það ekki ég , en til hamingju sammt :-)

    ds

    SvaraEyða