17 september 2004

Guði sé lof fyrir íslenska karlmenn

Án þeirra væri ég löngu dauð úr pirringi.
Ég er ekki að segja að ALLIR útlenskir karlmenn séu óþolandi fordómafull karlrembusvín, en af 8 erlendum gestum okkar í gærkvöldi voru 3 sem gátu fordóma sinna vegna ekki orða bundist, og þar af einn á alveg einstaklega ógeðfelldan hátt.
"Þú fallega kona! Ekki þú gáfuð! Af hverju þú vinna hjá hátæknifyrirtæki? Þú ritari? Þú dansa við mig!" (lesist með tilheyrandi káfi)
Gubb gubb gubb!!!

Kona er orðin svo góðu vön að búa á Íslandi, þar sem svona karlmenn eru svo til útdauðir (hef heyrt orðróm um einn, en hann er óstaðfestur). Kona heldur bara að þessi viðurstyggilega tegund manna hljóti að vera útdauð í öllum heiminum. Svo hittir kona útlendinga:
"Jújú, konur fara alveg í háskóla! En þær fara þá í fög eins og sálfræði o.s.frv."
(Ekki að ég hafi neitt á móti sálfræði. Við erum bara að tala um fordóma.)

Í dag langar mig að taka alla útlenska karlmenn, tjóðra þá við vegg, skvetta framan í þá ísköldu vatni og halda yfir þeim langa reiða ræðu.

Hingað til hafa rökin verið:
"Ef allar fallegar konur væru heimskar, þá væru allar íslenskar konur heimskar, en þær eru einmitt flestar bráðgáfaðar, sjálfstæðar og glæsilegar!"
og
"Ef allar ljóshærðar konur eru heimskar, hvernig geta þá Norðurlöndin verið fremst menntaðra og tæknivæddra þjóða og líka lengst komin í jafnréttisbaráttunni!"

þetta eru greinilega ekki nógu sterk rök, því þeir kinka bara kolli og bjóða manni að dansa. Ggghhhhhhhkkkkk

Næst ælta ég að reyna:
"Var/er mamma þín falleg?"
svarið hlýtur að vera jákvætt, því allar mömmur eru fallegar.
"Var/er mamma þín heimsk?"

Point proven!

Hamingjunni, guði, Jesú, ásum og öllum góðum vættum sé lof fyrir íslenska karlmenn.
Ef einhver slíkur les þetta:

*knús knús knús og kossar* fyrir að vera til

Engin ummæli:

Skrifa ummæli