13 ágúst 2006

LBN

uh

ef Spænskir hryðjuverkamenn læddust inní Frakkland, dræpu nokkra hermenn og rændu nokkrum öðrum, myndu Frakkar hefja loftárásir á samgöngukerfi Spánverja, sprengja Katalóníu í tætlur og ráðast svo inní landið?

tja
nei
líklega myndu þeir frekar eiga samstarf við Spænsk stjórnvöld um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum og frelsa gíslana.

og ef þú ert hryðjuverkasamtök sem vilt ná pólitískum yfirvöldum í landi sem gerir sífelt meira til að hrekja þig á brott, hvað er það sniðugasta sem þú getur gert? jú, einmitt að fá sprengiglöðu nágrannana fyrir Sunnan til að byrja að sprengja landið í tætlur og drepa sem flesta saklausa borgara. þá snýst allt í einu allur almenningur, sama hverrar trúar, á sveif með þér, og voila: þú stjórnar landinu!

Ísraelsstjórn gekk beint í gildru Hezbollah, þvílíkir andskotans fávitar.
Líbanon var eitt vestrænasta nágrannaríkið þeirra, með mikla uppbyggingu, verslun og fjármálamarkað. Þeir voru að reyna að losa sig við áhrif Sýrlands og Hezbollah, og Hezbollah brást svona við. Þeir eru víst búnir að vera að reyna að starta þessu stríði síðan í Nóvember. Meira um sögu Líbanon hér.

en hvað veit ég, kannski gengu Ísraelsmenn ekkert í neina gildru. kannski eru þeir bara að reyna að hjálpa Bush og co. að finna afsökun til að ráðast á Sýrland...

og það eru tvö ár eftir af þessu helvíti
man einhver hvernig heimurinn var áður en fíflið varð forseti?

1 ummæli: