13 desember 2005

jólalagið komið

Mín jól heitir það og það má finna það hér

þetta er bara voða svona lítið og sætt, svo líklega fáið þið bara venjuleg kort og svo megið þig hlusta á þetta héðan eins mikið og ykkur langar.

en ef einhvern langar sérstaklega í disk, þá er auðvitað hægt að koma því til leiðar ;)

njótið vel

:Dagbjört jóladís

p.s. ef þið náðuð því ekki þá er lagið hér

p.p.s þúsund þakkir Hr. Muzak fyrir að lána mér þennan frábæra mike

p.p.p.s. takk yndislegasti Andrésinn minn fyrir innblásturinn ;)

10 desember 2005

einhverskonar jólatexti

þá er ég komin með smá textamynd fyrir jólalagið
allar ábendingar vel þegnar
(nema hvað ég veit vel að brott og nótt og kjöt og naut ríma ekki, þetta kallast hálfrím):

Þó öll fönnin fjúki brott
falli regn á jólanótt
ofsaveður öskri ljótt
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

Hvort sem ég fæ hangið kjöt
holdagrísi, kalkún, naut
eða bara mjólk og graut
ef að þú ert hjá mér
held ég mín jól

ég þarf ekki nýjan kjól
ég þarf hvorki snjó né sól
þú ert allt mitt ljós og skjól
og ef þú ert hjá mér
ég held mín jól

Ég þarf enga pakka' að fá
hvorki í bók né spil að spá
verðir þú mér ætíð hjá
er það besta gjöfin
öll mín ævijól

nú er bara málið að finna nógu gott nafn á lagið...
einhverjar hugmyndir?

:D

09 desember 2005

Viðutan stússisti

stundum getur kona verið svo utan við sig...

ég breytti byrjuninni á Tunglsgeislanum (synkópunni) en gleymdi svo að breyta sama stað í 2. og 3. erindi. því fór svo að Hanna Þóra söng upphaflegu synkópuna (2x5 fjórðupartar) alls staðar, og því er lagið nú aftur orðið eins og það var upphaflega.

jamm, Tunglsgeislinn hefur nú loksins verið frumfluttur, og vá hvað Hanna Þóra gerði það yndislega vel! Röddin hennar er eins og glitrandi tunglsgeisli, enda samdi ég lagið fyrir hana.
það eru svo frábær forréttindi að fá að semja fyrir ákveðna söngvara. engar tvær raddir eru eins og það er svo gaman að hugsa hvert lag útfrá viðkomandi rödd. þetta er svo einstakt og yndislegt hljóðfæri.
svo hefur röddin líka svo sterk áhrif á okkur mannfólkið

annars er það af desemberstússinu að frétta að lagvinnslan gengur bara svona þokkalega. það hefur verið mikið að gera í vinnunni undanfarið, svo skólinn hefur etv. ekki fengið alla þá athygli sem ég hefði viljað, en það er próf í næstu viku og ég ætla að nota tækifærið og reyna að tjasla saman einu jólalagi í Reason, sem nokkurs konar undirbúningi.
jamm, loksins komin með Reason, og því ekki seinna vænna að taka góðan slurk í að reyna að læra á það.
Hr. Muzak var svo sætur að lána mér almennilegan mike, og lagið samdi ég einhvern morguninn fyrir skömmu, í nett þjóðlegum fílíng
útsetningin á að vera voða einföld, með hæfilegu magni af Reason fikti, gaman gaman!
það eina sem vantar er textinn!

púff, ég geri svo miklar kröfur til íslenskra texta að ég get ómögulega staðið undir þeim sjálf :(
kannski ég leiti bara að einhverju gömlu og góðu...

eða kannski ég vaki fram á nótt í nótt við að textast
oftast er það best...

bleah

annars ekkert jólastress
ég þarf bara að kaupa 3 gjafir áður en ég fer út, og ég veit svona nokkurn veginn hvað þær eiga að vera :)
svo verður restin versluð í Köben eða Malmö, allt eftir því hvað við skötuhjúin komumst yfir

var ég búin að segja ykkur að ég fer til Köben 16. des
og í jólafrúkost 17. des
(jólafrúkostur er dönsk matarveisla sem stendur frá um 11 á morgnanna og fram yfir miðnætti)
og svo til Norge með næturlestinni 22. des
og ég er ekki búin að kaupa miðana heim
hvorki frá Norge til Köben
né frá Köben til Íslands

það bíður betri tíma og meiri upplýsinga
frá lestarfélagi og skóla :þ

jæja, nóg blaður í bili
vonandi hef ég tíma um helgina til að uppfæra Tunglsgeislann til baka
náðarsamlegast hlustið hvorki á hann né prentið þangað til

ykkar dísulísuskvísa

:Dagbjört

05 desember 2005

Draumajól

ímyndið ykkur risastórt timburhús á tveimur hæðum sem stendur í brattri hlíð í ævintýralandi.
allt er á kafi í snjó og útsýnið er stórfenglegt, yfir snæviþakin fjöll og ísilögð vötn.
það er Þorláksmessumorgunn og næstum allir eru komnir
2 afar
1 amma
2 pabbar
2 mömmur
5 börn á aldrinum 0 - 9 ára

útidyrnar opnast og inn gægist ungt og ástfangið par
frænkan og ævintýraprinsinn hennar
þeim er auðvitað báðum tekið fagnandi, og fá eitthvað gott í svanginn áður en þau drífa sig út í gríðarmiklar snjóhúsaframkvæmdir ;)
svo er auðvitað örlítið stússast í eldhúsinu, enda þarf að grafa lax, gera ís og ananasbúðing og sjóða hangikjötið - mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm :)

á aðfangadagsmorgun fara allir í sund og hamast og busla um og verða tandurtandurhreinir
svo er farið heim í graut :)
einhvern veginn reynum við svo að stytta börnunum stundirnar, en borðum samt frekar snemma svo þau verði ekki orðin alveg uppgefin greyin
eitthvað verður erfitt að koma fyrir pökkum handa 14 manns...
...en allir fá þá eitthvað fallegt
og að minnsta kosti eina bók ;)

á jóladag búa frænkan og amman til alvöru heitt súkkulaði (úr íslensku suðusúkkulaði) og allir gæða sér á heimabökuðu brauði og smákökum í brunch, ennþá í náttfötunum
svo er slakað á allan daginn, lesið, spilað á spil, farið út ef veðrið er gott, borðað hangikjöt og já, slakað á...
og allir eru saman
allir!
mamma, pabbi, storesös og allir hennar, storebror og öll hans, ég OG Andrés!

*ljóm*

ég vona bara að ég vakni ekki einn góðan veðurdag og komist að því að mig sé barasta að dreyma...

hlakkihlakkihlakkihlakk