29 september 2005

tvíklukkuð

jæja, það er víst einhver voða bloggklukkleikur í gangi, og búið að klukka mig tvisvar, svo ég kemst líklega ekki hjá því að skrifa um mig 5 gjörsamlega gagnslausar staðreyndir:


  • ég tala við sjálfa mig

  • mér finnst best að taka klukkutíma í morgunverð

  • ég halla oft undir flatt

  • ég er með pinna í naflanum

  • ég get hreyft litlu tærnar frá hinum tánum



ég ætla hins vegar ekki að klukka neinn, þar sem flestallir vinir mínir (nema auðvitað þeir sem eru búnir að klukka mig) eru víst með heiftarlegt ofnæmi fyrir svona keðjum

:D

28 september 2005

Dagga?

þekkir einhver hana Döggu?

kannski svona einn eða tveir?

hmmm

Andrés var sko að spurja mig hvað vinir hans gætu mögulega fengið að kalla mig
amk. þeir sem geta ekki lært að segja fallega nafnið mitt

yfirleitt læt ég kalla mig eitthvað annað í útlöndum
soldið viðkvæm fyrir misþyrmingum á nafninu mínu
en þeir sem eru konu nánastir, þeir þurfa auðvitað að læra að segja nafnið konu
stundum hef ég líka notað þetta til að flýja sjálfa mig, en það er algjör óþarfi lengur
núna vil ég bara vera ég og ég heiti Dagbjört

önnur nöfn eru svona abstraction layer á mig, einhvernveginn, fyrir þá sem skilja nördamál, þau sýna bara einhverja hluta, en ekki það sem er undir niðri

Day
1996
hún var óttalausa ævintýrakonan sem ferðaðist á framandi staði og var opin fyrir öllu og öllum. líka soldið hörð í horn að taka. óþæg

Daybright
2001
bjó í Montreal. söng stíft. vann mikið. grét aldrei. dofin að innan

en sko Dagga
það var ég þegar ég var svona 13 - 15 ára
renglulegur ófríður stutthærður tölvuleikjanörd með leiklistaráráttu

kannski það sé bara kominn tími til að endurnýta hana?
setja hana í gegnum tímavél, flytja hana til Köben, slengja á hana slatta af holdi og hári, setja tónlist í stað leiklistar og tónvinnslu í stað tölvuleikja
gefa henni veglega innspýtingu af sjálfstrausti og aðeins betra innsæi
kannski eitt stykki kærasta líka ;)

jamm kannski kona geti bara notað gömlu góðu Dögguna
hún er orðin nógu fjarlæg í tíma til að konu finnist hún barasta pínu krútt

Dagga mín
hljómar bara soldið næs

og svo á hún það sameiginlegt með nafninu mínu sem mér þykir vænst um af öllu:
Amma var líka kölluð Dagga

26 september 2005

Hlátursköst

Hvenær fenguð þið síðast hláturskast?

ég man það ekki sjálf, það hlýtur að vera langt síðan, en engu að síður var ég meira og minna í hláturskasti alla helgina :D

já, ég var í Köben, frá föstudegi til sunnudags

er Andrés svona svakalega fyndin?
eða er ég svona léttrugluð?
skiptir ekki máli, því ég hló þangað til mig verkjaði í magann

mæli meððí ;)

(já og svo mæli ég líka með húfum. ég setti eina á mig í aumingjaégaðveraáíslandi kasti í morgun, og afleiðingin var sú að ég fann nákvæmlega ekkert fyrir kuldanum þó við færum (ozararnir) í göngutúr í hádeginu. lykillinn að því að lifa af á klakanum er sumsé ekki flóknari en þetta :þ )

Allt nýtt ! (stórfréttir)

jæja, þá er barasta allur pakkinn orðinn glænýr hjá mér:


  • ný íbúð

  • nýr kærasti

  • nýr skóli

  • ný vinna



já þá er síðasta púslið í nýja lífinu komið á sinn stað, og víst best að vera ekkert með þetta lengur undir rós ;)

þið vitið nú flest að ég flutti í nýja og glæsilega íbúð í sumar...
og flestir sem kunna að lesa á milli línanna vita að ég er búin að vera töluvert í Köben undanfarið hjá honum Andrési mínum :)

færri vita líklega að ég er byrjuð í Tónvinnsluskólanum á fullu, eða að ég sagði upp vinnunni minni fyrir um mánuði og byrjaði í dag að vinna aftur hjá Oz

en núna vitið þið það :)

nýtt líf!

og það er ekki hægt að segja annað en að ég sé lukkuleg :)

21 september 2005

Heimavinna

jæja, þá er skólinn LOKSINS byrjaður!
til að byrja með lærum við á tækin og græjurnar og forritin og svo að greina og pæla í lögum.
í gær var nokkurs konar formfræðitími þar sem við hlustuðum á tónkróka í dægurlögum og greindum þau niður í kafla

heimavinnan er svo að velja 5 lög og kaflagreina þau, og segja hvað hver kafli er margir taktar :)
hlýtur að vera einhver skemmtilegasta heimavinna sem mér hefur verið sett :D
núna er ég t.d. að undirbúa mig með að hlusta á tónlist á meðan ég vinn til að velja lögin.

held ég taki Jenny Wren (af Chaos&Creation in the Back Yard), og svo eitt með Bubba af í sex skrefa fjarlægð.
þá vantar auðvitað eitthvað rokkaðra...
er að spá í að reyna að finna eitthvað sem hentar með Porcupine Tree

var ég annars búin að segja ykkur að Porcupine Tree hefur einhverja furðulega Mozartíska eiginlíka.
held þeir séu göldróttir barasta...

...samt ekki eins göldróttir og Andrés ;)

og svo var spilaður Bob Dylan í tímanum í gær - the times they are changing
og ég á gamals aldri að uppgötva Bob Dylan
hversu fyndið er það?

14 september 2005

Takk fyrir mig!

Þakka ykkur kærlega fyrir, allir sem sendu mér afmæliskveðju á afmælisdaginn!
Ég fékk 11 afmælis-sms (þar af eitt fjórfalt) og 3 afmælishringingar
Það er alltaf jafn gaman að sjá hversu margir muna ennþá að ég sé til, þó ég sé ekki duglegust að láta heyra í mér :)
Eitt SMS-ið var frá númeri sem ég þekki ekki, en það byrjar á 664 - einhver sem vill kannast við það?

Og svo fékk ég líka fullt af fínum afmælisgjöfum :)


  • Konið mitt gaf mér flotta græna peysu og græna hárklemmu - algjör græningi :þ

  • Fräulein Morgenstein splæsti á mig nýja Queens of the Stone Age diskinum í fríhöfninni

  • Kærastinn gaf mér gamlan hermannabol af sér til að sofa í þegar ég þarf að vera án hans á landinu kalda - og svo var hann auðvitað búinn að plana súper rómó kvöld og kaupa jarðarber og eðalvín og alles ;)

  • Storesös gaf mér svaka kúl geisladisk með norsku þjóðlagarokksveitinni Gåte og fjólubláan krossfisk úr gleri sem fer sérstaklega vel í björtum stofum ;)

  • m&p ætla svo að splæsa á mig alvöru gönguskóm svo ég geti farið að stika um fjöll og fyrnindi með honum Andrési mínum :D



ekki slæm uppskera þetta, og þakka ykkur öllum kærlega fyrir!

13 september 2005

Komin heim

þetta er furðulegt
mestalla ævi hef ég verið ein
en samt yfirleitt aldrei einmana
oftast nokkuð sátt
oft þurft á því að halda

svo allt í einu í kvöld
á meðan ég keyrði í gegnum ógeðslega íslenska veðrið og myrkrið og tómið frá Keflavík til Reykjavíkur...
af hverju núna?

muh
mig vantar Andrés

09 september 2005

note to self

diskar til að kaupa úti eða á leiðinni heim:


  • Jeff Buckley - Sketches

  • Pixies - Death to the Pixies

  • Porcupine Tree - allar breiðskífur (amk in Absentia og Deadwing)

  • The Beatles - Abbey Road (kannski Sgt. Peppers líka)

  • QOTSA - Songs for the deaf + Lullabies to paralyze

  • Sigur Rós - Takk



kíkja líka á þessa búð
sem er hér

:D

ammælisgjöfin frá mér til mín

í ár

er ferð til Köben að hitta Andrés um helgina
loksins fáum við þá að kynnast vonandi eins vel og vandlega og hægt er eina helgi, svo ef við verðum ennþá saman á þriðjudaginn, þá hefur þetta allt saman gengið vel ;)
skrítið að vera búin að vera saman í næstum mánuð en samt bara í 3 daga...

svo, ég flýg seinnipartinn í "dag" (úff hvað ég þarf að fara að sofa), nánar tiltekið klukkan 15:30 og Fräulein Morgenstein ætlar að vera samferða mér :D

jæja, ég á víst enn eftir að pakka smá

*knús og kossar* og hafiði það gott um helgina

:Dagbjört dís - 28 ára í dag

04 september 2005

"karlmenn"

eða þannig sko...

fór á djammið með koninu mínu í gær, en þegar hún drekkur þá kalla ég hana reyndar dýrið mitt ;)

alveg hreint ótrúlega áhugavert að horfa á stráka og karlmenn frá þessum nýja sjónarhóli þeirrar sem þarf ekki að hafa áhyggjur af þeim fyrir fimmaura ;)

byrjuðum í Vökupartýi (dýrið er í stúdentaráði sko)
þar fór ég auðvitað strax að tala við strákana eins og ég geri í partýum þar sem eru strákar yfir höfuð, einfaldlega vegna þess að umræðuefni stelpna eiga það til að þynnast exponentialt eftir því sem fleiri þeirra koma saman, jafnvel þó þær séu háskólapíur. held reyndar að þær sem voru þarna hafi verið með skárra móti.
allavega, ég fór að búa til samræður við einhverja gaura, og allt í einu fattaði ég að ég gæti þurft að passa mig. karlhylli konu eykst jú líka exponentialt þegar kona er hamingjusamlega frátekinn :þ
tókst sem betur fer að varpa fram svo umdeilanlegri sýn á stofnfrumurannsóknir að viðstaddir héldu að ég væri hálf klikk ;)
ekkert eins og heimspekin ha!

svo þegar allur minn Stoli var búinn dró ein ágætis Vökupía dýrið mitt, mig og aðra ágætis Vökupíu með sér á Oliver
"aþþí að þar er skemmtileg tónlist að dansa við"
jújú, það er svosem ekki hægt að neita því að tónlistin er dansvæn og hress á Oliver, en hver sá staður sem er með VIP röð kemst nú samt sjálfkrafa á kjánastaðalistann hjá mér...
og kjánar er líka rétta orðið
ég hef sjaldan eða aldrei séð þvílíkt samansafn af veruleikafyrrtu fólki!
"karlmennirnir" þarna inni voru svo svakalega töff og æði og merkilegir í eigin augum að ég átti bágt með að fara ekki að hlæja!
jájá, það er ljótt að segja þetta, en allt þetta fólk virkilega trúði því að þeir væru betri en aðrir!
fólk segi ég, því það voru konur þarna inni sem horfðu aðdáunaraugum á þá!
hvað er í gangi??? það ganga jú sumir í gegnum svona tímabil einhvern tíman á snemmfullorðinsskeiðinu, en fullur skemmtistaður???
já, og svo eru þeir líka svo töff og kúl að þeim dettur ekki í hug að reyna við stelpur (þó strákar væru einhverra hluta vegna í töluverðum meirihluta þarna inni) - stelpur eiga að reyna við þá...
og jújú grúppíugreyin gera það sjálfsagt, allavega var nógu mikið um upphrópanir hjá þeim þegar fótboltalandsliðið mætti á svæðið (held að þeir séu barasta verstir í fáránleikanum)

við dýrið tókum þann pólinn í hæðina að horfa á liðið eins og okkur fyndust þeir algjörir hálfvitar (jájá, ljótt ég veit - en þeir hafa gott af því) og dönsuðum svo auðvitað hvor við aðra eins og við kunnum best ;)
einhvern veginn varð þetta til þess að það var alveg heilmikið reynt við okkur (í fyrsta skipti á Oliver) en við létum okkur auðvitað fátt um finnast...

mér tókst einhvernveginn að finna mér norðurlandabúa að spjalla við
rakst á tvo sænska hermenn sem stóðu eins og illa gerðir hlutir við dansgólfið og vissu ekkert hvernig þeir ættu að haga sér. ég benti þeim á að skella sér bara á Hressó, þar væru miklu skemmtilegri Íslendingar - og ég held þeir hafi barasta drifið sig :)
Svo fann ég Dana og við blöðruðum um Köben, nema hvað ;)

Allt í allt dönsuðum við vel og lengi, og fengum skutl heim um sexleytið í morgun útdansaðar og sælar :)
og þrátt fyrir skrípasýninguna vitum við að það eru til frábærir og æðislegir karlmenn í heiminum...

...var ég annars búin að segja ykkur hvað ég á meiriháttar kærasta?

03 september 2005

bestestestust

það urðu sem betur fer engir fleiri dagar í póst-köben þunglyndi!
af hverju ekki?
jú það eru víst enn nokkrar yndislegar manneskjur á Íslandi og ein þeirra kom mér til hjálpar
hver þá?
jú bara þessi sama og er búin að deila með mér gleði og sorgum síðustu 12 árin, hver önnur?
nebblilega konið mitt
hún er yndisleg og falleg og skemmtileg og fyndin og stuðbolti og brjálæðingur með meiru
svo er hún líka hlý og góð við mig þegar á þarf að halda
hún lýsti því yfir að ég hefði verið hræðilegur djammfélagi síðustu 5 árin (fyrir utan eyjar 2000, 2001, 2002 og 2003)
svo núna loksins þegar ég er í réttu landi og ekki í líkamlega krefjandi námi, þá fer ég því miður bara versnandi í þeim málunum :S
en samt heldur hún áfram að reyna að draga mig á djammið ;)

og svo til að laga það eina sem var eftir sem var ennþá ekki nógu gott í tilverunni þá sagði ég upp vinnunni minni :)
algjör óþarfi að vinna fyrir einhverja ameríska aurapúka þegar maður getur verið að gera eitthvað skemmtilegt við lífið! (amerísku aurapúkarnir keyptu nebblilega æðislega fyrirtækið sem ég vann hjá)
á samt eftir að sakna strákanna alveg ferlega, þó við ætlum að reyna að hittast öll við og við.

en allavega
konan mín er bestestestust

best að farað hittana...