05 apríl 2006

Raðhús í Valby

tja sko

ekki nóg með að kona sé allt í einu komin í sambúð í Kaupmannahöfn, nú á líka að fara að gera upp gamalt raðhús í Valby

ef einhver kannast við Valby, þá rekur sá hinn sami nú líklega upp stór augu
Valby er hverfi rétt fyrir vestan miðbæinn í Köben, sem hefur verið frekar mikið slum undanfarin ár, en á nú, sökum staðsetningar, að fara að byggja upp.
verið er að flæma gamla leigjendur í burtu og ýmislegt gert til að heilla duglegt ungt fólk á svæðið

minn kærasti var svo fyrirhyggjusamur þegar hann frétti af þessu, að hann skráði sig á biðlista eftir raðhúsi í raðhúsahverfi sem á að fara að gera upp að utan og ofan.
biðlistinn er svo þannig gerður að þeir sem öllu ráða þarna velja hvaða fólk þeir vilja fá í hverfið
og þeir vilja svona líka endilega fá okkur :)

það sem við fáum út úr þessu er lítið sætt raðhús á undirverði, sem verður gert upp að utan, og annarri hæð bætt ofan á. það sem við þurfum/ætlum að gera er að laga þá hæð sem er nú þegar, að innan:

  • brjóta niður veggi

  • mála allt í björtum og fallegum litum

  • byggja nýtt eldhús

  • rífa gamla eldhúsið

  • leggja nýtt rafmagn

  • leggja nýtt parket



það er pínu skrítið að taka allan þennan pakka svona strax, en við hlökkum bæði mikið til
það merkilegasta er hversu sammála við erum um hvernig allt á að vera :D

Dagbjört litla og Andrés litli, allt í einu orðin stór

við fáum húsið 15. maí :D

1 ummæli:

  1. Hæ skvísa !!!
    Nú þurfum við hjúin að ná á þér, þurfum á þér að halda.....hvað er hotmailið þitt svo við getum spjallað ????

    SvaraEyða