10 desember 2005

einhverskonar jólatexti

þá er ég komin með smá textamynd fyrir jólalagið
allar ábendingar vel þegnar
(nema hvað ég veit vel að brott og nótt og kjöt og naut ríma ekki, þetta kallast hálfrím):

Þó öll fönnin fjúki brott
falli regn á jólanótt
ofsaveður öskri ljótt
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

Hvort sem ég fæ hangið kjöt
holdagrísi, kalkún, naut
eða bara mjólk og graut
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

ég þarf ekki nýjan kjól
ég þarf hvorki snjó né sól
þú ert allt mitt ljós og skjól
og ef þú ert hjá mér
ég held mín jól

Ég þarf enga pakka' að fá
hvorki í bók né spil að spá
verðir þú mér ætíð hjá
er það besta gjöfin
öll mín ævijól

nú er bara málið að finna nógu gott nafn á lagið...
einhverjar hugmyndir?

:D

2 ummæli: