28 september 2006

Ísland im Memoriam

klukkan er 9 á Íslandi á þessum hræðilega degi í sögu landsins.

hvað er hægt að segja nema

Faðir minn átti fagurt land sem margur grætur
því ber ég harm í hjarta mér um daga og nætur

22 september 2006

bæn

elsku besti Súpermann

viltu vera svo vænn að fljúga til Íslands og taka ljóta sementsvegginn sem stíflar vantið við Kárahnjúka
hann var búinn til til að eyðileggja landið fyrir öllum kynslóðum framtíðarinnar
gerðu það taktu hann og fljúgðu með hann langt langt útí geiminn

vonandi verður enginn nógu vitlaus til að byggja hann aftur

gerðu það, Súpermann, bjargaðu Íslandi

knús og kossar

:Dagbjört

p.s. ef hún er of þung fyrir þig, þá veit ég um rosalega sterka stelpu sem heitir Lína og býr í Svíþjóð, hún væri örugglega til í að hjálpa :D

20 september 2006

karfa 101

jeij!

byrjaði í körfubolta í gær
karfa fyrir byrjendur
80 mínútur einu sinni í viku
bara stelpur

nema auðvitað þjálfarinn
sem er þvílíkt myndó ;)

þetta var alveg ferlega gaman
æðislegt hvað allir voru líka lélegir
gerðum fyrst æfingar til að æfa okkur í að skjóta og drippla og kasta á milli
svo fengum við að spila
vá hvað ég tók mikið á
og vá hvað tíminn flaug

í dag er ég eins og gömul kona, veina næstum því í hverju skrefi :D
æðislegt að geta tekið svona á og skemmt sér á sama tíma
svo er þetta fín leið til að kynnast fólki og æfa dönskuna

þjálfarinn má auðvitað ekki tala við mig íslensku fyrr en eftir æfingu :þ
(var ég búin að koma því að hvað hann er sætur?)

hjólaði heim með stórt bros á vör í gærkvöldi
en í dag gat ég ekki einu sinni hjólað í vinnuna :þ

gleði :D

:Dagbjört körfudís sem er skotin í þjálfaranum sínum

18 september 2006

fordómar

þið sem haldið að fordómar séu það sama og kynþáttafordómar, smá íslenskukennsla:
fordómar:
for-dómar að dæma fyrirfram, eða vera með fyrirframgefnar hugmyndir um eitthvað eða einhvern án þess að hafa kynnt sér það eða þann.

ég veit ekki með ykkur en ég hef orðið fyrir alveg góðum slatta af fordómum í gegnum lífstíðina, bæði frá ókunnugum, og þeim sem ég þekki

það hefur aldrei tengst litarhætti, en oft háralit, klæðaburði, gleraugum, vexti eða háum hælum

oftast tengist það þó kjánaskap viðkomandi, en stundum einfaldlega því að ég sýni ekki öllum allar mínar hliðar, hvað þá í einu.

ég held barasta að allir sem "þekkja" mig séu með fordóma gagnvart mér nema konið (af því að hún þekkir mig best) og m&p (af því að þau eru einfaldlega of þroskuð og klár til að hafa svoleiðis)
svo er auðvitað alltaf til perlufólk sem er bara sama og tekur öllum eins og þeir eru ;)

það sem ég hef lengst þurft að þola, og fer mest í taugarnar á mér þegar það kemur frá svokölluðum vinum, er frekar kjánaleg einföldun.

Hún er sú að af því að mér finnst fáránlegt að reykja og hef aldrei látið eiturlyf inn fyrir mínar varir eða æðar, þá hljóti ég að vera þvílíkt square.
Ég lenti t.d. í því ítrekað á mínum fyrstu menntaskólaböllum að vera spurð:
"OMG, hvað ert ÞÚ að gera hérna?"
jájá kjánaunglingar
en þetta er bara ennþá að gerast

fyrir kannski 3 vikum eða svo var ég stödd á Íslandi og hitti strákana í hádegismat
við strákarnir eigum mjög skemmtilegar samræður þar sem er leyfilegt að láta allt flakka
hins vegar ef það bætist stelpa í hópinn þá breytast samræðurnar óhjákvæmilega.
þannig var það að þessu sinni, því vinkona mín var með, þó hún sé reyndar líka þekkt fyrir að láta ýmislegt flakka.
það skiptir svosem ekki máli hvað ég lét flakka, enda man ég það ekki, en ég fékk þetta líka svaka hneikslaða "Dagbjört !!!!"
ég held ég hafi sagt henni að þegja

Andrés lendir líka í þessu
um daginn vorum við með gesti í mat, og hann fékk sér rándýran Havana-vindil sem honum hafði verið gefinn. Hann hefur auðvitað aldrei reykt frekar en ég, en má hann þá ekki smakka (púa) vindil einu sinni á svona 10 ára fresti?
Neibb, gestirnir okkar gjörsamlega misstu sig yfir því að hann, ljósið, smakkaði vindil. "OMG ert ÞÚ að reykja vindil???"
hann er sko ekkert ljós og ekkert square, þó hann sé nógu skynsamur að reykja ekki, og þetta jaðraði við einelti hvernig þau létu.

hvað þarf fólk að verða gamalt áður en það fattar að við erum öll margslungin og margskonar og get over yourselves!

"how many roads must a man walk down, before you can call him a man?"

annars er Andrés líka með pínu fordóma gagnvart mér
hann hefði t.d. ekki reynt við mig ef ég hefði ennþá verið með hringinn í augabrúninni (sem mig er ansi mikið farið að langa í aftur)
svo er hann líka fullviss um að ég verði erfið ólétt (hvenær sem það nú verður), bara af því að ég er erfið á pillunni
en hann veit auðvitað ekkert um það, og ekki ég heldur

það eru líka fordómar

er ég með fordóma?
jájá örugglega einhverja
held ég sé með fordóma gagnvart þeim sem reykja, mér finnst þeir ýmist heimskir eða aumingjar að geta ekki hætt
svo er ég með fordóma gagnvart svörtum og hvítum ungum mönnum sem klæða sig eins og nauðgararapparar og hlusta á nauðgararapp. ég held að þeir beri ekki virðingu fyrir konum né öðru fólki.
en kannski fatta þeir bara ekki hvað textarnir í lögunum þýða...

þið vinir mínir sem ég nefndi sem dæmi í þessum pistli
ég veit að ég hef ekki rætt þetta við ykkur, en við höfum bara ekki átt almennilegt spjall síðan, og þetta var pottþétt á dagskránni. tölumst vonandi bráðum

knús og kossar

:Dagbjört

rokk rokk rokk og önnur tónlist

ég labbaði bara yfir til mannsins sem blastar poppinu allan daginn og spurði hann hvort það væri til eitthvað rokk í Danmörku
já hann hélt það nú
á dr punktur dk er netradio
þar er hægt að velja um Rokkútvarp sem blandar nýju og gömlu og svo modern-rock-útvarp sem spilar bara nýtt og ferskt en reyndar mismerkilegt rokk :p (soldið amerískt vælu-menntaskólarokk með)

við Andrés erum að setja saman soldið action-plan til að koma í veg fyrir að hversdagsleikinn drepi tónlistina mína. aðalatriðið í þessu plani, þó það hljómi svolítið undarlega, er að kaupa frystikistu sem allra allra fyrst. já þá get ég nefnilega farið að slátra fólki og komist almennilega í samband við mínar dekkri hliðar. eða. þá getum við hætt að (smá innskot, poppstöðin sem þeir blasta er núna að spila Muse !!! reyndar er nýja platan þeirra ekkert svaka rokkuð :s ) þá get ég hætt að eyða mörgum mörgum tímum á viku í að fara útí búð á hverjum einasta degi til að kaupa í matinn. þá getum við fyllt frystikistuna og planað matinn fyrir vikuna. sparar bæði tíma og peninga. og þá getum við keypt frosinn fisk og lambakjöt og rækjur frá Íslandi :)

tókst að koma mér aðeins í gang um helgina
glamraði á píanóið í gær og hugmyndirnar fóru að fæðast
Rolandinn minn er með svona Rotary-organ stillingu sem hljómar mjög Jet-Black-Joe-lega og svona Vibrafone stillingu sem er fullkomin fyrir jólalög ;)

svo er ég búin að kaupa nýjan streng í Fenderinn, en ég þarf ennþá að stilla hann eftir ca. annað hvert lag :p

ég er voða mikið að dúrast núna, eftir ævilanga ást á mollum, þá er ég búin að uppgötva fegurð dúranna. vonandi fáið þið að heyra afraksturinn af því áður en þetta ár er alveg liðið.

talandi um rokk
svakalega er Magni flottur
það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni, en ég vona bara að hann eigi ekki of erfitt með að vera kominn heim og aðlagast
hef sjálf prófað að búa með hóp af fólki alls staðar að úr heiminum í húsi langt í burtu í heilt sumar og koma svo heim aftur
að vera búinn að breytast en allir þekkja konu eins og hún var

en ég fékk reyndar fullt af fordómum og kannski kominn tími á að tjá sig um það
fordómar frá "vinum"
undarlegt fyrirbæri
kannski næsta blogg

:D

12 september 2006

Danir rokka ekki

jæja
ég hef nú ekkert bloggað nema góða hluti um vini mína Dani
er ekki kominn tími á að gera pínu grín að þeim?

bara smá

Var að koma úr sumarbústað með allri fjölskyldunni hér á Sjálandi
héldum uppá 60 ára afmælið hans pabba með samveru, góðum mat, söng og gleði

nema hvað
í herberginu okkar Andrésar, var hálfur ljósabekkur hangandi yfir öðru rúminu!!!

jamms
þeir eru ekki alveg sjálfum sér samkvæmir þessir blessuðu Danir
á meðan þeir eru meðal fremstu þjóða í að banna illa með farin matvæli og eitur og ógeð úr matvörubúðunum sínum, þá hefur "ljósabekkir-eru-hættulegir-og-sólarljósið-líka" boðskapurinn bara alls ekki borist á þeirra strendur. nei ekki frekar en "reykingar-drepa" boðskapurinn

á meðan hver sólbaðstofan á fætur annarri heima á Fróni keppist við að skipta út ljósabekkjum fyrir úðaklefa (eða loka ellegar sjoppunni), er hér allt krökkt af sólbaðsstofum og konum sem greinilega sækja þær hættulega mikið. (Hef líka hvergi séð brúnkukrem í Matas...)

danskar konur eru líka alveg hreint ótrúlega krumpaðar í framan tiltölulega ungar, líka þær sem ekki reykja, og held ég næst að kenna þessari ótæpilegu sólardýrkun þar um

já þeir Danir sem ná ekki að drepa sig á reykingum né skorpulifur, hljóta bara að deyja úr húðkrabbameini...

en ætli sé ekki bara best að líta á björtu hliðarnar
ef Andrés ákveður að yngja upp eftir 15 ár eða svo, þá hef ég ótvírætt og ókrumpað forskot á endurvinnslumarkaðnum ;)

en ég er auðvitað þvílíkt ómóðins hérna svona hvít og hmmm... slétt? og að maður tali nú ekki um klæðaburðinn...

gallabuxur, svartir strigaskór, svartur þröngur rokkbolur, svartur leðurjakki, svört sólgleraugu, svartur ipod með svörtum heyrnatólum og rautt gaddaúr

nei Danir eru súper-metró
sem er svosem stundum gott (hreinni karlmenn :þ)

en
þeir
bara

rokka ekki

neitt

þeir hlusta á ...
nauðgararapp
popp (já líka "karlmenn")

og eitthvað samsull bara
sem er ekki
rokk

það er ekki ein einasta útvarpsstöð sem spilar svo mikið sem gamalt og gott
hvað þá nýtt og frumlegt
rokk

þarf að gera könnun hérna á skrifstofunni bráðum (þeir hafa oftast kveikt á einhverri samsullsútvarpsstöð sem spilar allt frá Bylgju sulli uppí KissFM tónlist þannig að ég þarf að hafa heyrnartólin á allan daginn) og tékka á því hvort þessir 30+ karlar hafi heyrt um Jeff Buckley, Radiohead eða Queens of the Stone Age
eða bara Nirvana eða Pixies

oj er ég orðin ógó tónlistarsnobb vibbi eða hvað?

:Dagbjört rokkdís

p.s. ætla samt að kaupa mér pínu kvenleg stígvél bráðum

p.p.s. er búin að vera með ipodinn minn á shuffle síðustu daga - æðisleg blanda af Jeff Buckley, David Bowie, Dikta, Arvo Pärt, Dvorak, the Who, Live, rokkuðu Bítlunum (henti öllu poppinu þeirra út), Rolling Stones, Porcupine Tree, óperu, Emiliönu og nokkrum fleirum. Það eina sem ég fíla ekki í botn er Enya (sem hefur þróast neitt í 10 ár), en hún er nú bara þarna til að sofa við í flugferðum.
Það besta er að ég hef ekki ennþá heyrt sama lagið 2svar, enda með 50 klst af tónlist til að shuffla :D

11 september 2006

paint it black

"I see a rainbow and I want to paint it black
I see a pink blog and I want to paint it black"


rokkið ræður
bleikur rokkaði þegar þetta var skrifað

en ekki lengur

paint it black

heimatilbúnar afmælisgjafir

ekkert smá ánægð!

ég sem er vön að vera sú sem bý til gjafir handa fólki (var það allavega í gamla daga), fékk hvorki meira né minna en tvær afmælisgjafir sem voru sérstaklega búnar til handa mér !!!

Anna 3 málaði handa mér mitt eigið málverk!
og Anna 1 (oftast kölluð mamma) heklaði handa mér æðislegt dökkrautt sjal :D

er alveg í skýjunum með það

svo fékk ég heilt köfunarnámskeið frá kærastanum, með leigu á útbúnaði og öllu saman,
og baðsalt af því að við erum svo mikil baðdýr

konið gaf mér æðislega vettlinga og eyrnalokka
storesös gaf mér snákahálsmen og bók
og pabbinn gaf mér reyfara :þ

svo er ég nýbúin að fá lánaðar 3 bækur hjá pabba hans Andrésar, til að lesa meiri dönsku, svo það er sko nóg að lesa á næstunni. held ég verði heppin ef ég verð búin með þetta allt saman fyrir jól

takk takk takk fyrir mig !!!

og takk þið sem senduð ammælis-SMS

og til hamingju H&H með litla dýrið, og takk fyrir að bíða fram á sunnudag ;)

08 september 2006

ammæli á morgun

jæja
mér tókst að næla mér í einhverja pest daginn fyrir ammælið mitt

ég held að ég hafi verið einum of dugleg við að hjóla og vinna og soldið gleymt að borða á meðan...

ég kemst því ekki í búð til að kaupa ammælisgjöf handa mömmu, né kort á gjöfina til storesös...
mamma reddast kannski í næstu viku, en ætli ég ætti ekki bara að reyna að föndra handa storesös???

ég saumaði þvílíkt flottan munkabúning á Andrés um daginn (fyrir Rustúrinn (sem er djammferð í upphafi náms í Danmörku svo allir kynnist)) og þá mundi ég eftir íkornabúningnum, kattabúningunum og stólabúningunum sem ég bjó til fyrir Prakkaran fyrir 2 árum.
kannski maður ætti bara að verða búningahönnuður :þ

jæja, best að skríða aftur uppí svo ég verði orðin hress fyrir afmæliskaffið sem mamma ákvað að halda handa mér í fyrramálið
(hún er heima hjá storebror núna að baka snúða með Önnu 3 :D )
og svo auðvitað stóru veisluna hans pabba annað kvöld

*knús og kossar*
:Dagbjört afmælisdís

p.s. til hamingju með daginn í dag uppáhalds nornin mín ;)

ást, hamingja og bleah

einu sinni horfði ég á English Patient og gat ekki talað við þáverandi það sem eftir var dagsins. vissi uppá hár að svona var þetta ekki hjá okkur.

hélt samt eiginlega að þannig gæti það aldrei verið í alvörunni

svo sá ég the Constant Gardner (já líka Ralf Fiennes) um páskana og fannst ekkert eðlilegra. svona líður konu jú í dag.

en svo er stóra spurningin: getur ástin lifað hversdagsleikann af?
af hverju eru allar stóru ástarsögurnar þær þar sem þau barasta deyja?
(og nei Rómeó og Júlía telst ekki með þar sem þau voru bara krakkar og þekktust ekki neitt og Bubbi hitti naglann á höfuðið)

ef ástin gerir konu hamingjusama og hversdagsleikinn gerir konu óhamingjusama, hvar endar hún þá?

þeir sem skipta of oft um vinnu teljast seint góðir starfskraftar, en af hverju þurfum við að gera það sama alla ævi?

bleah

06 september 2006

hjartans strengir veina

mig langar svo mikið til að fara að tónlistast almennilega aftur að ég er að deyja!

Andrés er kominn á fullt í skólanum en ég hef ekki einu sinni komist til að kaupa nýjan streng í gítarinn minn :(

það er auðvitað allt vitlaust út af þessari risa ammælisviku
m&p eru í Köben og pabbi 60 á morgun :p

svo ætlum við í sumarbústað um helgina og allir koma :)

en ég fékk svo æðislegt lag í hausinn í sturtunni í morgun að ég táraðist næstum því, og svo er ég búin að gleyma því núna....


þetta verður bara að vera skárra í næstu viku

mííííík