06 janúar 2006

2005 - það helsta

sumsé:


  • Byrjaði í Pílates

  • Skrímslið fannst

  • Konið flutti út

  • nýr Sambó flutti inn

  • það voru gerð 4 göt á mallann og skrímslið var fjarlægt

  • ég hvarf í mánuð

  • en dó samt ekki

  • fæddist aftur - og gerði mér einhverra hluta vegna fulla grein fyrir því

  • fann svörin sem ég leitaði að allt árið 2004

  • lagði ímyndunarveiki að mestu til hliðar (en ekki ímyndunaraflið - það gerist vonandi aldrei ;)

  • hélt áfram að semja

  • ofkeyrði mig

  • missti röddina

  • lauk 8. stigi í söng (og hljómfræði)

  • hélt tónleika í tilefni af því

  • tók upp lag eftir mig í Langholtskirkju

  • naut kalda sumarsins með stelpunum í Dívuráðinu

  • flutti úr Vesturbænum í Hlíðarnar - betri íbúð, verra hverfi

  • enn einn nýr sambó flutti inn

  • fór í æðislegt sumarfrí

  • varð skotin í Köben

  • varð skotin í Andrési Köbenbúa

  • byrjaði í nýrri vinnu

  • byrjaði í nýjum skóla

  • flakkaði mikið á milli landa



allt í allt: mjög gott og nauðsynlegt ár, þrátt fyrir erfiðar hríðir við endurfæðingu - það er æði að vera svona endurfædd og seinni hluti ársins var meiriháttar :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli