31 ágúst 2004

Hilsen fra Norge

Systir mín er búin að kaupa sér höll! Ég er ekki að grínast! Öll stórfjölskyldan gæti vel búið þarna. Og það er sána og kæliherbergi og hiti í baðherbergisgólfum og rafmagn í veggjum (sjaldgæft í Norge). Og risastofa með brjáluðu útsýni og tómstundaherbergi og tónlistarherbergi og svo framvegis. Og það besta: risagarður með 5 eplatrjám, eins klippt út úr Astrid Lindgren bók.

Kannski maður ætti bara að flytja til Norge. Þar er sumar á sumrin, vetur á veturna og fullt fullt fullt af ljóshærðum strákum.

Talandi um! Ásgrímur er núna með sítt ljóst hár, og ég má róta í því. Alveg himnaríki!

tveir af mínum helstu veikleikum:
strákar með ljóst hár
strákar með sítt hár

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm... sítt ljóst hár!!!

30 ágúst 2004

pant meira blogg frá Fritz

Mín kæra Fröken Morgunsteinn!

Þú mátt endilega blogga meira! Þú ert alveg frábær penni, kúl, sniðug og fyndin, og geðkt gaman að lesa það sem þú skrifar.
Meira takk!

þín Dagbjört

29 ágúst 2004

bleika byltingin

bara svona aðeins til að útskýra þennan bleika lit:

ég er sumsé að ganga í gegnum bleika byltingu. hef aldrei gengið í neinu bleiku, notað neitt bleikt né bara yfirleitt átt neitt bleikt. var einhvernveginn innprentað inní mig frá æsku að bleikur væri vondur litur. tákn um kúgun konunnar.
en það var bara einn galli. bleikur nefnilega fer mér vel. sama hvað ég hef reynt að afneita því í gegnum tíðina, þá virðist hann passa við mitt hár og hörund.
hef stundum reynt að ganga í bleiku, en mömmurnar mínar tvær gáfu mér alltaf svona meaningful look: "þú ert í bleiku! þú ert að svíkja kvenþjóðina", en sögðu upphátt: "mér bara finnst ekki bleikur fallegur."
svo tók blessaða femínistafélagið uppá því að nota bleikan sem sinn lit! og hananú, nú táknar bleikur ekkert slæmt lengur, og ég má bara víst vera í honum.
svo í vor fór ég í verslanir og nú á ég hvorki meira né minna en:
2 bleika boli!
1 bleikar innibuxur!
4 bleika varaliti!
1 bleikan augnskugga!
og mamma er meira að segja farin að venjast þessu. ég var í bleiku á lokatónleikunum í vor, og hún sagði að ég væri fín :)

systir mín veit hins vegar ekki ennþá af þessu. kannski ég taki buxurnar með til Norge á þriðjudaginn...

hmmmm
eða er ég kannski að svíkja kvenþjóðina?

28 ágúst 2004

p.s.

ég er tilbúin! hvar ertu?

bara eitt enn í dag

ég sakna Ernsins míns alveg ferlega mikið!

Ernið mitt stakk af í tilefni af ammælinu sínu og er búin að vera í burtu í 2 vikur!
Valla sagði mér að hún kæmi ekki aftur fyrr en 6. sept, og ég svosem lifi restina af þar sem ég verð í Norge...
Vantar samt svo að tala við Ernið mitt um alla frábæru hlutina sem ég uppgötvaði þegar ég gerði diskinn handa mömmu. Að búa til heilan disk án þess að fá feedback er bara ekki hægt! ekki heldur hálfan, þetta er nú bara hálfur diskur sem ég gerði, 23 mínútur...
Svabbi hjálpaði til í gær með feedback á lagið sem hann samdi (og ég er sumsé að mixa) og þá fattaði ég hvað maður er heftur ef maður hefur ekki fólk.

án fólks er enginn tónlist.

ef þú skrifar lag, sem enginn flytur, er það þá til? Er það þá nokkuð meira en bara svartir belgir á 5 svörtum línum?

bráðum koma blessuð...

já sko jólin koma bara rétt strax!

í dag og á morgun er vinna vinna vinna
á mánudaginn byrjar skólinn
á þriðjudaginn fer ég til Noregs í málningarvinnu
svo kem ég heim
svo fer ég á námskeið hjá Paul Farrington í söngleikjalögum
þá er september meir en hálfnaður, og ég verð í skóla og vinnu og...
svo byrjar óperudeildin og þá þá þá!! ha! þá!
þá minnkar vinnan niður í 50%
svo í byrjun okt er námskeið hjá Mark sem gaf mér 9,5 á prófinu í vor
svo í lok okt eru nemendatónleikar
svo í byrjun nóv fljúgum við til New York til að syngja í Carniege Hall, samkvæmt Garðari fyrst Íslendinga (getur það verið?)
komum til baka 9. nóv, og eins og allir vita þá verða jólin svo til komin þá.

er sumsé uppbókuð fram til 9. nóv svo þessar næstu 10 vikur verða súper fljótar að líða. þess vegna er svona stutt í jólin.

hananú!

Dagbjartarblogg tilraun 2

Einhverntímann fyrir tveim árum ætlaði ég að blogga voða mikið um pólitík. Var svo hneiksluð þegar ég flutti heim til Íslands og áttaði mig á því að verið var að gera út af við velferðarkerfið sem ég ólst upp við. Svoleiðis sér maður betur þegar maður kemur aftur eftir langa útdvöl.

Það var þá.
Þetta er núna.

Hef ekki hugmynd um hvað verður á þessu bloggi.
Vonandi alls konar dót úr hausnum mínum.

Hann er nefnilega lifnaður við!!!