22 maí 2006

hitt og þetta

Eurovision
jæja, við veltum fyrir okkur hvort Evrópa myndi fatta grínið, og niðurstaðan var að kannski svona þriðjungur álfunnar annað hvort fattaði þetta eða sá bara keppnina og fannst atriðið kúl í alvöru.
Við lágum í hláturskrampa í einni kássu heima hjá Ernunni, ég, karlinn minn, konið mitt, Guðbjörgin hennar og auðvitað Ernan.
þetta með púið er greinilega mjög Grískt, því ég heyrði ekki betur á laugardaginn en öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig væru púuð niður.
mér finnst líka alveg ótrúleg hræsni að finnast Silvía vanvirða keppnina miðað við allt klámið sem við þurftum að horfa uppá frá hinum og þessum löndum.

Annars ótrúlega misjafnt hvað löndin leggja mismikið í þessa keppni. Þessi 4 sem halda henni uppi ættu eiginlega bara að hætta að taka þátt ef þeim finnst þetta svona leiðinlegt. Það var frönsk stelpa í Eurovision partýinu hjá Guðbjörgu á laugardaginn og hún baðst afsökunar á hvað franska framlagið var ömurlegt.

við skemmtum okkur annars við það í stigagjöfinni að giska á hvaða lönd fengju 8, 10 og 12 stig frá hverju landi og við höfðum rétt fyrir okkur í hvert einasta sinn!
Frekar einfalt:
Vestur-Evrópulöndin gáfu Finnum 12
Fyrrum Júgóslavnesku löndin gáfu Bosníu 12
Fyrrum Sovétlöndin gáfu Rússum 12
Kýpur gaf Grikkjum 12
osfrv.

svosem ágætt að Lordi vann, en lagið var bara alls ekkert spes af rokklagi að vera, og komst ekki í hálfkvisti við Wig-Wam lagið í fyrra. Þess vegna kaus ég Bosníska lagið, það hafði eitthvað við sig sem önnur lög þarna höfðu ekki. Kannski einlægni. Hefði samt viljað hlusta á það betur, en í Eurovision partýum er auðvitað mest kjaftað og minnst hlustað :p

Da Vinci Code
Skelltum okkur svo í bíó með koninu í gærkvöldi. Hún var sumsé í heimsókn hérna um helgina, er líklega í loftinu akkúrat núna á leiðinni heim.

við vorum frekar ósammála um myndina. Mér fannst Tom Hanks fínn í staðinn fyrir Dan Brown útgáfuna af Langdon, en ég er víst búin að lesa of margar Dan Brown bækur og búin að fá algjört ógeð á hans einvíðu persónusköpun.
Ég var líka fegin að ekkert gerðist á milli þeirra Sophie, því ef Tom Hanks hefði kysst hana Amelie mína hefði ég líklega kastað upp :p+

Myndin er töluvert mildari en bókin þegar ódæðisverkum krikjunnar er lýst, og það er auðvitað synd. 50.000 konur brenndar??? yeah right. nær 5 milljónum. Af hverju er heimurinn ekki tilbúinn til að viðurkenna að nornaveiðarnar voru skipulögð herferð gegn sjálfstæðum og gáfuðum konum? grrrrrrrrrrrrrrr

annars var hún bara svona lala mynd og varla 95 DKR virði, en kannski alveg 800 ISK ;)
það verður annars sjaldan farið í bíó í sumar, svona helst X-Men sem mín bíður eftir :p


mmmm
búin að vera rigning með smá þrumum í dag, en nú er komið glampandi sólskin :D
ilmurinn í garðinum okkar er eftir því, enda hálfgerður frumskógur :p
við erum annars loksins búin að fá fínu þvottavélina, en Andrés er að smíða pall undir hana, því gólfið í þvottahúsinu er allt annað en slétt
held ég hafi aldrei á ævi minni áður hlakkað til að þvo þvotta !

nóg í bili

knús

:Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli