24 mars 2005

rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

rrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrrrrrhhhhhhhhhhhh

æj
mér fannst ég bara þurfa að öskra eins og ljón
og teygja úr mér

þvílíkt lúxuslíf!
var að koma úr heilsdagsskíðaferð í Norefjell, þar sem sólin glampaði svo vel og innilega að húfa og úlpa fengu að fjúka :)
mmmmmmmmmmmmmmmmmm

svona hefur þetta verið síðan ég kom á laugardaginn:

  • skíði

  • góður matur

  • góður krimmi á skjánum (Norðmenn eru með svona páskakrimma hefð)

  • góður svefn

  • góð bók

  • skíði

  • meiri skíði

  • pínu Benedikt búálfur

  • meiri góður matur...

  • osfrv.


sumsé algjört sældarlíf hér í Norge og akkúrat núna er ég alveg glorhungruð og pínu stirð eftir langan dag á fjöllum, og líður þar af leiðandi eins og ljóni

rrrrrrrrrrrrrrraaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarrrrrrrrrrhhhhhhhhhhhhh

17 mars 2005

smá yfirheyrzla

Jæja, hvar hefurðu VERIÐ Dagbjört mín?

Tja, sko, bara allt á skrilljón, eins og ég var búin að vara við

jæja? eins og hvað?

jú, tónleikar óperudeildar, undir stjórn svaka Covent Garden stjórnanda
og lokapróf í hljómfræði
og árshátíð

núnú! en var þetta ekki allt saman í síðustu viku?

ja, reyndar...

en hvað?

svo hrundi tölvan mín :(

jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!

já, en okkur tókst að bjarga henni, þetta var bara svona týpískt Windows bögg

grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr, Windows!

jamm, næst kaupi ég Mac-a - alveg pottþétt!

og var hún bara að komast í lag?

nei reyndar var það seinnipartinn í gær, þökk sé Knoppix disknum hans Naldo

og þú bloggar fyrst núna???

jamms...

AFSÖKUN?

jú, sko, hljómsveitin Mín var að frumflytja nýtt lag í gærkvöldi...

úúúúúúú

jebb, heitir "Vögguvísa á heiði" og er svaka spúki, eins og Mín er von og vísa.
gekk líka voða vel og Ernið mitt var svaka flott í indíánakjól.
átti sviðið sko!

jahso! Til lukku með það! Þú hefðir nú samt alveg getað bloggað í dag, eða hvað?

í dag var ég á flakki um Söngskólann með upptökuverið mitt flytjanlega "Stúdíó Undraland" að taka upp hinar og þessar söngdísir.

ok, ok, þú hefur sumsé alveg nóg að gera

jamm

en fer nú bráðum að hægjast um?

jamm, núna í lok vikunnar

og ætlarðu þá að vera duglega að blogga?

neibbs! þá ætla ég til Norge að heimsækja storesös og fara á skíði :D

02 mars 2005

draumahúsið

fasteignamarkaðurinn er alveg klikkaður þessa dagana, og þó að mér liggi ekki mikið á að kaupa mér íbúð, þá fylgist maður með. Það virðist sífellt hyggilegra að byggja bara sitt eigið hús, í stað þess að borga tvöfalt verð fyrir eitthvað sem er bara svona sirka ágætt. ef ég byggði hús eftir mínu höfði þá myndi ég vilja hafa eftirfarandi:


  • 2 hæðir

  • arineld í stofunni

  • risastórt bókaherbergi/skrifstofu, þar sem eru bókahillur upp með öllum veggjum og sófar og hægindastólar svo heimilisfólkið getur dundað sér við að lesa bækurnar sínar og vinna á lappana sína í sama herberginu.

  • útskotsglugga með sæti í svefnherberginu á annarri hæð og bókaherberginu sem væri þá beint fyrir neðan, svo ég geti setið og horft á útsýnið

  • útsýni yfir sjóinn væri líka alveg best

  • tónlistarherbergi (stofan getur reyndar þjónað því hlutverki, því þeir sem þurfa þögn geta farið í bókaherbergið - og flyglar eru svo mikil stofustáss)

  • sér herbergi undir sjónvarpið svo það trufli hvorki tónlist, bókalestur, vinnu né svefn (heimili á ekki að snúast um sjónvarp)

  • amk. 2 klósett

  • eldhús sem rúmar amk 6 manns auðveldlega (eins og hjá mömmu) og liggur yfir í...

  • ...borðstofuna að sjálfsögðu

  • fullt af fólki og

  • nóg pláss fyrir gesti :)



mmmmmmmmmmmm
en þetta verður nú ekki fyrr en í fyrsta lagi um 40, nema ég vinni í víkingalottói (þá þyrfti ég helst að spila í því...) eða semji eitthvað súper-hit lag ;)

en það sakar ekki að láta sig dreyma ;)

bk,

:Dagbjört drómóradís