06 maí 2006

hljóðfærabrjálæðingur

eins og það hafi ekki verið nóg fyrir mig að kaupa rafmagnsgítar fyrir 2 mánuðum, þá er ég núna búin fjárfesta í rafmagnspíanói!!!

sem einfaldlega þýðir:
(syngist)
ég er komin með píanó, húrra húrra húrraaaaa!!!

Roland heitir það, og mætti inná stofugólf hjá mér í gær. Vaknaði í morgun og settist við. Ég má spila þó klukkan sé 8 að laugardagsmorgni, eða jafnvel niðdimm nótt, því ég get bæði skrúfað niður og notað heyrnartól.

mmmmmmmmm

svo er bara að byrja að safna fyrir "the real thing"

knús á alla

:Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli