24 apríl 2006

Draumalandið

Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð

eftir Andra Snæ

er bók sem allir ættu að lesa!

Eins og allar bestu bækurnar fékk hún mig til að hlæja og gráta til skiptis.
Í lokin fyllti hún mig skelfingu. Endar svo á cliffhanger, svona nokkurs konar amk.
Ég tók andköf.

Morð, spilling, náttúruspjöll, mengun nálægt mannabústöðum, yfirhylmingar, allt sem tilheyrir góðum krimma, en þetta er bara alls ekki skáldsaga...

Hann er bæði hugmyndaríkur, frumlegur og búinn að vinna heimavinnuna sína virkilega vel. Hann er jákvæður og jafnvægissinni. Það eru engar öfgar, engar ásakanir á hendur neinum, heldur staðreyndir, rök, upplýsingar sem hefur verið leynt og fallegar, jákvæðar, hagkvæmar, heilsusamlegar og umfram allt skynsamlegar og framkvæmanlegar hugmyndir. Hann er ekki virkjunarandstæðingur.

Loksins kominn einhver sem þorir og getur. Það liggur við að mig langi að senda manninn inná þing...

Húrra!
Lesið bókina, núna! (Var ég búin að minnast á að hún er líka fyndin?)

Bk,

:Dagbjört

Engin ummæli:

Skrifa ummæli