18 maí 2006

á fóninum í Valby

ég er víst soldið snobbuð á tónlist, því þrátt fyrir að hafa reynt að halda því fram að popp sé bara fínt fyrir þá sem það fíla, þá get ég bara alls ekki hlustað á hvað sem er :S

er samt svo heppinn að kærastastinn minn leyfir mér að mestu að ráða tónlistarvalinu, enda ekkert ósáttur við rokksmekkinn minn.

stundum fær hann samt að setja á Amerískt popprokk eins og t.d. Linkin Park þar sem textinn minnir á slappan Americas Next Top Model þátt ("poor me, you're so mean to me, nobody understands me, nobody notices me, me, me, me") í frekju- eða reiðiskasti ("I won't be ignored!" "I won't waste myself on you!"). Ef þetta lýsir viðhorfi heillar kynslóðar kana til heimsins, þá er ég alls ekki hissa á ástandinu þarna hinum megin.

þá eru nú Dikta textarnir öllu betri, eða reyndar bara alveg frábærir eins og auðvitað lögin - hafa fullt fullt að segja og kallinn minn sammála því.

eru ekki annars allir búnir að kaupa "Hunting for Happiness" plötuna þeirra?

við erum frekar viss um að #2 "Breaking the Waves", sem hefur verið spilað mest í útvarpinu, sé um Bandaríkjaforseta:
"the governor's son, his daddy's new gun, come out and play, lets have some fun"
"break all the rules, ruin the schools, how will they know which one's are the fools?"
svo er hann beðinn um að pakka niður og hætta "nobody wants you and your goddamned lies"

meiriháttar lag alveg.

svo er #3 hugsanlega um Ísrael og Palestínu: "an eye for an eye makes the world go blind"


en #1, það langar mig til að sé um Ísland: "Look around, look around, can believe what you see? It's amazing. They're changing it bit by bit, in tiny babysteps, so you won't notice." lagið heitir Loosing every day og er mjög fallegt.

ef einhver á ekki þessa plötu, þá eru þetta uþb bestu plötukaup sem þú gerir á þessu ári. og nei þið megið ekki brenna hana, maður brennir ekki íslenskt rokk.ahemm
svo hlustum við auðvitað á helling annað, en mest spilað á ipodnum mínum er Dikta, Jeff Buckley og Cesaria Evora. Mig vantar alveg heilmikið af tónlistinni minni, sem er ennþá heima á Fróni, t.d. Ampop diskurinn minn sem hvarf einhvers staðar í flutningunum :(


smá tónlistargetraun í lokin:
Hvaða hljómsveit byrjaði sem argasta stelpupopp en þróaðist svo út í eina framsæknustu rokkhljómsveit allra tíma?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli