24 apríl 2006

Draumalandið

Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð

eftir Andra Snæ

er bók sem allir ættu að lesa!

Eins og allar bestu bækurnar fékk hún mig til að hlæja og gráta til skiptis.
Í lokin fyllti hún mig skelfingu. Endar svo á cliffhanger, svona nokkurs konar amk.
Ég tók andköf.

Morð, spilling, náttúruspjöll, mengun nálægt mannabústöðum, yfirhylmingar, allt sem tilheyrir góðum krimma, en þetta er bara alls ekki skáldsaga...

Hann er bæði hugmyndaríkur, frumlegur og búinn að vinna heimavinnuna sína virkilega vel. Hann er jákvæður og jafnvægissinni. Það eru engar öfgar, engar ásakanir á hendur neinum, heldur staðreyndir, rök, upplýsingar sem hefur verið leynt og fallegar, jákvæðar, hagkvæmar, heilsusamlegar og umfram allt skynsamlegar og framkvæmanlegar hugmyndir. Hann er ekki virkjunarandstæðingur.

Loksins kominn einhver sem þorir og getur. Það liggur við að mig langi að senda manninn inná þing...

Húrra!
Lesið bókina, núna! (Var ég búin að minnast á að hún er líka fyndin?)

Bk,

:Dagbjört

Spirit: 10

This Is My Life, Rated
Life:
8.9
Mind:
8.6
Body:
8
Spirit:
10
Friends/Family:
5.6
Love:
7.7
Finance:
9.4
Take the Rate My Life Quiz


Alltaf hressandi að taka svona próf og komast að því hvað lífið er gott.
Soldið hissa á fjölskyldu-einkuninni, en ég held að hún sé tengd því að ég á bara eina ömmu eftir og ekkert barn...

fékk þetta annars hjá Huldu sætu

*knús og kossar*

:Dagbjört lífsglaða

20 apríl 2006

Gleðilegt sumar !

vaknaði kl 8 í morgun með eftirfarandi Jet Black Joe slagara á vörunum:
"I open my eyes, woke up with a smile, and this is the day" osfrv.

loksins loksins LOKSINS!

reyndi að vekja sifjaðan karlinn minn

stökk fram úr rúminu og kveikti á tölvunni
beint á tónlist.is, og fann besta sumarlag allra tíma

Sumarið er tíminn

með Bubba og GCD

þá vaknaði Andrés og var farinn að smitast

það var ekki til jógúrt, so ég fékk mér rúgbrauðsneið og appelsínusafa
svo fórum við út að hlaupa
hlupum um 5 km

með örfáum öndunarpásum :þ

í gær lofaði ég nefnilega Jeanette vinkonu okkar að hlaupa með henni í danska kvennahlaupinu í sumar ;)

og nú er ég sturtuð og komin í græna sumarpilsið mitt og meira að segja með ogguponsu maskara í tilefni dagsins

Andrés er útí búð að kaupa jógúrt í morgunmatinn handa mér, og á eftir kemur Erna í Pílates

en nú þarf ég reyndar af fara að vinna því ég skipti út frídeginum í dag fyrir annan dag sem hentaði bæði mér og vinnunni betur - það skiptir engu máli, það er samt hátíð í dag:

ÞAÐ ER KOMIÐ SUMAR !!!

gleði gleði gleði gleði :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D :D

05 apríl 2006

Raðhús í Valby

tja sko

ekki nóg með að kona sé allt í einu komin í sambúð í Kaupmannahöfn, nú á líka að fara að gera upp gamalt raðhús í Valby

ef einhver kannast við Valby, þá rekur sá hinn sami nú líklega upp stór augu
Valby er hverfi rétt fyrir vestan miðbæinn í Köben, sem hefur verið frekar mikið slum undanfarin ár, en á nú, sökum staðsetningar, að fara að byggja upp.
verið er að flæma gamla leigjendur í burtu og ýmislegt gert til að heilla duglegt ungt fólk á svæðið

minn kærasti var svo fyrirhyggjusamur þegar hann frétti af þessu, að hann skráði sig á biðlista eftir raðhúsi í raðhúsahverfi sem á að fara að gera upp að utan og ofan.
biðlistinn er svo þannig gerður að þeir sem öllu ráða þarna velja hvaða fólk þeir vilja fá í hverfið
og þeir vilja svona líka endilega fá okkur :)

það sem við fáum út úr þessu er lítið sætt raðhús á undirverði, sem verður gert upp að utan, og annarri hæð bætt ofan á. það sem við þurfum/ætlum að gera er að laga þá hæð sem er nú þegar, að innan:

  • brjóta niður veggi

  • mála allt í björtum og fallegum litum

  • byggja nýtt eldhús

  • rífa gamla eldhúsið

  • leggja nýtt rafmagn

  • leggja nýtt parket



það er pínu skrítið að taka allan þennan pakka svona strax, en við hlökkum bæði mikið til
það merkilegasta er hversu sammála við erum um hvernig allt á að vera :D

Dagbjört litla og Andrés litli, allt í einu orðin stór

við fáum húsið 15. maí :D

04 apríl 2006

nývöknuð

mig dreymdi að ég væri að borða uppáhalds svarta pilsið mitt

hvaða mögulega merkingu getur það haft?

kannski var þetta til að minna mig á að mig langar innst inni í ljósblátt sumarpils...

bleah

best að fara að fá sér morgunmat og pína svo oní sig nokkur vatnsglös...

þegar vatnið hérna er soðið myndast hvít kalkskán á pottinum