Við Andrés flugum til London og þaðan beinustu leið til Montreal föstudaginn 24. febrúar
gistum á Marriot hótelinu
laugardagurinn fór í að jafna sig eftir flugið og skoða okkur um í borginni. röltum uppá Mont Royal, fjallið sem borgin heitir eftir
-20°C með vindkælingu
drifum okkur á skíði á sunnudaginn. æðislega léttur snjór og við vorum fljót að finna okkur á parabólísku skíðunum. en klukkan 4 var kominn smá skuggi í brekkurnar og þá var bara orðið allt of kalt, þrátt fyrir margföld lög af fötum.
Súperfrost og vindur.
Ekki venjulegt í Montreal.
virkir dagar fóru svo auðvitað í mikla vinnu hjá mér, og við vorum ennþá á svo evrópskum tíma að það varð ekki mikið meira úr kvöldunum en bara kvöldverður.
þegar komið var fram á fimmtudag var ég ennþá ekkert búin að komast í búðir, og átti að fara heim daginn eftir. vinnan var mikið að reyna að fá mig til að vera lengur, og Andrés var alveg til í aðra helgi, svo það varð úr að við framlengdum.
á föstudagskvöldið kíktum við í búðir, og ég keypti mér ipod-nano og nokkra góða Simons-boli
fórum á skíði á laugardaginn, en þá var orðið heldur betur hlýrra, og snjóaði auk þess blautum snjó allan daginn. Færið varð þess vegna svo þung að eftir aðeins 4 tíma á skíðum var ég orðin alveg búin í fótunum, og meira að segja íþróttahetjan mín varð að viðurkenna að þetta tók á í hnjánum.
svo var loksins afslöppun á sunnudaginn, kíktum í artí-hverfið og keypum hana Emily mína (sjá næsta blogg fyrir ofan).
á mánudagskvöldið var rómó-kvöld og á þriðjudagsmorguninn bakaði ég vöfflu handa Andrési afmælisbarni, eins og lofað hafði verið. upphaflega ætlaði ég sumsé að baka vöfflur hér í Köben, en fyrst við vorum enn í Montreal þá voru það bara morgunverðarvöfflur með sýrópi í staðinn - en ekki án rjóma og jarðarberja.
Andrés þurfti svo að fljúga heim á þriðjudagskvöldið en mér var þrælað út 2 daga í viðbót, og kom til Köben í dag.
Montreal var samt umfram allt annað sannkölluð átveisla! við borðuðum á okkur gat hvað eftir annað, og Andrés greyið þurfti að læra að leyfa!
Við borðuðum:
á Boccachinos - ítalskur(minn uppáhalds) x 3 (eða 4 )
á Entrecote - fransk-kanadískur steikarstaður
á Carlos & pepes - mexíkóskur
á Grískum humarstað
á Mikasa - fengum rómantískt herbergi fyrir okkur og sátum á gólfinu og borðuðum amerískt sushi (sumir bitarnir voru með djúpsteiktu gumsi!)
á Cafe Presto einu sinni í hádeginu
á Cafe Vienna næstum öll hin hádegin (þeir sáu mér fyrir öllum grundvallar næringarefnum í eitt ár)
á æðislega morgunverðarhlaðborðinu á hótelinu, sem býður uppá allt frá hafragraut að vöfflum með sýrópi og frá fersku ávaxtahlaðborði að eggjahræru og beikonu
og svo var okkur auðvitað boðið í mat:
hjá Dössu og Hilmari
hjá Halla og Sigrúnu
það var alveg yndislegt að hitta þau öll aftur :)
takk fyrir okkur ;)
(okkur var líka boðið í tvö partý en skrópuðum í báðum, því við áttum oftast mjög erfitt með að halda okkur vakandi fram yfir klukkan 9 á kvöldin ;)
úff, en allavega mikið borðað
og nú þykist meira að segja Andrés minn vera kominn í átak!
við sjáum til...
10 mars 2006
smá um Montreal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli