einn og einn dagur stendur uppúr
svona dagur sem maður man eftir
nokkurn veginn fullkominn
þannig var 12. ágúst 2005 - og vel fram á þann 13. ;)
sumarfríið nýbyrjað
ég var í heimsókn hjá Ernunni minni, í Köben, hafði lent kvöldið áður og sopið nokkur öl fyrir háttinn :)
vaknaði og við skelltum okkur beint á hjólin og hjóluðum út í búð til að kaupa í morgunmatinn
átum hann í rólegheitunum
hjóluðum (eða löbbuðum við?) útá lestarstöð og tókum lestina niðrá Hovedbandgården
röltum Strikið í blíðskaparveðri
það er meiriháttar að versla með Ernu
hún er afslöppuð og kemur með ferskar hugmyndir
manaði mig til að kaupa grænar vasabuxur í staðinn fyrir svartar
hafði aldrei átt grænar buxur fyrr
svona er maður alltaf að vaxa ;)
hjálpaði mér líka að velja nýja boli
keyptum okkur ferskjur af götusala og nutum þess í botn að vera í Köben
horfðum á breakdansara
man ekki hvað ég hvar við borðuðum, en við komum heim til Ernu einhvern tíman rétt fyrir kvöldmatarleytið með innkaupapokana
töluðum við Guðna um að við værum of sein að fara í mat til frænda hans, sem bjó einhvers staðar í buskanum hinum megin við Köben
pæjuðum okkur upp og skelltum okkur svo aftur niðrí bæ
ég í nýju grænu vasabuxunum og ilmandi af Forbidden Fantasy :)
sátum tvær inná Y's sem er kokteilabar á Nörreport og sötruðum kokteila sem hétu sumir hverjir ansi svæsnum nöfnum, og fífluðumst og hlógum
mikið stuð
þegar leið á kvöldið birtist Guðni (hennar Ernu) með tveimur (minnir mig) vinum sínum. annar var íslenskur. hinn eitthvað annað. við héldum áfram að panta og hlæja :)
svo mætti frændi hans Guðna. þessi sem við fórum ekki í matinn til. íslenskur að hluta. sagðist vinna við köfun. jeij, ævintýragaur! af því að við komum ekki í mat til hans, þá var hann bara ekkert búinn að borða, svo þegar leið á kvöldið ákváðum við að finna okkur einhvern góðan Kebab stað. fundum svoleiðis og röltum um strikið, smjattandi á kjúllarúllum. sem voru svo vel sósaðar að umbúðirnar urðu blautar í gegn og allt í einu var ég í doppóttum buxum. frændi hans Guðna sagðist öfunda mig mikið að þessum flottu doppum :p
við Erna stigum nokkur dansspor. frændinn hélt áfram að spjalla. einhvers staðar á leiðinni yfir götu við Ráðhústorgið (held ég) komst ég að því að hann hefði aldrei átt bíl. sumsé virkilega áhugaverður ævintýramaður!
við rákumst á einhvern hóp af Íslendingum og röltum með þeim einhvern spöl, en enginn gat komið sér saman um hvert við ættum að fara svo við Erna, Guðni og frændi hans stungum þau bara af. stoppuðum stutt á einhverjum eðalbjór pöbb. svo dróg frændinn okkur á salzastað. úje.
meiri drykkir, fundum borð. pínu spjall. viltu dansa? jamm. salza.
ég veit ekki alveg í hvaða röð hlutirnir gerðust eftir það. alltíeinu var frændi hans Guðna búinn að dansa mig alveg uppúr skónum
hann heitir Andrés og í dag erum við búin að vera á föstu í hálft ár :D
til hamingju við!
:Dagbjört dís
13 febrúar 2006
12. - 13. ágúst 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Til hamingju þið :0)
SvaraEyðaKnús
Hófí
Æji, ótrúlega rómó, ég er svo glöð að þú ert komin með ævintýragæjan sem þig er búið að dreyma um síðan ég kynntist þér :) TIL HAMINGJU BÆI TVÖ!!!
SvaraEyðaVildi að ég fengi að sjá þennan fræga Andrés einn daginn, kannski í brúðkaupinu ykkar sem verður örugglega bráðum, hver veit?
Hlakka til að sjá þig Dagbjört mín á morgun :*
Góðar minningar ;)
SvaraEyðaKlukk!
hehe
Ernan:)
Til hamingju svo gaman að heyra hvað þú ert rosalega hamingjusöm núna sæta. Andrés farðu vel með hana hún er svo yndisleg.
SvaraEyða