27 mars 2006

Fer á föstudaginn

Jæja, þá er þetta loksins komið á hreint!

Ég flýg út til Kaupmannahafnar á föstudagsmorguninn, þann næsta, og verð þar með flutt til Köben :)

Ég flutti út úr Grænuhlíðinni um (þar)síðustu helgi, og er að fara að afhenda lyklana núna á eftir.

Ég veit ég hef ekki getað hitt alla ennþá, og að ég á líklega ekki eftir að ná því áður en ég fer, en næstu 3 kvöld verða þó helguð vinum að mestu (í kvöld er það reyndar skattaskýrslan og einhver fleiri skjöl)

Annars er vorið loksins komið til Danmerkur og við Andrés erum að farast úr spenningi að fá loksins að hefja sambúðina :)

knús

:Dagbjört

2 ummæli:

  1. fæ ég þá ekki að hitta þig sætust eða næ ég að bjóða þér í heimsókn á fimmtudagskvöldið ...

    SvaraEyða
  2. ooohh hvað ég hefði verið til í að hitta þig áður en þú fórst... Eigum eftir að sakna þín mjög mikið, en við kornin erum að fara í helgarferð til Köben núna í maí !!! það væri nú gaman að segja hæ !!!
    Endilega verðum í bandi, we love you..... farðu vel með þig.

    SvaraEyða