29 október 2004

þögn

var ekki ætlunin
að vera svona þögul
þessa dagana

er reyndar að rifna úr spenningi
4 dagar í New York
Metropolitan
La Traviata
Carnegie Hall

osfrv.

það er bara
allt á fullu
þessa síðustu daga

allt þarf að vera klárt
allt utanað
öll föt hrein
(þrátt fyrir bilaða þvottavél í 3 skiptið á árinu...)
hárið nýklippt
öllu skilað af mér í vinnunni

kem heim á kvöldin
dauð
uppgefin
eins og núna

*geisp*

og svo er ég að reyna að losna við skrímsli...

25 október 2004

eilíf fortíð

hafiði lesið fyrstu Narníubókina, Ljónið, nornin og skápurinn, eftir C.S. Lewis, þar sem nornin réði og eilífur vetur ríkti í Narníu?
Ég held að eitthvað skyldfólk hennar hljóti að hafa náð völdum á Íslandi :(
Þetta skyldfólk vill hneppa Ísland í eilífa fortíð.

ekki nóg með að það vilji virkja Skagafjörð, einhvern fegursta stað á jarðríki, nú er líka farið að tala um álver í Eyjafirði!!! Á nú að stinga augun úr fjallkonunni OG skera af henni nefið?

mér líður eins og ég sé föst í einhverju hræðilegu ævintýri, þar sem verið er að leggja hræðileg álög á ökkur öll, og allt landið.
það versta er, að þar sem ævintýrið er að hefjast, þá á landið ábyggilega eftir að vera í álögum í a.m.k. 100 ár áður en góðu vættirnar mæta á svæðið og frelsa það sem þá verða afkomendur okkar. hvort sem það verður ljón eða lítil stúlka (eða geimvera)

en við og börnin okkar og börnin þeirra munum héðan í frá og alla okkar ævi vera hneppt í þessi álög, dæmd til að búa í landi eilífrar fortíðar.

Ísland, ég græt örlög þín!

hungur í glugga

svo virðist sem ég sé farin að finna fyrir alveg nýrri tegund af hungri.
hungri eftir upplýsingum, fróðleik og innsýn inní heiminn og fólkið alls staðar og á öllum tíma fyrir utan... og þar er stóri punkturinn:
fyrir utan það sem er ýtt að mér
gæti ekki verið meira sama um hjónaband Britneyjar
vil ekki vita um nýjustu viðskiptahugmynd Madonnu
osfrv.

allt í einu vil ég vita það sem mér er ekki sagt í 4 miðlum á dag, það sem ég þarf að hafa fyrir því að komast að
allt í einu vil ég horfa á sjónvarpsþætti sem eru ekki framleiddir í BNA (nema þá framsýnt fólk eins og Joss Whedon hafi framleitt þá)
ég vil heyra fréttirnar sem okkur eru ekki sagðar
nema í speglinum, sem er besti útvarpsþáttur á Íslandi, sendur út á Gufunni, rás 1, FM 93,5 alla virka daga eftir 6 fréttir (ca. 18:30)
það er ástæða fyrir því að okkur eru ekki sagðir allir hlutir
það eru aðrir sem ákveða hvaða tónlist við hlustum á, hvaða sjónvarpþætti við horfum á og hvaða fréttir við heyrum.
þetta hefur ekki alltaf verið svona, en virðist vera að aukast. áhrif að vestan?

til að halda upplýsingunni, þarf kona því, þessa dagana, að hafa fyrir því að leita uppi sannleikann sem varla er sagður nema í undirmálsgrein ef þá það. en hönnuðunum sé lof fyrir internetið, sem ber í sér að geta losað okkur undan oki fjölmiðlarisanna, hvort sem er í tengslum við upplýsingu eða afþreyingu.

og rúv sé lof fyrir spegilinn sem opnar konu sífellt nýja glugga að framandi samfélögum og furðulegum hugsunarhætti okkar sjálfra

hitt er annað mál að það er engann veginn hægt að segja til um hversu langan tíma mun taka að seðja þetta nýja hungur

19 október 2004

p.s.

þetta væri auðvitað bara einn af mörgum hlutum sem ég myndi breyta ef ég væri almáttug í einn dag :D

ef ég væri almáttug í einn dag

þá myndi ég veifa töfrasprotanum mínum svo allir í heiminum litu út nákvæmlega eins og þeir vilja líta út.
væri það ekki æðisleg?
þá gætum við bara hætt öllu þessu bölvaða útlitskjaftæði og fordómum og snúið okkur að því sem býr innra með fólki.

eða kannski að allir í heiminum litu eins vel út og þeir mögulega geta miðað við eigin gen, þ.e. væru í optimal formi og alles... kannski ekki alveg sanngjarnt samt, og myndi ekki virka í heiminum eins og hann er í dag, því miður, því það væri auðvitað miklu eðlilegra...

en ef allir mættu líta út nákvæmlega eins og þeir vilja, hverju myndir þú breyta?

persónulega myndi ég breyta... vá hvað ég vildi óska að ég væri nógu töff til að geta sagt engu, but hey! I'm a woman after all!
væri nebblilega til í að vera með kroppinn minn frá því í maí '98, þegar ég gat sett ennið oní hné án þess að finna fyrir því...

en sko, það er ekki málið, heldur:

hvernig ætli heimurinn væri, ef útlit væri bara ekkert issue?

mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm

15 október 2004

ekki minn svanurundarlegi fugl
ég veit
ekki hvað þú heitir
samt þekki ég þig
í sjón

þú varst
einu sinni
í búrinu mínu
varst
búrið mitt
ég þitt

hvað segirðu?
ég skil ekki sönginn
þinn

lengur

14 október 2004

tónlistin til að deyja við

eitthvert það fallegast og best samda verk sem nokkurn tímann hefur verið samið
það er Requiem Mozarts
það síðasta sem hann samdi
svo dó hann

set það alltaf á þegar ég fer í bað
og þegar mér líður... þannig

hef margoft lýst því yfir, að ef ég megi velja hvaða tónlist ég hlusti á þegar ég dey, þá verði það Mozart Requiem
og nú, nú nú nú nú nú! er ég sjálf að fara að syngja í Mozart Requiem, með kórnum.

Húrra!þetta verk! vá! vá! svo fallegt! svo áhrifamikið!

(þeir sem ekki þekkja það, hluti úr því var notaður undir árás Nightcrawler á forsetann í X-men 2)

mæli tvímælalaust með þessum tónleikum, en þeir verða 4. des. (nánar síðar)

jamms, og svo fyrst að ég verð búin að læra Mozart Requiem, þá get ég, þegar ég dey (vonandi í hárri elli), ef það verða ekki neinar græjur tiltækar, sungið það sjálf fyrir sjálfa mig. og ef ég hef enga rödd, þá syng ég það bara í hausnum á mér.

Requiem aeternam dona eis, Domine: et lux erpetua luceat eis.

Kommúnismi 21. aldarinnar?

eins og kom fram hér neðan var ég á laugardagskvöldið stödd í partýi sem var að mestu leyti undirlagt frjálshyggjufélaginu, eða "félaginu" eins og viðstaddir kölluðu það. Þar sem ég myndi líklegast flokkast sem einhverskonar markaðssinnuð félagshyggjukona, þá gerði ég að sjálfsögðu ráð fyrir að þurfa að standa í einhvers konar stappi, en hafði, sem betur fer, rangt fyrir mér.
flestir voru guttarnir hinir allra prúðustu, enda þeir alræmdustu vanir að vera lagðir í einelti hvar sem þeir láta sjá sig, og ekki á því að skemma djamm með svoleiðis stappi. því var þetta í alla staði hið fínasta partý, enda gestgjafinn duglegur við að gæta að því að ekkert glas væri nokkurn tímann tómt ;)

get þó ekki sagt annað en að það hafi verið áhugavert að "skoða" þessa ungu menn (já og konur!). sérstaklega þessa yngri.
heitir ungir menn í flauelsjökkum með pólitísk barmmerki, óklippt hár, með brennandi trú á háleitri hugsjón, sem þeir sinna af ákafa.
hljómar eins og mennirnir sem ég slefa stundum yfir í bíómyndunum sem eiga að gerast fyrir 100 árunum...
þá var hugsjónin bræðralag manna og að brjótast úr fjötrum stéttaskiptingar sem hafði bundið menn í aldir
nú er hugsjónin frelsi frá þessu sama bræðralagi sem gerði alla jafn... fátæka segja sumir, ríka segja aðrir

hugsjónin þá var ótrúlega falleg, en hún gekk ekki upp...

hugsjónin núna...
dæmi hver fyrir sig

:D

p.s. lenti reyndar í einu pólitísku samtali í partýinu, en það var við unga konu sem var komin langleiðina með að sannfæra mig um að kjósa VG ;)

11 október 2004

jöklar

þegar jöklar bráðna
flæða árnar yfir bakka sína
stjórnlausar
trylltar
og eyða öllu sem fyrir þeim verður
gróður
girðingar
hús
brýr
hrynja

stundum er
flóðið ekki svo mikið
jökullin bara örsmár
eða kannski bara sandur og eyðimörk umhverfis þá

en tjónið getur líka verið
óbætanlegt
að eilífu

svo það er alveg ljóst að sumir jöklar eru betur látnir
óþýðir
vera

texti vikunnar

er alveg yfir mig heilluð af lagi og texta með henni Silje Nergaard. Lagið heitir "Lullaby for Erle" og textinn er SVO yndislegur:


Lullaby to Erle

Mothers have woven a black velvet ocean
and spread it between the night and day shores
so that children might sleep, gently rocked by the motion
of waves beneath boats built by fathers like yours

With you safe aboard by the shore we will linger
and watch as your breathing it fills up the sail
you loosen the moorings....your grip on our finger
and leave on the velvet a silvery trail

Alone on the shore with our hearts close to breaking
we stand in the wake as you glide from our reach
calmed by the thought that the voyage you're taking
will bring you at dawning back safe to this beach

We cannot sail with you, be there to guide you
or pilot your boat through the dark of the night
but no ocean cap keep you, no darkness can hide you
away from our love and its undying light.

© Mike McGurk


haldiði að það sé yndislegt!

09 október 2004

undirbúningur undir "ze party of political horrors"

er að fara í partý í kvöld til eins stofnenda Frjálshyggjufélagsins
þar verða að öllum líkindum öfga frjálshyggjumenn í gríðarlegum meirihluta, eða Libertarianists eins og þeir kallast.
Libertarinismi, er, þrátt fyrir nafnið, ekki stjórnmálaskoðun, heldur trúarbrögð, og beita þeir oft brögðum sem við þekkjum frá sértrúarsöfnuðum til að fá fólk í lið með sér.

sumsé, í kvöld verð ég í partýi með 10 - 20 plebbastrákum sem hafa aldrei tekist á við neitt í lífinu sem myndi kallast erfitt, því "svoleiðis" er auðvitað bara fyrir aumingja. merkilegt... veit um suma sem myndu kalla "svoleiðis" að lifa, en það eru auðvitað bara fordómar.

og þeir munu eflaust margir reyna að heilaþvo mig til að sjá ljósið.

er ekki alveg búin að gera upp við mig hvaða taktík ég ætla að beita.

freistandi er að vera überkúl og kinka bara brosandi kolli með ég-veit-reyndar-sannleikann-sem-þið-skiljið-ekki svip, án þess að segja neitt mikið meira en kannski. "Já! áhugavert að þú skulir skilja þetta svona!"

eða vera ennþá meira óþolandi og svara öllu sem þeir segja með furðulegum spurningum:

 • "heldurðu að það geti verið að 7 sé lausnin á öllum stærðfræðigátum heimsins?"
  (það að 7 sé svarið er reyndar alveg jafn líklegt og að hugmyndafræði Libertarianista gangi upp)
 • "þykir þér vænt um einhvern?"
 • "af hverju heldurðu að það séu engar konur sem aðhyllast þessi trúarbrögð?"

en sko
ég þekki mig
og ég veit að ég á erfitt með að missa mig ekki út í spennandi rökræður.
þess vegna hef ég verið að skoða grein (eftir Mike Huben) sem heitir "A Non-Libertarian FAQ", og fellir öll helstu Libertarianista rökin. mæli með henni og líka "Libertarianism Makes You Stupid" (eftir Seth nokkurn Finkelstein).

en hvað er ég yfirleitt að spá að fara í þetta partý? gæti ég ekki bara sagst vera lasin? upptekin?

forvitni, vinir mínir, forvitni
er ég ekki líka yfirlýstur ævintýrafíkill?

jííííha!

08 október 2004

klikkun?

velti því fyrir mér í vikunni (nánar tiltekið á miðvikudaginn) hvort ég væri ekki bara klikkuð.
ég meina, hversu rugluð þarf kona að vera til að halda að kona geti orðið tónskáld!
það geta allið samið lög!
come on!

en sko, þá þurfa einfaldlega allir listamenn að vera klikkaðir til að ná árangri.
hafa einhverja hálf sturlaða og óþolandi trú á sjálfum sér, að halda að þeir geti náð einhverjum frama í listgreininni.
er það ekki líka þess vegna sem öðrum finnst þeir svo óþolandi
"díses, það er aldeilis að hún er með dívustæla þessi! heldur að hún sé svo miklu æðislegri söngkona en við hinar!" - ekki óalgeng ummæli í mínum skóla

sannleikurinn er bara sá að ef kona á ekki að setjast niður og hágrenja hvern einasta dag í þessu blessaða námi, þá er eins gott að kona sé pínu raunveruleikafirrt að þessu leyti. og til að meika það að standa á fætur fyrir framan fullum sal af fólki og gera eitthvað sem er þess virði að fólk eyði tíma í að hlusta á það...
vá, þá verður kona bara að geta blekkt sjálfa sig og sagt:
"ég er ÆÐI!"
standa svo upp og heilla alla uppúr skónum!
nokkuð sem ég bara verð að læra að gera í vetur...

en sko, það er eitt að halda að kona geti orðið söngkona, en tónskáld!
yeah right!
hver á nokkurn tímann eftir að fíla lög eftir mig

jamms, svo mætti ég í skólann og allir búnir að frétta að ég hefði flutt lag eftir sjálfa mig í deildinni daginn áður. Violetta heimtaði að sjá það og svo þegar hún hafði fengið að skoða fór hún að skamma mig... fyrir að vera ekki að læra tónsmíðar!

hmmmm... það kemur kannski að því einhvern daginn - en það er engu að síður alger klikkun

og hananú!

p.s. til hamingju með afmælið á miðvikudaginn elsku bestu yndislegu Toddi og Fritz. *músjímúsj*

07 október 2004

klikkun

er orðin svaka dugleg að aka á milli 3ggja staða, á öllum tímum dags. mínar leiðir eru oftast:

vesturbær - hlíðar
hlíðar - vesturbær
vesturbær - snorrabraut
snorrabraut - vesturbær

það kemur svo sem ekkert á óvart að Miklabraut/Hringbraut sé umferðarmartröð. það sem ég bjóst hins vegar ekki við, var hversu mikil umferð er á henni ALLTAF ALLAN DAGINN!
það er helst að það sé aðeins minni umferð á milli 10 og 11 á morgnanna, en frá 11 og fram yfir kvöldmat er hrein geggjun að ætla sér að aka hana. Að ég tali nú ekki um að vera svo bjartsýn að ætla að taka vinstri beygju af Hringbraut inná Snorrabraut.
þarf varla að taka fram sturlunina sem er á þessari leið á milli 7:30 og 10:00 á morgnanna.

er komin með einfalda lífsreglu í þessum málum:

Sæbraut, Sæbraut, Sæbraut!

Hvað er ég annars að gera á einkabíl?
já, sko, vildi óska að kona gæti hjólað. kona er bara alltaf með svo feikilega mikið af farangri meðferðis. t.d. 30 kg skólatösku OG aðra tösku með leikfimi og/eða sunddóti. auk þess er vandi að hjóla þegar það er ekki til sturta á áfangastaðnum...

úffidípúff!

05 október 2004

p.s.

Ástkæri herra Davíð ástarskáld!

það var yndislegt að drekka af brunninum þínum, vonandi fyrirgefurðu mér ef ég leyfi mér að gera það einhvern tímann aftur

krunk, krunk, krá

virðingarfyllst,

Dagbjört dís

frumflutt

eða þannig!

söng sumsé Krumma, lag eftir sjálfa mig við ljóð Davíðs ástarskálds, í Ljóða og Aríudeild niðrí skóla í dag. það tókst nú ekki betur en svo að ég klikkaði á tveimur innkomum, ef ekki þremur, enda skrambi erfitt verk, sem ég hef sumsé lagt miklu meiri vinnu í að semja heldur en að læra, undanfarna viku. Ein innkoman klikkaði reyndar bara af því að ég gleymdi mér yfir því hvað Ólafur Vignir spilaði millikaflann fyrir píanóið vel. húrra!
en úff, næst þegar ég syng verk eftir sjálfa mig, þá þarf ég meiri fyrirvara til að æfa að syngja það.

góðu fréttirnar eru auðvitað þær að verkið sjálft vekur mikla hrifningu þeirra sem á hlýða, þó að söngurinn í dag hafi ekki verið uppá marga fiska. veit að ég get sungið þetta betur, og eins gott, því ég ætla að syngja þetta á tónleikunum í vetur og svo aftur í vor. kroppurinn minn er búinn að vera soddan drusla mestallt haustið, og mér tókst að láta rigna mig rækilega niður þegar ég gekk til góðs í tæpar 4 klst á laugardaginn...

vill einhver skipta við mig um kropp?

en þá er það bara næsta lag á dagskrá: jólalag fyrir mig og Ernuna mína, og nokkrar góðar hugmyndir nú þegar komnar á blað...

03 október 2004

vantar vs. langar

jæja, þá hefur sultarólin formlega verið hert!
hér með skiptist allt í tvo flokka:
"vantar" flokkinn og "langar" flokkinn
það má eingöngu kaupa hluti úr vantar flokknum, t.d.


 • mat (en eingöngu úr bónus)
 • bensín (en eingöngu úr atlantsolíu)
 • 200 GB harðan disk (gat ekki lengur samið tónlist vegna plássleysis - algjört neyðarástand!)
 • sjampó, hárnæringu, sápu osfrv.
 • jólagjafir


annað má alveg bíða betri tíma, t.d.

 • ný gleraugu
 • ný stígvél
 • nýjar millistærðarbuxur
 • föt yfirleitt
 • klipping
 • geisladiskar
 • tónleikar
 • dvd - (sjáum til með Roswell)
 • áfengi


sumsé, algjör óþarfi :)

hamingjusami fátæki listamaðurinn

01 október 2004

pempíur

sé ekki alveg tilganginn með karlkyns pempíum.
ég meina: til hvers eru þeir til?
þeir eru augljóslega ömurlegir í rúminu, slæmir til undaneldis, geta ekki tekið til hendinni (hún má ekki verða óhrein) við nokkurn skapaðan hlut, svo jafnvel þó þeir hafi vöðva, þá eru þeir gjörsamlega gagnslausir.
þeir eru vonlausir vinir, því um leið og maður þarf eitthvað á þeim að halda, þá láta þeir sig hverfa (ertu veik? ekki smita mig!!!! ha túr? ertu rauðsokka???)
þeir geta því í rauninni ekki neitt annað en að vera sætir!
þeir eru púddelhundar! af hundaætt, en ekki raunverulegir hundar, og um leið og þeir sjá kött þá hlaupa þeir uppí tré.

sumsé ekki raunverulegir karlmenn, heldur bara úrkynjuð grey.

það sorglega er, að þeir eru ört vaxandi kynstofn.
skyldu þeir fjölga sér með frumuskiptingu eða kannski knappskoti?

úreldar algildar staðreyndir

einu sinni trúði ég því að hverjum einasta manni þætti konan sín sú fallegasta í öllum heiminum. það var því ósköp einfalt fyrir karlmann að finna sér konu. einn góðan veðurdag sá hann þá fallegustu sem hann hafði nokkurn tímann séð, og þar með var það afgreitt.
það eru líklega svona 20 ár eða meira síðan þetta var eðlilegasta heimsmyndin fyrir mér.
eitt var sem betur fer rétt við þetta:
þá (fyrir 20) hafði hver og einn ólíkan smekk á því hvað er fallegt.
núna
hins vegar
er pínt oní okkur tilbúnum staðalímyndum um hvað er fallegt og hvað ekki.
og mér er tjáð að hvaða karlmaður sem er myndi yfirgefa óléttu konuna sína fyrir Britney Spears.
ég vil trúa því að maðurinn sem sagði þetta hafi of lélegt álit á eigin kyni og dæmi alla út frá sjálfum sér í þessum málum.
ég get hins vegar ekki annað en tekið eftir því hvernig smekkur okkar verður einsleitari með hverju árinu.
nema hvað!
þetta er 21. öldin, það er hægt að skipta um rasskinnar eins og nærbuxur. nú, loksins, getur ytra útlit okkar verið háð tískusveiflum!

og þar með er ég komin að hinum algilda sannleikanum sem er í þann veginn að verða úreldur: hef alltaf ætlað að ala börnin mín upp á hollum mat, og við mikla hreyfingu. ætlaði nefnilega að predika:

"Við verðum að fara vel með kroppinn, því við fáum bara eitt stykki og það verður að endast okkur alla ævi!"

en loksins þegar ég eignast börn (í síðasta lagi 2017) þá verður þetta að öllum líkindum ekki satt lengur.

púff!