28 september 2005

Dagga?

þekkir einhver hana Döggu?

kannski svona einn eða tveir?

hmmm

Andrés var sko að spurja mig hvað vinir hans gætu mögulega fengið að kalla mig
amk. þeir sem geta ekki lært að segja fallega nafnið mitt

yfirleitt læt ég kalla mig eitthvað annað í útlöndum
soldið viðkvæm fyrir misþyrmingum á nafninu mínu
en þeir sem eru konu nánastir, þeir þurfa auðvitað að læra að segja nafnið konu
stundum hef ég líka notað þetta til að flýja sjálfa mig, en það er algjör óþarfi lengur
núna vil ég bara vera ég og ég heiti Dagbjört

önnur nöfn eru svona abstraction layer á mig, einhvernveginn, fyrir þá sem skilja nördamál, þau sýna bara einhverja hluta, en ekki það sem er undir niðri

Day
1996
hún var óttalausa ævintýrakonan sem ferðaðist á framandi staði og var opin fyrir öllu og öllum. líka soldið hörð í horn að taka. óþæg

Daybright
2001
bjó í Montreal. söng stíft. vann mikið. grét aldrei. dofin að innan

en sko Dagga
það var ég þegar ég var svona 13 - 15 ára
renglulegur ófríður stutthærður tölvuleikjanörd með leiklistaráráttu

kannski það sé bara kominn tími til að endurnýta hana?
setja hana í gegnum tímavél, flytja hana til Köben, slengja á hana slatta af holdi og hári, setja tónlist í stað leiklistar og tónvinnslu í stað tölvuleikja
gefa henni veglega innspýtingu af sjálfstrausti og aðeins betra innsæi
kannski eitt stykki kærasta líka ;)

jamm kannski kona geti bara notað gömlu góðu Dögguna
hún er orðin nógu fjarlæg í tíma til að konu finnist hún barasta pínu krútt

Dagga mín
hljómar bara soldið næs

og svo á hún það sameiginlegt með nafninu mínu sem mér þykir vænst um af öllu:
Amma var líka kölluð Dagga

3 ummæli:

  1. Dagga er ekki svo galið bara krúttlegt en mér þykir bara Dagbjört svo fallegt nafn.

    SvaraEyða
  2. jamm, enda er þetta bara hugsað fyrir fólk sem getur engan veginn sagt Dagbjört

    ef þið hin reynið að nota það, þá verður líklega fátt um svör ;)

    SvaraEyða