fátt er jafn gott fyrir innblástur og að vaska upp í útvarpslausu eldhúsi
það er ekki seinna vænna að byrja á jólalögunum, sem eiga að vera 2 þetta árið, eitt handa Ernu og eitt handa mér
jólalagið handa Ernu er alveg að verða samið
laglínan kom endanlega á fimmtudaginn, og núna áðan samdi ég textann við viðlagið yfir leirtausfullum vaskinum.
Stjörnurnar vaka
við gluggann þinn hljótt
dreymi þig jólaljós,
sofðu rótt
dreymi þig frið
á jólanótt
jeij
lag og texti er auðvitað auðveldi hlutinn, útsetning upptaka og hljóðblöndun er miklu meiri vinna.
mesta vandamálið er að mig vantar svo Danny Elfman diskana mína 2 (Nightmare before Christmas og Edward Scissorhands) til að fá pínu innblástur fyrir svona ekta jólatöfra. þeir eru báðir á Íslandi
já og svo þarf ég auðvitað að semja mitt jólalag...
22 október 2006
innblásið uppvask
18 október 2006
Óskalisti fyrir sveitina okkar
- Ávaxtaskógur með kirsuberja, epla og perutrjám og jarðarberjum og fullt fullt af blómum
- gróðurhús með tómötum og agúrkum og papriku og jarðarberjum
- kartöflu og jurtagarð
- lítil heima bjór og vínframleiðsla með mörgum sortum
- bændaverslun
- lítið stöðuvatn með kjötætuplöntum og fullt fullt af froskum og fleiri skemmtilegum lífverum
- sjórinn (með öllum sínum óteljandi skemmtilegu lífverum)
- kræklingarækt
- köfunarhraðbátur
- vindmyllur (helst 3)
- 3 - 4 strent hús helst ca. 400 fm með plássi fyrir gestaíbúð og stúdíó fullu af hljóðfærum og verkstæði og risafiskabúr og fleira
- grunnskóli í hjólafjarlægð
- menntaskóli innan 30 mín aksturs
- etv. 2 kýr og nokkrir hestar
- hundur
- dádýr
- ofnæmisfríir kettir (til að drepa mýs)
- safnkassar til að framleiða lífrænan áburð úr lífrænum úrgangi
- rauð dráttarvél með skóflu
- trampólín
- sundlaug (vindmyllurnar sjá um að framleiða næga orku)
- svepparækt (með skrýtnum dýrum sveppum sem kosta milljón kílóið)
- strútar
- frjálsar hænur
- páfuglar
- hunangsframleiðslu
- heimatilbúnir fuglakassar í öllum trjám
- já og 4 börn
knús og kossar
:Dagbjört og Andrés
p.s. þetta er bara það sem við munum núna, það verður auðvitað margt margt margt fleira :D
13 október 2006
föstudagurinn þrettándi og íslenskir netmiðlar
ég er búin að fá um það bil upp í kok af íslenskum netmiðlum
þeir eru svo lélegir að varla er tárum takandi
sérstaklega mbl.is
þar stendur meðan annars í dag:
Fram kemur á vefnum Wolfram MathWord að algengast sé að þrettándi dagur mánaðar komi upp á föstudegi.
Hefur fólk enga sjálfstæða hugsun á þessum miðli? Kann það ekki að telja?
Hvernig í ósköpunum getur einhver dagur verið oftar á föstudegi en öðrum dögum? Mánaðardagarnir ganga í hringi eftir 7 dögum vikunnar og hoppa yfir 4. hvern dag sökum hlaupára. En þar sem 4 gengur ekki upp í 7, (sem betur fer) þá ganga þeir dagar sem hoppað er yfir líka (í aðeins óreglulegri) hringi.
Ef einhver þarf sönnun er hún hér (þeir sem fatta þetta geta auðvitað sleppt henni):
Afmælisdagurinn minn hoppar t.d. næst yfir mánudag, svo yfir laugardag, svo yfir fimmtudag, svo yfir þriðjudag, svo yfir sunnudag, svo föstudag og loks miðvikudag. Þá er hann búinn að hoppa yfir hvern einasta vikudag einu sinni áður en hann hoppar yfir nokkurn þeirra aftur. Afmælisdagurinn minn fellur því jafn oft á hvern einasta vikudag, eins og allir aðrir dagar í öllum mánuðum ársins.
Fyrir utan þetta eru stanslausar rangfærslur og blátt áfram áróður í fréttaflutningi hjá mbl. Tók einhver eftir því að fyrirsögnin hjá mogganum þegar stíflan var tekin í notkun var "Jökla hamin". Eins og það væri bara þrekvirki og ekkert sorglegt að slökkva á ánni. Ekki "Jökla horfin" sem er sannleikurinn, nei "Jökla hamin" það hljómar svo miklu betur.
visir.is er töluvert betur upp settur vefur. t.d. getur kona valið næstu frétt til að lesa úr hlekkjum fyrir neðan fréttina sem verið er að lesa, í stað þess að þurfa að fara sífellt til baka á forsíðu eins og á mbl.is. Svo er líka frábært að geta lesið allar greinarnar og Silfur Egil osfrv.
fréttaflutningurinn er hins vegar alveg jafn óábyrgur og hjá mogganum.
Hvað er t.d. málið með að halda því fram að Jón Baldvin sé að ljúga? Halda þeir að maðurinn sé fáviti? Halda þeir að við séum fávitar að trúa ruglinu í þeim um að hann sé að ljúga? Eru allir búnir að gleyma hvað kolkrabbinn var öflugur á sínum tíma? Jón átti auðvitað mikið undir Bláu höndinni á þessum árum og fékk sendiherramennsku að launum fyrir að haga sér vel. Núna hefur hann hins vegar engu að tapa. En nei, best að kenna litla landsímamanninum um allt saman.
Hvað varðar óheppileika hinnar annars frábæru tölu 13, þá er það nú bara frekar augljóst í mínum augum.
Talan 12 er mjög góð og þægileg tala. 1, 2, 3, 4 og 6 ganga allar upp í 12. Þar af leiðandi ef þú ert t.d. með 12 gullpeninga og þarft að skipta þeim jafnt á milli einhverra, þá gengur það yfirleitt mjög vel. Eins að deila 12 manns upp á 2 - 3 borð. En komi 13. gullpeningurinn eða manneskjan til sögunnar þá geturðu lent í töluverðum vandræðum. 13 er nefnilega prímtala sem ekkert gengur upp í (nema 1 og 13). Þá verður alltaf einn gullpeningur eftir, eða einn sem fær meira en hinir, og ein manneskja sem verður útundan við sætaskipan. Minna hefur nú orsakað blóðbað í gegnum aldirnar.
hér er annars þessi rugl-frétt eins og hún leggur sig á mbl.is
Skemmtið ykkur svo vel í kvöld (ef einhver ætlar út) og ekki hafa áhyggjur. Eina áhrifin sem föstudagurinn 13. mun hafa er að sumum finnast þeir hafa afsökun til að haga sér extra illa.
p.s. reyndar verða allir starfsmenn BioBars (Líffræðinema-barinn hér í Köben) frekar illa leiknir í tilefni dagsins, þökk sé Andrési, en uppáhalds fyrstuhjálparnördinn minn ætlar að sminka þá alla með gerviskurðum og marblettum og beinbrotum :þ
12 október 2006
12. október
ég er í haustinu
vef mig inní
vettlinga
fölnar
blóð
sofið veinar
andaþungt
stúrið
kalt
og rakt
haustið er í mér
04 október 2006
Haustdagar
mmmmmm
það er svo fallegt veður
haust haust haust
ég elska haustið
og það er yndislegt að vera ástfangin á björtum haustmorgni
og rölta saman í hressandi morgunkuldanum
svo á ég svo flott sjal og vettlinga (ammælisgjafir) svo kuldinn er bara æði
allt er á skrilljón
hitta fólk
hitta fólk
hitta fólk
september barasta hvarf
og við erum nú þegar bókuð í 2 djömm í oktober og 2 í desember
danir eru soldið klikk með að bóka mánuði fram í tímann
og eitt djamm á mánuði er meira en nóg fyrir mig...
félagslíf fyrir 2 er aðeins fyrirferðarmeira en fyrir 1
ég reyni að troða tónlistinni inní þetta einhvern veginn
er amk komin í gang og það munar miklu
náði alveg 3 tímum á mánudaginn
vildi samt ná 3 tímum á hverjum degi
nema þriðjudögum
þá er karfa
:þ
já það er gott að vera til í haustinu
og ástfangin