12 júní 2006

hvernig er svo þaddna úti?

jú sko
ein og allir vita þá eru Danir örlítið öðruvísi en Íslendingar

sofa ofan á sænginni og undir dýnunni
borða morgunmat á morgnanna, árbýt í hádeginu og miðdegisverð á kvöldin

en þeir eru líka miklu léttari í bragði, bjóða frekar góðan daginn og koma fram við hvern annan af töluvert meiri kurteisi en frekjurnar á Fróni
hér eru líka margar sjálfskipaðar löggur, svo ef þú brýtur reglurnar og t.d. leggur í stæði fatlaðra eða gerir eitthvað annað sem ekki má máttu fastlega búast að því að einhver vindi sér uppað þér og láti þig heyra það. svoleiðis er auðvitað bara lífshættulegt á Íslandi, því miður

hér eru auðvitað einstaka ökuníðingar eins og heima, en hlutfallslega miklu miklu færri, því þú þarft að eiga mjög ríka foreldra til að komast á bíl hér fyrir 25 ára aldur. hér er nebblilega 200% tollur af bílum.
afleiðingarnar eru þær að ungir menn og konur hjóla allra sinna ferða og þaðan er líklega komin ástæða hins fræga aðdráttarafls ungra danskra manna, sem flestar íslenskar konur á mínum aldri hafa heyrt um.

ýkta myndin:

25 ára Íslendingur:
hreyfði sig síðast fyrir um 8 árum, er farinn að bæta vel á sig um sig miðjann. vinnur eins og hestur 50+ tíma í vinnu sem hann hefur ekkert svo mikinn áhuga á því það ætlast allir til þess að hann skaffi. er hundþreyttur þegar hann kemur heim og líklega frekar þunglyndur af þessu öllu saman. líklega líka kominn með fjölskyldu og á kafi í íbúðalánum af því að allir ætlast til þess.

25 ára Dani:
hefur hjólað um allt síðustu 20 árin og skín af hreysti og vellíðan. vinnur á leikskóla eða elliheimili eða bara þar sem hann langar af því að honum finnst það gaman og leigir stóra íbúð ásamt svona 10 vinum sínum á meðan hann sparar fyrir útborgun. á kannski kærustu en ekkert endilega því hann þarf ekkert að festa sig fyrr en hann vill það. er búinn í vinnunni einhvern tímann milli 14 og 16 á daginn og hittir vini sína til að stunda íþróttir eða áhugamál eða drekka bjór og elda saman og njóta þess að vera til. svo seinna þegar hann eignast fjölskyldu, þá eyðir hann að sjálfsögðu tímanum eftir vinnu með henni :)


jájá voða ýkt auðvitað, en ég þekki bara svo mörg svona dæmi, og vinsamlegast segið mér ef þið þekkið einn einasta íslenskan karlmann sem er kominn úr skóla en er undir 40 sem vinnur ekki nema 40 klst á viku eða minna.

svo leyfi ég mér að halda því fram að engum sé greiði gerður með þessu striti. maður verður þreyttur af að púla og púla og vinnur þar af leiðandi ekki eins vel og þarf þar af leiðandi að vinna lengur og þar er vítahringurinn mættur!

danski tíminn
jújú, ég var alveg föst í þessum vítahring sjálf og orðin vön að geta gert hlutina eins og skot eins og sannur Íslendingur. fékk þar af leiðandi minn skammt af menningarsjokki hérna í vor þegar ég þurfti að aðlagast danska tímanum sem virkar allt allt öðruvísi. nokkur dæmi:

þú pantar internet og færð það 2 vikum síðar. þá 128K en þú pantaðir 2048K. það tekur aðra viku að koma því í lag.

þú ætlar bara að redda hlutunum sjálf, drífur í þessu, ferð í búðir til að kaupa það sem þarf, en kemst bara í eina, því það tekur svo langan tíma að komast leiðar sinnar (jafnvel ef þú ert með bíl í láni) og búðirnar loka klukkan 14 á laugardögum

þú ætlar að vera dugleg og taka daginn í að mála. skellir í eina umferð, sem tekur svona 3 tíma í undirbúning og klukkutíma í rúllun og ætlar svo að taka þér góða matarpásu fyrir næstu umferð, en kemst að því að þú þarft að bíða í 4 klukkutíma þangað til þú mátt mála aftur !!!

þú hleypur út í Nettó á horninu (sem er hér í hverju hverfi með gæði a la Bónus) til kaupa eitthvað eitt sem þig vantar í matinn og kemur heim þremur korterum síðar því þú þurftir að sjálfsögðu að standa í biðröð.

eða vaknar á sunnudegi og langar að dekra við sjálfa þig. fattar að þú keyptir ekkert í matinn í gær og allar búðir eru lokaðar. endar á því að borða morgunkorn í kvöldmat með restinni af léttmjólkinni blandaðri saman við restina af undanrennunni


jamm, búin að venjast þessu núna og er sjálf farin að slaka á og fatta að það skiptir minna máli að hlutirnir gerist hratt og meira máli að drepa sig ekki af stressi.
og í gær borðaði ég einmitt snakk og ís í kvöldmatinn, en það var reyndar af því að við erum búin að bjóða svo mörgum í mat undanfarið og vorum búin að plana grjónagraut. svo var bara svo ógeðslega heitt að maður hafði ekki lyst á neinu heitu.

niðurstaðan

ég er frekar vön því að búa í öðrum löndum, en aldrei áður líkað það betur en að vera á Íslandi. venjulega hef ég átt það til missa mig yfir kynjamisrétti (t.d. Bretland) eða þunglyndisvaldandi einstaklingshyggju (t.d. Kanada). Hér eru bæði þessi atriði betri en heima, og lífsgæðin og veðrið óendanlega betra!

það sem Ísland hefur sem Danmörk hefur ekki eru m&p og örfáir vinir (flestir fluttir eitthvert út - konið kemur til mín í haust), undurfallegt ríkt tungumál og stórfenglegur bókmenntaarfur, norðurljós, sundlaugar og hverfandi fegurð landsins. ég held að vatnið sé ennþá gott en ég veit að loftið er ekki hreint lengur.

hér er líka mjög fallegt, og ég er búin að kaupa mér æðislegt hjól, sem ég hef ákveðið að kalla frú Camelíu, því það skiptir um lit eftir veðri (svart í rigningu og dimmrautt í sól), og er æðislega frúarlegt konuhjól, með konustöng og svartri körfu að framan.
hjólaði rannsóknarleiðangur um hverfið í 25° hita og brennandi sól í gær í nýjum sumarkjól (þeim fyrsta í 7 ár)

annars hefur loftið verið svo tært í þessum hlýindum að sólin er stórhættuleg og eiginlega bara óþægilegt að finna hana bíta í gegnum vel sólarvarnarsmurða húðina.
það var send út útfjólublá viðvörun á laugardaginn um að maður ætti að krema sig vel og helst ekki vera úti nema í klukkutíma, en ég heyrði það fyrst þegar ég var búin að hjóla einhverja 18 km til Ernu, og átti eftir að koma mér til baka :p
var líka vel varin hvort eð var.


já, því miður, kæru vinir, það hefur verið logið að ykkur. það er alls ekki best að vera á Íslandi. ekki nema lífsgæði fyrir ykkur séu mæld í fjölda nýrra bíla og flatskjásjónvarpa. fyrir mér eru þau mæld í peningunum sem eru afgangs um mánaðarmótin og í tíma til þess að vera til og njóta lífsins með sínum nánustu. og eins og er býr stærstur hluti af mínum nánustu líka í Danmörku (fyrir utan m&p eins og komið hefur fram)


látið nú samt ekki bugast. það er bara ár í næstu kosningar og vondu karlarnir eru að hverfa frá hver af öðrum. til hamingju með það öll sömul :)

*knús og kossar*

Dagbjört dísulísuhjólaskvísa

p.s. svo er auðvitað svo mikið að gera við að vera til og taka á móti gestum að ég hef ekki haft mikinn bloggtíma, auk þess sem það er næstum ólíft í stofunni eftir vinnutíma ef veðrið er gott því hún er með vesturglugga :D

Engin ummæli:

Skrifa ummæli