jæja, er ekki kominn tími á nokkur áramótauppgjörsblogg??
þar sem líf mitt hófst í þriðja sinn á síðasta ári, þá er kannski bara fínt að fara stuttlega yfir lífin 2 þar á undan, frá byrjun
(ég efast reyndar um að neinn hafi áhuga á að lesa þetta - er bara mest svona fyrir sjálfa mig):
Líf 1:
1977 -> gott ár, að mestu varið í hlýjum mjúkum vökva við að búa til líffæri :)
1978 -> gott ár, skírð Dagbjört, og hef alltaf verið mjög sátt við það
1979 -> gott ár, er eitthvað slæmt þegar maður er 2ggja?
1980 - 1982 -> góð ár í Mávahlíð og Sólhlíð með vinkonum vinum og kærasta
1983 -> gott ár, loksins mátti ég byrja að læra að lesa!
1984 -> gott ár, lærði að lesa :D
1985 -> gott ár, fékk æðislega litla frænku
1986 -> gott ár, kom í sjónvarpinu
1987 -> gott ár, fluttum til Edinborgar (ævintýramennska hófst)
1988 -> gott þangað til við fluttum heim aftur - ævintýrafólk blandast illa í íslenska grunnskóla :(
1989 -> erfitt ár, lagðist í 4gra ára dvala sem ég eyddi að mestu í ævintýrabókum ýmisskonar
1990 -> dvali, eitt leiðinlegasta sumar allra tíma
1991 -> áframhaldandi dvali, en engu að síður skárra en næstu 2 á undan
1992 -> vont ár, og meiri dvali
Líf 2:
1993 -> yndislegt yndislegt ár! Líf mitt hófst að nýju! MH! Loksins nýjir vinir!
1994 -> meira yndi í MH, bast (vin)koninu eilífum böndum
1995 -> að mestu frábært, síðbúin gelgja fór að færast yfir, mikið fjör ;)
1996 -> ævintýramennskan fullkomnuð, Ísrael, Egyptaland, og fleira...
1997 -> alveg fínt bara, kærasti, Háskóli oþh. fullorðinsheit
1998 -> úff soldið misheppnuð ævintýri... en ég byrjaði í Söngskólanum!
1999 -> ahemm, má ég ekki bara sleppa því ári? ímyndunarveiki á háu stigi
2000 -> æði æði æðislegt ár! Við tvær áttum heiminn (ég og konið)
2001 -> fyrrihluti Kanada var ekkert sérstaklega æðislegur, en mjög nauðsynlegur
2002 -> seinnihluti Kanada var æði. ennþá meira æði að flytja heim :)
2003 -> sumt gott, sumt vont, samdi fyrsta sönglagið :) var pínu ímyndunarveik
2004 -> sumt betra, sumt ekki, varkár, söng betur, leitaði árangurslaust að svörum, samdi meira, flutti loksins inn með koninu, lagði aðeins of hart að mér...
jamm og þá erum við komin að 2005
og það á nú alveg skilið sér blogg, er það ekki?
:D
06 janúar 2006
Hingaðtil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli