ég breytti stóru synkópunni í Tunglsgeislanum, og telst það núna "upprunalega" útgáfan, þar sem lagið verður frumflutt þannig, vonandi þann 6. des :)
ég vil biðja þá sem hafa prentað út gamla útgáfu af laginu að fá sér nýja. Hér er a moll og hér er f moll, en öll tilbúnu lögin mín má finna hér á síðunni.
málið var að þessi synkópa var bara aldrei rétt. núna er fyrri nótan 3 hálfnótur og hin 2 hálfnótur. ef einhver var búinn að hafa mikið fyrir að reyna að læra þetta hinsegin, ja þá skilur viðkomandi líklega af hverju breytingin var gerð og fyrirgefur mér, enda ekki búið að flytja lagið ennþá :þ
vonandi kemst ég svo til að redda píanói í þessari viku eða um helgina, því ég er alveg að deyja úr píanóþörf fyrir lagið hennar Rannveigar ;)
*knús og kossar*
:Dagbjört
25 október 2005
nýr Tunglsgeisli
fjallar um:
tónlist,
tónlistartal
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli