við fengum lyklana afhenta í fyrrakvöld :D
flest lítur alveg ágætlega út, nema eldhúsið, sem er hálfgerð martröð, illa skipulagt, með ogguponsupínulitlum ísskápi og vask-, eldavélar- og bekkhæð frá miðri síðustu öld þegar konur voru um 1,50 m
ég hef nú þegar mjög slæma reynslu af svoleiðis lágum vöskum, frá því ég bjó á Reynimelnum. þá var ekki hægt að vaska upp meira en svona vaskafatsfylli í einu, svo þurfti að taka amk klukkutímapásu til að jafna sig í bakinu!
við erum hætt við að gera nýtt eldhús alveg strax, en eitthvað þarf þó að gera við þetta...
karlinn minn stakk af til Jótlands í gær - til að láta breyta sér í köfunarkennara - og kemur ekki heim fyrr en annað kvöld, svo ég ætla að reyna að gera herlegheitin hrein eins og hægt er í dag. Andrés er með ofnæmi fyrir köttum, og þarna voru tveir! svo það verður bara ipodinn í botni og ryksugan á fullu.
veðrið hérna er hreint út sagt æði. eins og bestu júlídagar á Íslandi mestalla vikuna, og ennþá núna um helgina. stuttbuxur, pils og hlírabolir eru málið :)
er búin að vinna allt of mikið uppá síðkastið, en nú er það að lagast, og ég skrapp með Ernunni minni niðrá Nörreport í gær að sötra hanastél :þ
svo ætla ég að fara með gríslingunum hans storebror í dýragarðinn á morgun og virkilega njóta veðurblíðunnar.
enn meiri knús og kossar,
:Dagbjört sólskinsdís
06 maí 2006
og um húsið
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Hæ skvísa !!!!
SvaraEyðaHeyrðu við hjúin erum að pæla í að þyggja boðið hjá ykkur :)
Okkur hlakkar alveg rosalega mikið til að hitta þig og auðvitað Andrés líka þar sem við höfum aldrei séð hann og frændi þinn á víst eftir að taka hann út og samþyggja hann eins og þú gerðir við mig hahahaha.....
Sjáumst eftir 20 daga :)
Kv. Halldóra
Æði! Hlakka til!
SvaraEyða*Knús*
:Dagbjört
Hvenær kemurðu svo til Íslands í sumar og hvað verðurðu lengi? Ég kem 18. maí og verð út ágúst.
SvaraEyðaVúhú :D
SvaraEyðaHlakka rosa til að sjá nýja húsið í næstu viku