27 júní 2005

tékklisti fyrir flutninga

- skrá mig fyrir símanúmerinu mínu
- flytja símanúmerið mitt
- vesenast útaf ADSL og emailinu sem ég notaði aldrei en borga 1200 kall fyrir á mánuði
- vesenast í orkuveitunni svo konið mitt hætti að fá reikninga
- borga rafmagnsreikninginn sem hvarf
- pakka stofunni
- pakka eldhúsinu
- pakka fötunum
- pakka músíkinni
- flytja lögheimili
- láta póstinn vita
- láta mastercard vita
- láta og Vodafone vita
- láta Hringiðuna vita
- láta símaskrána vita
- einhverja fleiri?
- panta flutningabíl?
- kaupa morgunmat áður en ég æli

talandi um símaskrána!
frændi minn spurði mig að því hvort ég myndi ekki hætta að vera nemi í símaskránni, núna þegar ég er búin með 8. stig og komin í söngskólapásu.
vandamálið er bara hvað ég eigi þá að vera?
dettur helst í hug:

Dagbjört ævintýrakona

hvað finnst ykkur?
haldiði að einhver myndi misskilja þetta illa? hvernig?
haldiði að síminn myndi leyfa mér þetta?
einhverjar betri hugmyndir?

24 júní 2005

hæ hó

er einhver á lífi?
hvað er með internetið?
eina síðan sem virkar er blogger...
já og google

msn niðri
tölvupósturinn niðri
mbl
skrítnast

22 júní 2005

pínu undirbúningssöknuður

the sun licks the city
early morning birds are singing lovesongs
out there
I try to join them
but how can I sing lovesongs when I'm empty
in here

the grass is fragrant
my rose is in bloom
the blue sky is smiling
it shed it's cloak of darkness
to a midsummer groom

and then it's daytime
I put on my green summer skirt and
I try
to shake off my torpor
but really want to crawl back 'neath my duvé
and...


blah
svo vantar hin erindin
ætli þau komi ekki í haust þegar ég hef tvöfalt fleiri manns til að sakna...

þá verða ca. 12 af mínu uppáhaldsfólki hinum megin við hafið *grenj*

en þá verður reyndar ekki lengur miðsumar :S

15 júní 2005

5 milljón systur mínar myrtar

ég hef löngum velt því fyrir mér hvað það sé sem er að í heiminum
einu sinni hélt ég að ég myndi aldrei finna svarið
það er auðvitað samspil margra þátta, en það er þó hugsanlegt að rótin að því flestu liggi í um 1700 ára gömlu samsæri og valdabrölti viðbjóðslegra manna allar götur síðan.

stór hluti af þessu samsæri, eftir því sem það vatt uppá sig eins og snjóbolti frá helvíti, var að minnka áhrif og völd og virðingu kvenna. Vegna þess að þeirra menning ógnaði valdi þessara viðbjóðslegu karla, sem smátt og smátt krepptu hnefann í ógnarstjórn yfir heiminum. við vitum öll að vald þeirra byggðist á ótta. Þeir stjórnuðu manninum með því að þykjast stjórna því sem hann óttaðist mest.

Á endanum ákváðu þeir að leggja í skipulagða útrýmingarherferð á menntuðum og sjálfstæðum konum. Vísindakonur, sem á þessum tíma stunduðu t.d. náttúruvísindi, lækningar, voru ljósmæður og margt fleira. Konur sem á einhvern "yfirnáttúrlegan" hátt skildu stærðfræði! Konur sem þorðu að segja skoðanir sínar. Konur sem af handahófi fóru í taugarnar á einhverjum körlum. Voru kannski ekki nógu fríðar. Eða fóru í taugarnar á einhverjum konum. Voru kannski OF fríðar.

Í sumum hlutum Evrópu fóru útrýmingarsveitir um bæjarfélögin og völdu úr konur til að brenna til dauða. Af hverju lét fólk þetta viðgangast? Ótti, að sjálfsögðu. Hvað annað getur valdið öðru eins ?

5 milljónir! Fyrir 300 árum, þegar mannkynið var að fjölda aðeins brot af því sem það er nú!
hvílík blóðtaka!

Og konurnar sem eftir voru, voru þær sem voru þægar og góðar, og viðbjóðslegu mönnunum þóknanlegar. Og svo kannski örfáar í viðbót sem tókst að fela sig. Þykjast. 300 ár af ofsóknum, hvað ætli það hafi gert fyrir sjálfsálit kvenna. Og genauppbyggingu! Ætli þeir hafi ekki bara komist langleiðina með að útrýma vísindagenunum af x-litningnum?

Ef þetta hefði komið hingað á skerið okkar, þá væru fæstar okkar til í dag. Ef þetta hefði komið hingað núna þá værum við systir mín og móðir að öllum líkindum með þeim fyrstu á bálköstinn. Forstjóri, læknir og tækninörd! Við bara hljótum að vera verk djöfulsins! Ef svo er, þá hljótum við að hafa átt formæður sem voru það líka...

En Ísland slapp. Hér var engin skipulögð útrýming. Bara nokkrir karlar sem notuðu þetta sem afsökun til að losa sig við einhverja aðra karla sem fóru í taugarnar á þeim, og einn klikkaður prestur á sveppum. Hamingjunni sé lof fyrir það. Hvernig væri Ísland án allra þessara sterku kvenna?

Mér þætti forvitnilegt að vita hvort löndin sem lentu verst úti í útrýmingarherferðinni standi sig verr í jafnréttismálum en önnur lönd. Mér hefur alltaf þótt áberandi þegar ég kem til útlanda hversu lítil virðing er borin fyrir konum þar, miðað við það sem ég er vön. Því miður er þessi skakka erlenda menning sífellt farin að hafa sífellt meiri áhrif á okkar samfélag. Hvert flytur maður þá?

Ég held að þessir viðbjóðslegu karlar hafi sett veröldina úr jafnvægi. Það er það sem er að henni. Okkur svimar öll. Spurning er bara hvort nokkurn tíman verði hægt að finna þetta jafnvægi aftur.

07 júní 2005

Upptaka handa ykkur - loksins!

jæja, þið hljótið að vera komin með algjört ógeð á öllu mínu röfli um Dagurinn líður

ég bara get ekki hætt að vera í sæluvímu yfir því!
þetta hef ég nefnilega aldrei upplifað áður

hef alltaf verið með hausinn fullan af alls konar vitleysu, bæði tónlist, sögum og plönum

plönin ganga auðvitað aldrei eftir
sögurnar eru bara rugl
og tónlistinni hef ég ekki getað náð almennilega út
fyrr en núna

og núna
í fyrsta skipti
er raunveruleikinn svo miklu æðislegri en ímyndunin gat gert sér í hugarlund!

því halló! hvaða tónverk er jafn flott í hausnum á manni eins og það er í alvöru flutningi alvöru tónlistarfólks!!!

*andvarpandvarpandvarpandvarp*

og hún Dóra yndið mitt gerði þetta svo vel!
og nú getið þið fengið að heyra!

hér (á mp3 formi)

með góðfúslegu leyfi Dórunnar minnar *knús og kossar* sætust!

p.s. ef þið misstuð af því hér að neðan, þá er ljóðið eftir Tómas Guðmundsson, úr ljóðabókinni Við sundin blá eða á blaðsíðu 80 í stóru Tómasarbókinni (sem þú átt t.d. storesös)

06 júní 2005

dora_burt.pts

verkefni kvöldsins er að mixa burtfararprófstónleikana hennar Dóru dívu

svo vonandi fáið þið að heyra "Dagurinn líður" á morgun :)

svo er víst best að fara að standa við öll þessi loforð um að láta fólk fá nótur ;)

meira seinna - pro tools bíður!

:D

Hversdagsleikinn?

tja...

ég byrjaði á að draga allt nördagengið uppí skorradal í fjórhjólasafarí, veggjaklifur, axarkast osfrv. Endaði að sjálfsögðu með bjór og grilli (og slatta af eplasnafsi) fram eftir nóttu :)

sweet
hefði aldrei trúað því hvað það er GEGGJAÐ gaman á fjórhjólum
(já elsku umhverfissinnar, þetta var allt eftir fyrirfram ákveðnum leiðum og ekki verið að spæna upp neitt af fósturjörðinni - haldiði að ég hafi ekki verið búin að dobbeltékka það???)
en sumsé, vindurinn í andlitið, fjöllin, firnindin, nýbornu lömbin, hestarnir...
barasta íslensk náttúra eins og hún leggur sig og ákaflega vel taminn og kröftugur fákur undir manni ;)

fór auðvitað í algjöra sveiflu yfir því að vera pínd til að vinna inni í allt sumar! ! !
*hneiksl*
það er svo andstætt eðli mínu að mér finnst það vera brot á mannréttindum mínum!

jamm

svo var Gerard Butler kvöld hjá dívuráðinu á laugardaginn, en fyrst fórum við út að borða á Tapas barnum. Viðfangsefnið var kroppasýningin og gamanmyndin Tomb Raider 2, og ekki hægt að segja annað en að það hafi verið mikið hlegið og svo líka pínu stunið ;) Svo var töluvert velt vöngum yfir því hvers vegna allir flottir karlmenn eru svona gamlir (GB er 36). Mér finnst það frekar augljóst. Hver vill stráka? Jú, kannski sumar stelpur. En konur? Þær vilja menn. Og dívur þess þá heldur ;)

En að öllu gamni slepptu, þá liggur við að kona hafi alveg jafn mikið að gera eftir allt saman. Nema bara núna er það við að hitta fólk. Sem er auðvitað frábært, því þannig á sumarið að vera.

Og fólk er líka best.

*knús og kossar*