31 ágúst 2006

ágústþunglyndi

búin að vera að væla yfir því að sumarið sé búið
Andrés er byrjaður í skólanum og allt komið á fullt, en ég var alveg til í eina afslappaða viku í viðbót
hélt einhvern veginn að svona væri lífið í Danmörku
eftir klikkun síðustu... 10? ára, þá þurfti ég svo sannarlega á svona afslöppun að halda

einhvern veginn ekki tilbúin til að hella mér í hasarinn aftur
bíð eftir því að orkan hellist yfir mig
en enn hefur ekkert gerst

erum búin að semja um að í hvert skipti sem Andrés þarf að læra hérna heima þá spili ég undir á píanó eða gítar

og talandi um !

ÞAÐ ER SLITINN STRENGUR Í FENDERNUM MÍNUM !!!!!! háa EEEEEEE af öllum !!!

buuuuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

á morgun er 1. sept
þetta hlýtur að skána þá

á morgun ætla ég að:


  • skrifa undir samning um skrifstofu handa mér sem er mitt á milli konsins míns og miðbæjarins og alveg oní Söerne

  • kaupa ammælisgjöf handa storesös (sem átti ammæli á föstudaginn síðasta)

  • kaupa ammælisgjöf handa mömmu (sem átti ammæli fyrir alveg 3 vikum)

  • fara með hjólið mitt í stillingu

  • kaupa nýjan E streng í Fenderinn

  • kaupa millistykki fyrir shock-mountinn fyrir mike-inn minn

  • borga síðustu skuldina mína



svo er pabbi 60 eftir bara 2 vikur og það verður svaka veisla handa honum á afmælisdaginn minn, og við verðum öll saman aftur, öll 13 og bráðum 14 manna nánasta fjölskyldan mín :D

en í dag er ennþá ágúst, ennþá hálf-leiðinlegt veður og ég er ennþá slöpp og down og orkulaus

af góðum fréttum að þá er ég að hlusta á svo mikið af frábærri tónlist núna, eftir að hafa fengið loksins að vita með hvaða hljómsveit hin og þessi lög sem ég hef alltaf fílað, eru. það er að sjálfsögðu í gegnum rockstar þættina, sem þið eruð öll að fylgjast með líka.

djö... eru Íslendingar annars klikk að skekkja svona kosninguna! hversu stór hluti þeirra sem kusu hetjuna okkar í nótt myndi t.d. kaupa SuavePorn plötuna ef hann yrði söngvari???

ekki þar fyrir, ég hefði líklega grenjað ef hann hefði farið heim...

jæja, best að grafa dýpra eftir orku og vinna soldið

bleah

:D

1 ummæli:

  1. Magni er of góður fyrir Supernova, við viljum sammt sjá hann í úrslitum, bara ekki vera valinn, spái því að Delana verði valinn Lukas á lítið eftir að röddinni.


    ds

    SvaraEyða