05 desember 2005

Draumajól

ímyndið ykkur risastórt timburhús á tveimur hæðum sem stendur í brattri hlíð í ævintýralandi.
allt er á kafi í snjó og útsýnið er stórfenglegt, yfir snæviþakin fjöll og ísilögð vötn.
það er Þorláksmessumorgunn og næstum allir eru komnir
2 afar
1 amma
2 pabbar
2 mömmur
5 börn á aldrinum 0 - 9 ára

útidyrnar opnast og inn gægist ungt og ástfangið par
frænkan og ævintýraprinsinn hennar
þeim er auðvitað báðum tekið fagnandi, og fá eitthvað gott í svanginn áður en þau drífa sig út í gríðarmiklar snjóhúsaframkvæmdir ;)
svo er auðvitað örlítið stússast í eldhúsinu, enda þarf að grafa lax, gera ís og ananasbúðing og sjóða hangikjötið - mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :)

á aðfangadagsmorgun fara allir í sund og hamast og busla um og verða tandurtandurhreinir
svo er farið heim í graut :)
einhvern veginn reynum við svo að stytta börnunum stundirnar, en borðum samt frekar snemma svo þau verði ekki orðin alveg uppgefin greyin
eitthvað verður erfitt að koma fyrir pökkum handa 14 manns...
...en allir fá þá eitthvað fallegt
og að minnsta kosti eina bók ;)

á jóladag búa frænkan og amman til alvöru heitt súkkulaði (úr íslensku suðusúkkulaði) og allir gæða sér á heimabökuðu brauði og smákökum í brunch, ennþá í náttfötunum
svo er slakað á allan daginn, lesið, spilað á spil, farið út ef veðrið er gott, borðað hangikjöt og já, slakað á...
og allir eru saman
allir!
mamma, pabbi, storesös og allir hennar, storebror og öll hans, ég OG Andrés!

*ljóm*

ég vona bara að ég vakni ekki einn góðan veðurdag og komist að því að mig sé barasta að dreyma...

hlakkihlakkihlakkihlakk

3 ummæli:

  1. Hljómar eins og sannkölluð draumajól! :0)

    Hófí

    SvaraEyða
  2. Ekki gleyma arineldinum!!

    Jepp, hér kyngir niður snjónum, Þegar kominn einn stór snjókall í garðinn og pláss fyrir marga fleiri!!

    Storesös

    SvaraEyða