ég var eitthvað að minnast á raunveruleikastilli
raunveruleikastillir er það sem gerir konu kleift að aðlagast að breyttum aðstæðum
t.d. að flytja á milli landa
minn hefur yfirleitt staðið sig mjög vel
jafnvel stundum of vel, þannig að ég á það til að minna á skógarnornirnar í Ronju:
"sést ekki, er ekki"
þegar ég kemst í frí þá gleymi ég vinnunni
þegar ég skipti um land þá hætti ég að velta mér uppúr því sem er heima
osfrv.
undanfarið hefur mesta aðlögunin verið (fyrir utan nýja íbúð, nýja vinnu og nýjan skóla) að flakka á milli yndislegu Köben, þar sem ég á alvörukærasta, og Íslands, þar sem ég á netkærasta
stundum pínu ringlandi, og það þarf ekki snilling til að fatta hvort er betra ástand ;)
svo allt í einu átti ég alvörukærasta á Íslandi í heila 10 daga
vá!
fyrsta daginn kom hann og sótti mig í vinnuna og við keyptum saman í matinn fyrir sumarbústaðarferð helgarinnar
það hefur aldrei verið jafn gaman í Bónus :)
svo fórum við í sumarbústaðinn og hjúfruðum okkur hvort upp að öðru á meðan eitt stykki íslenskur stormur lét öllum illum látum fyrir utan
kíktum í sund, þegar storminum linnti
elduðum rómó, spiluðum scrabble og fundum upp nýyrði :þ
allt voða kósí og á sunnudeginum löbbuðum við uppá Miðfell áður en við brunuðum í bæinn til að mæta í mat til mömmu...
svo kom mánudagur og þriðjudagur með minni vinnu og mínum skóla og mínum hversdagsleika, en þá var allt í einu karlmaður í hversleikanum mínum, sem keyrði mig og sótti í skólann og spurði "hvað eigum við að hafa í matinn?"
þá fór raunveruleikastillirinn minn að hökta svolítið
ég að pæla í kvöldmat 2 daga í röð???
ekki að ég þyrfti að elda samt, því hann er svaka klár í eldhúsinu og finnst það líka meiriháttar gaman
ég fékk bara nett svona "vá þessi pakki!" tilfinningu
litla sjálfstæðislega ofdekraða ég
en stillirinn hökti svo aftur í gírinn og á miðvikudagskvöldið fórum við að hitta vini hans Andrésar á kaffihúsi. Ég plataði þá á Rósenberg þar sem Svabbi var að trúbast af svo mikilli snilld og innlifun og þvílíkri raddfærni að ég held að vinirnir haldi að það sé frekar lítið á milli eyrnanna á mér.
ég bara gat ekki haldið mig inní samræðunum, því ég þurfti svo mikið að hlusta á Svabba. vá hvað hann var góður! Andrési fannst það líka :)
vona samt að ég hafi ekki staðið mig of illa í þessum kærustuskyldum ;)
á föstudaginn var ég í fríi og við sváfum svo til allan daginn
fyrir utan eitt stykki sundferð, nema hvað!
á laugardaginn hins vegar, var kominn tími á að bæta upp fyrir alla vikuna, og dagurinn var súperskipulagður í að hitta fólk.
svo mín fór í kærustugírinn og sinnti sínum skyldum, sem reyndar voru alls ekki slæmar, enda fólkið hans Andrésar allt frekar létt og hresst :)
enduðum kvöldið hjá koninu mínu sem, eftir ísát og spjall, gaf góðfúslegt samþykki fyrir áframhaldandi sambandi mínu við myndarlega Danann (það var líka hún sem byrjaði á þessari Danadýrkun sem virðist vera að smitast í hálfa íslensku kvenþjóðina ;)
samantekt yfir þessa 9 daga:
við fórum 3svar í sund
1 sinni í stutta fjallgöngu
3svar til mömmu hans
2svar til mömmu minnar
borðuðum 6 sinnum lambakjöt
og 7 sinnum ís
elduðum saman 5 sinnum
hittum fullt af fólki
horfðum á 2 myndir
og kúrðum mest
og núna þarf blessaði raunveruleikastillirinn minn að byrja á því á morgun að venja mig við að koma heim í tóma íbúð glorhungraða, með engan sem hlakkar til að elda með mér
og einu kærustuskyldurnar sem ég þarf að sinna er að passa mig að muna hvernig allir líta út, ef ég skyldi nú rekast á einhvern í Bónus :þ
23 október 2005
kærustuskyldur
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Dugleg kærasta gangi þér vel að muna eftir öllum ef þú skildir hitta einhvern í Bónus ... ;)
SvaraEyða