11 ágúst 2006

kröfulisti

sumir virðast vera hissa á að ég hafi fundið mér æðislegan og myndarlegan kærasta. eins og ég hafi verið einhleyp í 7 ár af því að enginn vildi mig...

neinei, líklega gerðu flestir sér grein fyrir að ég hafði alltof miklar kröfur, enda setningar eins og "af hverju finnurðu ekki bara einhvern og verður ólétt?" algengari eftir því sem á leið. eða "ást er erfið!"... erfið og erfið, ekki sami hluturinn. af hverju að standa í veseni þegar manni líður bara voða vel út af fyrir sig?

en bara svona vegna þess að ég viðurkenndi bara brot af þessum langa kröfulista fyrir fólki áður (nema auddað koninu), þá er hann hér í einhvers konar mikilvægisröð:


  • þorir að vera hann sjálfur og er sama hvað öðrum finnst

  • ber virðingu fyrir öðru fólki (þmt. konum og börnum og gömlu fóli) og líka náttúrunni, dýrum og dauðum hlutum

  • góður við aðra

  • er jákvæður gagnvart tilverunni

  • tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega (með húmor)

  • skemmtilegur

  • heiðarlegur

  • góður vinur og traustur klettur

  • mátulega klár (en ekki svo það jaðri við geðveiki)

  • tilfinningagreindari en ég

  • ástfanginn af mér upp fyrir haus

  • fattar mig oftast

  • gerir mig hamingjusama

  • dópar ekki

  • reykir ekki

  • drekkur ekki of mikið

  • er ekki sama (labbar ekki framhjá fólki í vanda án þess að hjálpa)

  • er ekki extreme í einu né neinu (trú, pólitík osfrv.)

  • vinnur ekki of mikið

  • gefur sér tíma til að sinna fjölskyldunni

  • elskar börn

  • hávaxinn

  • í góðu formi án þess að vera hnakki

  • stundar íþróttir en horfir ekki á þær í sjónvarpinu!

  • er ekki efnishyggjukarl

  • er ekki latur

  • er algerlega sjálfbjarga

  • kann að fara út með ruslið

  • kann að elda og finnst það gaman

  • er ekki tölvufíkill

  • er ekki sjónvarpsfíkill

  • myndarlegur án þess að hafa fyrir því eða gangast upp í því

  • ósérhlífinn

  • ævintýragjarn

  • myndi berjast við King Kong til að bjarga mér (og vinna)

  • myndi hætta lífi sínu til að bjarga örðum (smá skammtur af súperman)

  • nógu sterkur til að geta haldið á mér

  • finnst gott að kúra á morgnanna

  • ljóshærður

  • bláeygður

  • finnst ég fallegasta konan í öllum heiminum

  • kann bardagalistir



og þá vitið þið það. algerlega klikkuð?
já frekar svona...
nema hvað ég veit um mann sem uppfyllir hvert einasta atriði og nokkur fleiri.

Frá og með þessari helgi erum við búin að vera saman í ár :D

og hananú

p.s. ef einhvern langar til að gubba: get over youself!

4 ummæli: