sko
veit ég á
eitthvað það besta líf sem hugsast getur
en ég á líka
eina fíkn
sem getur gert það að verkum
að ég hætti að sinna lífinu mínu
legg það á hilluna
og hætti að vera til
hætti líka að blogga
að sjálfsögðu
jamm,
ég féll um daginn
bara varð að hafa eitthvað að lesa í fluginu til New York
byrjaði voða saklaust
ein lítil 300 bls bók (hp 1)
svo önnur aðeins lengri (hp 2)
og önnur aðeins lengri (hp 3)
og allt í einu var ég dottin í 800 blaðsíðna doðranta! (hp 4 & 5)
gat ekki með nokkru móti fengið mig til að fara að sofa á kvöldin
gat ekki unnið meira en svo að fólk héldi ekki að ég væri dauð
var ekki mikið að hafa fyrir því að gefa sjálfri mér að borða
hvað þá hreyfa mig
vildi helst ekki hitta fólk heldur, en hjá því var reyndar ekki komist að þessu sinni
sem betur fer
og nú er ég búin með síðasta doðrantinn
sem betur fer
ÞVÍ ÞAÐ ER:
frumsýning hjá nemendaóperunni 10. des, á hinni frábæru óperu Prakkaranum eftir Ravel. sýningar í Ými, Skógarhlíð. Mjög skemmtileg uppfærsla, mikið dansað og alls konar fjör.
flutningur á Mozart Requiem næsta laugardagskvöld/sunnudagsmorgun, um miðnætti, í Langholtskirkju. Óperukórinn og félagar úr Sinfó. Flottasta klassíska verk sem samið hefur verið. verkið sem ég ætla að deyja við.
jamm, það er allt á skrilljón
mun ekki leyfa mér að lesa aftur fyrr en eftir 25 daga, nánar tiltekið að kvöldi hins 24. des, þegar ég skríð uppí rúm með glænýja jólabók.
en hvort á ég að panta Gerði Kristnýju eða Birnu Önnu eða Einar Má?
29 nóvember 2004
svefnvana
26 nóvember 2004
"já en svo vilja þær bara einhverja aumingja"
sko
kæru vinir
þetta er pínu misskilningur
en samt bara pínu
það er ekki rétt að allar konur vilji stráka sem koma ílla fram við þær.
hins vegar
(ath. það sem er hér að neðan byggist á minni reynslu af þeim fjölmörgu ungu konum sem ég þekki)
eiga mjög margar ungar konur það til
að taka út svona tímabil
þar sem þær vilja bara það sem þær kalla "vonda stráka" og á að vera eitthvað voða frelsandi eða kúl eða eitthvað
en ef þeir meiða þær
og kannski trekk í trekk
nokkrir
fá þær á endanum nóg
fullorðnast
og fatta að "góðu strákarnir" (vá hvílík einföldun, því þeir eru auðvitað margbrotnir, þessi yndi) tóku sig til og breyttust í alvöru karlmenn, á meðan hinir (þeir "vondu") eru ennþá fastir í einhverri 17 ára lúppu og eru bara frekar sorrý
og eins og allir vita þá er ég ennþá einhleyp vegna þess að ég miða karlmenn við mesta góða strák allra tíma, sjálfan Jónatan Ljónshjarta.
(jájá, ég veit, ég veit. hann er ekki til. yrði líka bara alveg himinlifandi með einhvern á við pabba)
22 nóvember 2004
Hurðaskellir - húrra!
í áframhaldi af umræðu okkar frænkanna um Kertasnigil, rifjaði ég upp hver var uppáhalds jólasveinninn minn í æsku
Stúfur var jú alltaf voða sætur
Gluggagægir beinlínis scary
flestir hinna vildu bara ræna sér einhverjum mat...
en Hurðaskellir! hann var annað og meira en aðrir jólasveinar
í mínum augum var hann táknrænn - lífsgleðin og kætin holdi klædd
hann nefnilega skellti hurðum, og það var sko bannað á mínu heimili!
ég skildi aldrei af hverju, því ég skellti aldrei hurðum í viljandi óþekkt eða reiði.
var bara að sprella og leika mér í einhverjum loftköstum og hurðirnar áttu það til að þurfa að lokast með miklum hraða.
það að banna hurðaskelli er eins og að banna börnum að hafa hátt sem er eins og að banna börnum að leika sér sem er eins og að banna börnum að vera börn sem er auðvitað ekkert annað en glæpur gegn mannkyninu með það eina markmið að útrýma gleði og kátínu æskunnar.
en Hurðaskellir! hann lét sko ekki bæla úr sér kætina, þrátt fyrir að vera reglulega flengdur með vendi!
hann kunni að lifa lífinu lifandi!
hann skellti hurðum!
húrra fyrir Hurðaskelli!
19 nóvember 2004
Kertasnigill og tannfræðingar
Bróðurdóttir mín er mikil gersemi.
Í gær hringdi hún til að tilkynna að hún hefði misst tönn, og ræddum við í kjölfarið um alla heima og geima.
meðal annars tjáði hún mér að uppáhaldsjólasveinninn sinn væri Kertasnigill. blessað barnið hafði ekki hugmynd um tilvist sagnarinnar "að sníkja", svo hvernig í ósköpunum átti hún að heyra þetta skemmtilega jólasveinanafn?
hún tilkynnti mér líka hvað hún ætlar að verða þegar hún er orðin stór:
"Listakona og tannfræðingur!"
(eins og Lísa, fjölskyldutannfræðingurinn okkar, sem skoðar reglulega í henni tennurnar, og er greinilega frábær við krakkana)
frænkan svaraði þá:
"þegar ég var 5, þá ætlaði ég að verða söngkona"
þetta var vinsælt svar:
"Þú ERT söngkona!"
...reyndar enn að læra það, en... alltaf gott að heyra að svona 5ára draumar geti ræst.
lýst heldur ekki ílla á samsetninguna.
eitt skapandi og eitt praktískt.
eins og hjá frænkunni ;)
:D
13 nóvember 2004
Reykjavíkurlistinn - Im Memoriam
fallegi draumurinn sem ég hjálpaði til við að gera að veruleika fyrir 10 árum er núna um það bil að deyja.
og ég -skæl- fékk aldrei að kjósa hann
fyrir 10 árum var ég ekki orðin 18
fyrir 6 árum voru m&p búin að flytja mig í höllina í Kóp
fyrir 2 árum bjó ég í Quebec
og núna
þegar ég er loksins loksins loksins flutt aftur í mína ástkæru heimaborg
þá er þetta allt saman búið
kannski pínu sjálfselska að ætlast til að þau biðu eftir mér.
snökt
vil samt taka það fram að ég hef ekkert sérstakt á móti tilvonandi borgarstýru.
hef bara aldrei tekið neitt sérstaklega eftir henni á jákvæðan né neikvæðan hátt. og það er einmitt vandamálið. sé ekki að hún hafi nógu mikil pólitískan sjarma til að leiða listann til sigurs eftir 2 ár.
og svo er aftur spurning hvort að það sé nokkrum lista hollt að sitja of lengi við völd.
nokkurs staðar.
væri t.d. alveg til í að grafa Miklubrautina. getur varla verið mikið dýrara en öll þessi jarðgöng úti á landi, en myndi þjóna miklu fleirum.
finnst líka allt í lagi að rífa nokkur ljót fúnkishús frá 1960ogeitthvað til að gera almennileg gatnamót.
einhver var að hvísla því að mér að frú tilvonandi sé með forneskjulegar hugmyndir um samgöngumál. vona að það sé bara slúður.
hmmmm
spurning hvort að Sjálfstæðisflokksmeirihluti í myndi loka Söngskólanum...
ííííííííííííík
en með Villa Þvill og Steinu Val að berjast um stólinn næst...
er þá ekki bara spurning um eitthvað nýtt og ferskt framboð með sterkan leiðtoga og framsæknar hugmyndir?
samt...
muniði hvernig þetta var B.S. (Before Solla)?
engir leikskólar, nema fyrir einstæðar mæður, og þá bara hálfan daginn
brrrrrrrrrrr
skólinn var hálfan daginn, þ.a.l. stundum eftir hádegi - oj
allir peningarnir fóru í að reisa fokdýr minnismerki um Dabba - minnir mig...
man bara hvað borgin var eitthvað litlaus og óspennandi þá
og núna er þetta einhver flottasta borg í heimi, þrátt fyrir smæðina. og enn á uppleið þrátt fyrir umferðarhnúta.
lengi lifi mín ástkæra Reykjavík
09 nóvember 2004
New York
...var ÆÐI!
Óperukórinn
er stórkostlegurCarnegie Hall
magnaður salurGarðar
frábær stjórnandiog New York New York New York!
hefði getað verið þar viku í viðbót, og samt ekki náð að gera allt sem mér fannst algjört möst. finnst hálf asnó að vera bara komin heim...
og
ég
er lúin
svo
meira seinna
*knús og kossar*