31 ágúst 2006

ágústþunglyndi

búin að vera að væla yfir því að sumarið sé búið
Andrés er byrjaður í skólanum og allt komið á fullt, en ég var alveg til í eina afslappaða viku í viðbót
hélt einhvern veginn að svona væri lífið í Danmörku
eftir klikkun síðustu... 10? ára, þá þurfti ég svo sannarlega á svona afslöppun að halda

einhvern veginn ekki tilbúin til að hella mér í hasarinn aftur
bíð eftir því að orkan hellist yfir mig
en enn hefur ekkert gerst

erum búin að semja um að í hvert skipti sem Andrés þarf að læra hérna heima þá spili ég undir á píanó eða gítar

og talandi um !

ÞAÐ ER SLITINN STRENGUR Í FENDERNUM MÍNUM !!!!!! háa EEEEEEE af öllum !!!

buuuuuuuuuuuuuuuuuhuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu

á morgun er 1. sept
þetta hlýtur að skána þá

á morgun ætla ég að:


 • skrifa undir samning um skrifstofu handa mér sem er mitt á milli konsins míns og miðbæjarins og alveg oní Söerne

 • kaupa ammælisgjöf handa storesös (sem átti ammæli á föstudaginn síðasta)

 • kaupa ammælisgjöf handa mömmu (sem átti ammæli fyrir alveg 3 vikum)

 • fara með hjólið mitt í stillingu

 • kaupa nýjan E streng í Fenderinn

 • kaupa millistykki fyrir shock-mountinn fyrir mike-inn minn

 • borga síðustu skuldina mínasvo er pabbi 60 eftir bara 2 vikur og það verður svaka veisla handa honum á afmælisdaginn minn, og við verðum öll saman aftur, öll 13 og bráðum 14 manna nánasta fjölskyldan mín :D

en í dag er ennþá ágúst, ennþá hálf-leiðinlegt veður og ég er ennþá slöpp og down og orkulaus

af góðum fréttum að þá er ég að hlusta á svo mikið af frábærri tónlist núna, eftir að hafa fengið loksins að vita með hvaða hljómsveit hin og þessi lög sem ég hef alltaf fílað, eru. það er að sjálfsögðu í gegnum rockstar þættina, sem þið eruð öll að fylgjast með líka.

djö... eru Íslendingar annars klikk að skekkja svona kosninguna! hversu stór hluti þeirra sem kusu hetjuna okkar í nótt myndi t.d. kaupa SuavePorn plötuna ef hann yrði söngvari???

ekki þar fyrir, ég hefði líklega grenjað ef hann hefði farið heim...

jæja, best að grafa dýpra eftir orku og vinna soldið

bleah

:D

15 ágúst 2006

innrás

í blogginu hér að neðan vitnaði ég í wikipedia, sem er fyrir margt frábær síða, en líður auðvitað fyrir það í sumum málaflokkum að vera amerísk...
er sumsé farin að efast um heimildirnar, sérstaklega eftir það sem ég frétti í dag (reyndar mest frá múslimskum vinum mínum)

ég tengist Líbanon auðvitað ekkert svakalega, en samt sem áður meira en margir Íslendingar.

ég veit t.d. hvað þar er fallegt, því ég horfði stundum yfir Líbönsku þorpin hinum megin við landamærin fyrir 10 árum þegar ég var í Ísrael í 2 mánuði. ég bjó alveg við landamærin að Líbanon.

ég þekki líka fólk beggja megin landamæranna, en það er sko alveg á hreinu hver er að brjóta á hverjum.

hér er líka ágætis vísbending um hvers vegna

þetta var sumsé allt planað fyrir löngu til að afvopna Hezbollah, svo BNA geti ráðist á Íran án þess að hafa áhyggjur af hefndaraðgerðum gagnvart Ísrael. Allavega samkvæmt þessu.

AF HVERJU er Ísland ekki búið að fordæma þessa INNRÁS?
ég var að velta þessu fyrir mér áðan. svo velti ég fyrir mér hver væri Utanríkisráðherra Íslands og fattaði að ég væri búin að gleyma því, enda hef ég ekki mikið verið á Fróni síðan stjórnin breyttist síðast. svo ég spurði Svabba. og nú veit ég það. og nú veit ég líka af hverju Ísland segir ekki múkk.

það var einu sinni gerður samningur
til að binda enda á stríð
í honum fólst einfaldlega að ekkert land mætti ráðast á annað land.
þessi samningur gildir greinilega bara um suma...

maður að nafni Galloway hefur betra minni en margir hvað þetta varðar og liggur ekki á sínum skoðunum hér

ég ætla reyndar ekki að halda því fram að Hezbollah séu einhverjir sakleysingjar, en hvað vitum við ? og hvar kemst maður í hlutlausar fréttir? kannski helst á BBC?

ef einhver lætur sér detta í hug að fylgjast með CNN, þá eru þeir þekktir fyrir, ekki bara að ritskoða fréttir, heldur að klippa saman fréttamyndir og breyta myndum í Photoshop. sumsé hluti af áróðursmaskínu Gogga og co.

Ísland! Halló? Standiði á fætur! Segið eitthvað! Hvað þarf mikið að gerast áður en þið hættið að styðja þetta ógeðslega stríðsbrölt???

13 ágúst 2006

LBN

uh

ef Spænskir hryðjuverkamenn læddust inní Frakkland, dræpu nokkra hermenn og rændu nokkrum öðrum, myndu Frakkar hefja loftárásir á samgöngukerfi Spánverja, sprengja Katalóníu í tætlur og ráðast svo inní landið?

tja
nei
líklega myndu þeir frekar eiga samstarf við Spænsk stjórnvöld um að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum og frelsa gíslana.

og ef þú ert hryðjuverkasamtök sem vilt ná pólitískum yfirvöldum í landi sem gerir sífelt meira til að hrekja þig á brott, hvað er það sniðugasta sem þú getur gert? jú, einmitt að fá sprengiglöðu nágrannana fyrir Sunnan til að byrja að sprengja landið í tætlur og drepa sem flesta saklausa borgara. þá snýst allt í einu allur almenningur, sama hverrar trúar, á sveif með þér, og voila: þú stjórnar landinu!

Ísraelsstjórn gekk beint í gildru Hezbollah, þvílíkir andskotans fávitar.
Líbanon var eitt vestrænasta nágrannaríkið þeirra, með mikla uppbyggingu, verslun og fjármálamarkað. Þeir voru að reyna að losa sig við áhrif Sýrlands og Hezbollah, og Hezbollah brást svona við. Þeir eru víst búnir að vera að reyna að starta þessu stríði síðan í Nóvember. Meira um sögu Líbanon hér.

en hvað veit ég, kannski gengu Ísraelsmenn ekkert í neina gildru. kannski eru þeir bara að reyna að hjálpa Bush og co. að finna afsökun til að ráðast á Sýrland...

og það eru tvö ár eftir af þessu helvíti
man einhver hvernig heimurinn var áður en fíflið varð forseti?

11 ágúst 2006

kröfulisti

sumir virðast vera hissa á að ég hafi fundið mér æðislegan og myndarlegan kærasta. eins og ég hafi verið einhleyp í 7 ár af því að enginn vildi mig...

neinei, líklega gerðu flestir sér grein fyrir að ég hafði alltof miklar kröfur, enda setningar eins og "af hverju finnurðu ekki bara einhvern og verður ólétt?" algengari eftir því sem á leið. eða "ást er erfið!"... erfið og erfið, ekki sami hluturinn. af hverju að standa í veseni þegar manni líður bara voða vel út af fyrir sig?

en bara svona vegna þess að ég viðurkenndi bara brot af þessum langa kröfulista fyrir fólki áður (nema auddað koninu), þá er hann hér í einhvers konar mikilvægisröð:


 • þorir að vera hann sjálfur og er sama hvað öðrum finnst

 • ber virðingu fyrir öðru fólki (þmt. konum og börnum og gömlu fóli) og líka náttúrunni, dýrum og dauðum hlutum

 • góður við aðra

 • er jákvæður gagnvart tilverunni

 • tekur sjálfan sig ekki of hátíðlega (með húmor)

 • skemmtilegur

 • heiðarlegur

 • góður vinur og traustur klettur

 • mátulega klár (en ekki svo það jaðri við geðveiki)

 • tilfinningagreindari en ég

 • ástfanginn af mér upp fyrir haus

 • fattar mig oftast

 • gerir mig hamingjusama

 • dópar ekki

 • reykir ekki

 • drekkur ekki of mikið

 • er ekki sama (labbar ekki framhjá fólki í vanda án þess að hjálpa)

 • er ekki extreme í einu né neinu (trú, pólitík osfrv.)

 • vinnur ekki of mikið

 • gefur sér tíma til að sinna fjölskyldunni

 • elskar börn

 • hávaxinn

 • í góðu formi án þess að vera hnakki

 • stundar íþróttir en horfir ekki á þær í sjónvarpinu!

 • er ekki efnishyggjukarl

 • er ekki latur

 • er algerlega sjálfbjarga

 • kann að fara út með ruslið

 • kann að elda og finnst það gaman

 • er ekki tölvufíkill

 • er ekki sjónvarpsfíkill

 • myndarlegur án þess að hafa fyrir því eða gangast upp í því

 • ósérhlífinn

 • ævintýragjarn

 • myndi berjast við King Kong til að bjarga mér (og vinna)

 • myndi hætta lífi sínu til að bjarga örðum (smá skammtur af súperman)

 • nógu sterkur til að geta haldið á mér

 • finnst gott að kúra á morgnanna

 • ljóshærður

 • bláeygður

 • finnst ég fallegasta konan í öllum heiminum

 • kann bardagalistirog þá vitið þið það. algerlega klikkuð?
já frekar svona...
nema hvað ég veit um mann sem uppfyllir hvert einasta atriði og nokkur fleiri.

Frá og með þessari helgi erum við búin að vera saman í ár :D

og hananú

p.s. ef einhvern langar til að gubba: get over youself!

08 ágúst 2006

ævintýradís

eftir að hafa dreymt um þau í að því er virðist árafjöld, hafa ævintýrin loksins fundið mig aftur :)

það var allt fullt af ævintýrum í sumarfríinu, sum næstum lífshættuleg, enda Ísland ekki bara eitthvað leiksvæði :þ
vonandi hef ég tíma næstu daga til að segja almennilega frá kattarhryggjum, steiktum sokkum og minniháttar slysum

en þó sumarfríið sé búið er nóg eftir af ævintýrunum.
í kvöld ætla ég að fara með höfuðið undir vatnið og anda inn, hægt og rólega.

:D

p.s. meira seinna