29 júlí 2005

vantar miða á innipúkann!!!

ARGH!!!!

það er uppselt á innipúkann!!!!
og ég sem var farin að hlakka svo til
Hjálmar, Trabant og Blond Redhead

langar SVO á sunnudaginn !

hjálp !

grenjuskjóða

vá hvað tárakirtlarnir mínir eru ofvirkir þessa dagana!
ég er barasta alltaf skælandi!

má helst ekki knúsa litla yndislega 4ra ára tröllastrákinn minn án þess að tárast
(aþþí að ég veit að hann verður tekinn frá mér eftir örfáar vikur)
svæfði þau síðasta föstudag (fyrir norðan) og þegar hann var sofnaður bara byrjuðu tárin að streyma...

svo í gærkvöldi þegar ég var að taka mig til fyrir bíóferð með kvinnet (Madagaskar :þ ) og ætlaði að setja á stemningartónlist, þá rakst ég á diskinn með "Dagurinn líður" og skellti honum auðvitað í, enda langt síðan ég hef hlustað á hann.

en narcissistinn í mér virðist vera búin að gleyma því að þetta kom allt upphaflega út úr hausnum á honum, og það eina sem hann heyrði var Dóra að syngja og nú er Dóra farinn...
sem er auðvitað ÆÐISLEGT af því að hún komst inní þennan frábæra skóla, en narcissistinn inní mér áttaði sig á að hennar verður samt sárt saknað...
og hann fór að háskæla

Steinunnunnin farin
Ernan farin
Dóran farin
storebror og Anna 3 fara eftir viku
Huldan fer eftir 2
og 2 minni tröllabörnin hans storebror eftir 4 vikur

já og storesös er ekkert á leiðinni heim

það verður því orðið lítið eftir af mínunum nánustu vinum og vandamönnum á skerinu - og engin börn!

bráðum fæ ég samt vonandi píanó, og þá get ég bara sökkt mér í tónsmíðar á meðan ég finn mér nýtt fólk :)

en getið þið ímyndað ykkur að þurfa að vera til án fólks OG án tónlistar !!!!!!!

eitt

stórt

! ! ! G R E N J ! ! !

;)

28 júlí 2005

furðulegur dagur

gærdagurinn
byrjaði þegar ég kom heim úr vinnunni klukkan 01:00 og staulaðist uppí rúm
handviss um að ég myndi sofna svo til undireins, opnaði ég bókina (HP6 - já ég er að lesa hana aftur, því ég las hana svo ferlega hratt fyrst - og hún er frábær í 2. skiptið!) og ætlaði að lesa svo sem hálfa síðu á meðan rúmið mitt volgnaði
en þetta var einmitt svona uppúr bls 400 og ég vissi hvað væri alveg að fara að gerast...

allt í einu leit ég upp og velti fyrir mér hvort ég ætlaði ekki að fara að sofna?
klukkan orðin 02:30
úff
las "aðeins" lengra...
lagði frá mér bókina og slökkti ljósið

hrökk upp klukkan 08:30 við það að sinin í hægri löppinni ákvað að stytta sig um eina 5 cm í tilefni þess að ég hafði verið í háhæluðum nokkra daga á undan
argh! hvað það var sárt

það var ekki til nein mjólk né súrmjólk né jógúrt né bíómjólk né brauð né neitt sem gæti flokkast sem morgunmatur
er búin að vera að vinna svo mikið að ég hef ekkert komist í Bónus
vissi að ég þyrfti að drífa mig í vinnuna, svo ég ákvað að koma bara við í Nóatúni í leiðinni og kaupa súrmjólk (geymi alltaf kassa af fitness niðurfrá til öryggis)
nema hvað
í einskærri hneikslun og mótþróa yfir því að ég ætlaði virkilega að dirfast að keyra í vinnunna 3. sólskinsdaginn í röð, ákvað elskulegi bíllinn minn að neita að fara í gang
klik
klik
klik
heyrðist

ég held það hafi bjargað deginum, því eftir brösótta byrjun neyddist ég til að labba í vinnuna í þessu líka frábæra veðri
þar með fékk ég nógu góðan sólskinsskammt til að endast mér út daginn
og ekki vanþörf á

þegar ég var búin að vera í vinnunni í svona klukkutíma, þá var klukkan allt í einu orðin 13 (mætti hálf 10 sko)
þegar ég var búin að vera þar í 2 tíma, þá var klukkan orðin fimm
bugfixar test og vesen
allt í kapp við tímann
samdi við mömmu um að pabbi myndi sækja mig og hún myndi gefa mér að borða, þar sem ísskápurinn minn væri svona líka tómur.
hafði ekki fengið kvöldmat næstu 2 kvöld á undan, en það er bara ekki hægt að vinna endalaust án matar...

pabbi kom klukkan 18:30
hann var reyndar pínu seinn, svo ég ákvað að henda inn einni lítilli textabreytinu...
og þá hrundi mblog.is
pabbi flautaði
hvað er í gangi???
serverinn á hliðinni
pabbi flautaði
hljóp út
"bíddu aðeins, ég drap serverinn!"
tók breytinguna til bara
ennþá niðri!
fiktaði þetta
fiktaði hitt
veit ekki alveg hvað ég gerði, en greyið serverinn staulaðist uppá brauðfætur
fattaði hvað var að
hljóp út
settist inní bílinn
pabbi keyrði af stað og ég hringdi í support símann
"ertu til í að restarta servernum fyrir mig!"

eftir matinn sagðist storebror vera á leiðinni heim til mín þegar börnin væru sofnuð
þau voru hins vegar í óvenju stirðu skapi, og ég mátti sitja föst í Kópavogi til klukkan rúmlega 22
fylgdist á meðan með Þrúði sem var glaðvakandi og fékk verki í eggin
svo fékk ég að halda á henni og var eins og allgjör klaufi
2ggja vikna, algjör rúsina, en samt orðin góðar 18 merkur!

jæja, storebror skutlaði mér loksins heim og við kíktum oní húddið á bílnum mínum
pabbi hafði stungið uppá vatni á rafgeiminn
fylltum á
klik
klik
ekkert gerðist
ekkert snerist neins staðar
svissinn bara var í einhverri fýlu
svo storebror ýtti honum í gang eins og ekkert væri með þeim ráðleggingum að ég legði honum í Nóatúnsbrekkuna til að tryggja að ég kæmist aftur heim, því ég var jú á leiðinni aftur í vinnuna...

kom sumsé ekki aftur í vinnunna fyrr en 22:30 og átti allt of mikið eftir
staulaðist heim um 02:00, þ.e. upp Nóatúnsbrekkuna með súrmjólkina frá því um morguninn í poka
En viti menn
elsku litli bíllinn fór bara í gang af eigin rammleik, og ég fékk að bruna upp Lönguhlíðina með súrmjólk á milli fótanna

í þetta skiptið leit ég ekki í bókina ;)

22 júlí 2005

farin norður

jæja, þá er í þann mund að stinga af norður í land í faðm fjölskyldunnar
næstum því allt mitt uppáhaldsfólk (þám. allar Önnurnar mínar þrjár) verður saman komið að Hólum í Hjaltadal um helgina

:D

ég og gítarinn erum til, og ég á bara eftir að þurrka skítinn af hliðarspeglunum á bílnum áður en ég fer og sæki Önnu 2 og Stebba bróður hennar sem ætla að vera samferða mér norður. Anna fékk HBP í gærkvöldi, þannig að líklega sefur hún nú bara alla leiðina ;)

annars var dívuráðsfundur í gærkvöldi, til heiðurs Dóru dívu sem er á leiðinni í einhverja eftirsóttustu óperudeild í heimi og flytur af landi brott á þriðjudaginn!!!
húrra fyrir henni! grenj hvað ég á eftir að saknennar!

einhverjum sem finnst actionary skemmtilegt?
ímyndið ykkur þá dívu-actionary
allir athyglissjúkir og enginn feiminn!
úje
skemmst frá því að segja að ég var ekki búin að pakka þegar ég staulaðist á fætur í morgun

en allavega
sólskinið kallar!

vona að þið njótið helgarinnar öll sem eitt

*knús og kossar*

:Dagbjört sólskinsdís

19 júlí 2005

Þögn

þögnin kæfir mig

"Dagbjört, líður einhvern tímann sá dagur að þú syngir ekki?" spurði Dóra díva eftir að hafa deilt með mér hótelherbergi í 5 daga í nóvember.
"nei! ef ég syng ekki þá líður mér illa" var svarið

þegar ég var stelpa þá grét ég ef ég var hás og gat ekki sungið í nokkra daga


í gær (sunnudaginn 17. júlí)
var ég búin að þegja í 2 mánuði
eftir að hafa misst röddina rétt fyrir próf en samt pínt hana áfram fram yfir 8. stigs tónleikana
hása og ljóta

þögnin meiðir mig

ég er ekki lifandi á meðan ég þegi
og píanólaus í þokkabót
ekkert gaman að spila á gítar án þess að syngja

jamm, það má etv. sjá það á því hvað bloggin mín síðustu 2 mánuði eru dauf nema þau séu reið útaf einhverju eins og nornaveiðum og karlrembum.
fyrir utan í blábyrjun júní þegar ég var rétt búin að klára nokkur lög og var ennþá að anda þeim að mér...

að syngja ekki er að anda ekki
og ég hef ekki andað í 2 mánuði

fyrr en í gær :)
svaf lengur en ég hef gert í marga mánuði
vaknaði
borðaði í rólegheitunum
fór í sturtu

og söng
betur en ég hef gert síðan...
í janúar?

það vantar reyndar ennþá mikið uppá að allt sé í lagi, en þetta er loksins á réttri leið
loksins er ég farin að raula á meðan ég geng frá eftir matinn eða hengi út þvottinn
og í morgun á meðan ég hjólaði í vinnuna
loksins get ég slökkt á útvarpinu í bílnum
og sungið alla leiðina heim

og hver veit nema ég vakni bara syngjandi á morgun :D

17 júlí 2005

muh

ég er búin með bókina á innan við sólarhring (bara 607 bls!)
og það er ENGINN sem ég get talað við

þetta gerðist líka síðast

muhmuhmuhmuhmuhmuhmuhmuhmuh!

(ég gat eiginlega ekkert sofið í nótt! náði einhverjum 3 tímum og var alltaf að rumska og dreyma hvað kæmi næst...
svo ef ég hefði ekki ákveðið að skreppa til mömmu og snýkja kvöldmat, þá hefði ég verið búin með bókina klukkan svona 9 í kvöld
lestrartími: 17 klst (húrra! prímtala!!)
sumsé tæpir 3 tímar fyrir hverjar 100 bls)

og hvað á ég nú að gera á morgun og hinn? lýsti því yfir að ég kæmi bara kannski í vinnuna á mánudaginn, og langar nákvæmlega ekkert að vera þar, þar sem við verðum með gesti frá "The Evil Empire" (Londonskrifstofunni).

kannski ég lesi hana bara aftur !

nei, en ég held ég fari núna og kúri með hana og lesi aftur kaflann þar sem...

;)

15 júlí 2005

ÞrúðurNafn þetta er fengið úr goðafræðinni. Þrúður var dóttir Þórs þrumuguðs og merkir nafnið styrkur, - kraftur.


Fallbeyging

nf : Þrúður
þf : Þrúði
þgf: Þrúði
ef : Þrúðar

-----------

Haldiði að það sé flott!

Systkinin Náð, Gnýr og Styrkur :)

14 júlí 2005

Freyr, ég er ekki sátt við þigyou promised me blue skies
and days without rain
outlawing the wind
like once before
remember?

you promised suntans
from swimming outside
sunnyblonde hair
sun everywhere
and blue eyes blue eyes blue eyes all around

why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?

you promised me laughter
and playing outside
rollerblades, bikes
a warm beach
or almost

said it was my choice
to live in the sun
wear my bright skirts.
but it's not here
and my eyes are grey and gray and ...

why did you take the summer away?
why did you take the summer away?
why did you take the summer away?

10 júlí 2005

fallin

jæja
það hlaut að koma að því

það hefur heyrst ískyggilega lítið í mér undanfarið
ekki vegna þess að ég sé svo súper bissý að taka uppúr kössum
ónei
ekki vegna þess að ég hafi svo brjálað mikið að gera í vinnunni
ónei
meira að segja lá ég heima í 2 og hálfan dag í síðustu viku með massa kvef og hálsbólgu og er núna svotil alveg raddlaus
akkuru blogga ég þá ekkert?
ekkert að segja?
jújú
svosem nóg
með skoðanir á flestu eins og flestir vita

það er bara þannig
að ég er fallin
á minni hættulegustu fíkn
úje

ákvað fyrst að vera súper praktísk
ekkert gaman að taka uppúr kössum án þess að hafa eitthvað til að hlusta á
svo ég náði mér bara í HP5 hljóðbók niðrí vinnu og blastaði henni yfir alla 120 fermetrana sem storebror var svo góður að lána mér, á meðan ég tók upp bækurnar mínar og þurrkaði af þeim rykið í rólegheitunum
sem var ágætt
nema
svo fór ég að lesa uppí rúmi líka
á kvöldin
og svo
á morgnanna (mætti skömmustuleg klukkan 10:30 á föstudaginn þó ég hafi vaknað fyrir klukkan 8)
og núna
er ég tímabundið búin að missa áhugann á veruleikanum og dottin inní Hogwarts og nr 12 Grimmould Place
og farin að telja niður dagana fram að HP6

5 dagar og 2 klukkutímar


bók + ævintýri = stórhættuleg blanda!

best að skríða undir sæng að lesa...

07 júlí 2005

elsku bestu tjallarnir

mig langar bara til að dáðst að því hvað bretar virðast bregðast yfirvegað við árásunum.
etv. sýnir það hvað þeir eru jarðtengdir blessaðir
vissu að þeir máttu eiga von á þessu
að enginn er ódauðlegur
engin heimur óbreytanlegur

ég á ekki við að þetta fái ekki á þá
þeir virðast bara ekki vera með neina svona móðursýki
og vá hvað björgunaraðgerðirnar virkuðu vel skipulagðar

á meðan sífellt versnandi íslenskir fjölmiðlar kepptust við sína æsifréttamennsku sagði fólkið á staðnum rólega frá
"það er allt í lagi með mig!" sagði sótug ung kona með blóðtauma rennandi niður lappirnar, "það er fólk ennþá inni sem er miklu verr sett"
"við biðum í vagninum í 20 mínútur og hjálpuðumst að við að róa hvert annað" sagði maður úr einni lestinni
jamm, æðruleysi

þessir heilþvegnu sauðir hans Ósóma hafa ekki einu sinni komist nálægt því að hafa varanleg áhrif á breskt þjóðlíf og þjóðarsál

bretar eru yndislegir

allar góðar vættir veri með þeim

04 júlí 2005

smá getraun

jæja

langar einhvern að giska á hvað var það fyrsta sem ég tók uppúr kössunum?

a. allt í kaos
b. bækurnar
c. geisladiskarnir (cd)
d. dvd
e. eldhúsdót
f. föt

giskið nú. hvað er það sem ég get síst verið án?

:D

01 júlí 2005

lífið í kössum

jæja, þá er kona flutt!

í risastóru stofunni í íbúðinni hans storebror, sem ég þarf að fara að reyna að kalla íbúðina mína, standa kassar, skápar, kommóður, sófar og aðrar mublur í algjörri óreiðu.
meyjunni líður ekkert sérstaklega vel með það, en við vorum í svo miklu tímahraki að bera allt inn áður en bílstjórinn þurfti að fara í næsta verk, að þessir frábæru strákar sem komu til að hjálpa mér (gengið hans storebror, storebror sjálfur og pabbinn) fengu að skella öllu í einn haug á svo til miðju stofugólfinu.
það var rétt svo að mér tækist að komast að öðrum sófanum í gær, setja í hann pullurnar og kasta mér útaf með fréttablaðið í svo sem hálftíma.

en svona er nú bara til að laga það
mamman ætlar að koma askvaðandi um helgina og hljápa mér að taka uppúr kössunum. hún er algjör gimsteinn. mætti til mín á þriðjudagskvöldið og var bara í tæpa tvo tíma að pakka öllu eldhúsinu og því sem var eftir af stofunni. á meðan var ég að vesenast með einn bókaskáp! komst að því að ég á miklu meira af bókum en ég hélt. ætla að telja bókakassana á morgun og láta ykkur vita ;)

stærsta vandamálið eru hins vegar mublurnar sem ég bara get ekki bifað. eins og t.d. sjónvarpið. því var bara skellt á ganginn því það komst ekki inní stofuna, og það er ekki fræðilegur að ég nái því inní stofuna, og hvaþþá uppúr kassanum. skáparnir hillurnar og kommóðan eru í svipaðri stöðu. standa á víð og dreif um stofuna og ég get ekkert gert í því. stundum er óþolandi að vera einhleyp kona með ofnæmi fyrir því að biðja sér hjálpar (bað sko engan að hjálpa mér að flytja, storebror var svo yndislegur að bókstaflega hóta mér ef ég leyfði honum ekki að koma með strákana). enda auðvitað á að biðja storebror og pabba að færa þetta allt á réttan stað. fyrst þarf ég bara að ákveða hvar sá staður sé...

flutti sumsé seinnipartinn á miðvikudaginn og var svo kófsveitt allan daginn í gær að ganga frá og þrífa Reynimelinn. fór með um 450 dósir og flöskur (takk allir þeir sem hafa komið í partý) í endurvinnsluna og ætla því núna að skella mér á útsölu í Zöru og sólunda gróðanum beint í sjálfa mig.

ég er ekki orðin nettengd, svo ekki hafa áhyggjur þó það heyrist lítið í mér

*knús og kossar*